Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 7

Réttur - 01.08.1988, Side 7
sleppi út í loftið af óæskilegum efnum, en auk þess að minnka notkunina. Og það er bent á að í sumum löndum hafi tekist að draga úr henni um 2% á ári. Þá er sagt að hirðulaus rekstur kjarnorkuvera hafi mjög aukið á tortryggni manna gegn þeirri orku, en ef hægt væri að bæta úr þeim ágöllum, gæti kjarorkan orðið til að minnka mikið hættuna af kolsýrunni. Hér er alvarlegt mál til umræðu, og Toronto-fundurinn hvetur til þess að fræðsla um það verði stóraukin. Sumir geimfarar hafa haft orð á því, að þá fyrst hafi þeir fengið tilfinningu fyrir sameigin- legum hagsmunum allra jarðarbúa, þegar þeir sáu jörðina svífandi í dýrlegum skýja- möttli sínum úr fjarlægð. Vonandi fjölgar þeim sem gera sér þessa ábyrgð mann- kynsins Ijósa, án þess að þeir þurfi að láta skjóta sér út í geiminn. En það gerist ekki af sjálfu sér, og því lengur sem það dregst, því erfiðara verður að afstýra þeim stórkostlegu hættum, sem felast í spillingu andrúmsloftsins. 103

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.