Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 9
ströndinni, til aö fullkomna níðingsverk- ið, ef Pinochet skyldi mistakast. I 7 ár réðst ríkasta land heimsins, Bandaríkin, á eitt fátækasta land verald- ar, Vietnam, dengdi yfir það kjarnorku- kúlum, eyðilagði akra þess með eitri og hugðist þannig geta brotið þetta land undir sig. En það mistókst: bandaríski herinn varð að flýja — með leppa sína flesta, en skilja aðra landaráðamenn eftir. — Hið gereydda, fátæka Suður- Vietnam fékk með hetjubaráttu sinni frelsi til að byggja upp sósíalisma í landi sínu — á mörgum áratugum. Pannig reynir auðvald Bandaríkjanna og Evrópu með grimmdarverkum sínum að hindra frjálsa þróun þeirra landa til sósíalisma, sem á þingræðislegan hátt hafa skapað frumskilyrði fyrir þróun hans. Lærdómurinn er: fyrst og fremst verður sú alþýða, er nær völdum í landi sínu og vill þróa það sér í hag, að vera nógu sterkt vald til að hindra auðvaldsríkin í að steypa alþýðuvöldum með hervaldi, — og við vitum að auðvaldsríki heims eru um leið voldug, mestu herveldi heims, — að Sovétríkjunum undateknum. Valdið í höndum alþýðu, — nógu sterkt til að verjast blóðhundum auð- valdsins, — er fyrsta skilyrðið til að geta komið á sósíalisma. Tekst auðvaldinu að eyðileggja jörðina og útrýma mannkyninu, áður en sósíalisminn sigrar? Enn er auðvaldið stcrkasta valdið á jörðinni — og um leið skeytingarlaust um allar aðgerðir sínar, ef þær aðeins færa því vald og auð. En hvcrnig er þetta auðvald að fara með jörðina? Eigum við mennirnir ekki á hættu að það eyðileggi öll lífsskilyrði mannanna? Athugum hvað yfir vofir: 1. Kjarnorkudauði. Kjarnorkusprengj- ur eru nægar til á jörðinni, til að drepa hvert mannsbarn sex sinnum. — Það er reynt af hálfu sósíalismans að fá auðvalds- ríkin til samninga um útrýmingu kjarn- orkusprengjanna. — Það gengur hægt. — Og þó var þetta einmitt tillagan, sem Stimson, hermálaráðherra Roosevelts, gerði á síðasta fundi sínum: að Bandarík- in — eftir kjarnorkuárásina á Hiroshima og Nagasaki — afhentu Sovétríkjunum leyndarmálið og semdu við þau um að hvorugt þeirra byggi til slíkar sprengjur framar. Hann hafði meirihluta fyrir þess- ari tillögu á síðasta ráðherrafundinum — en síðan tóku vopnaframleiðendur völdin og gróðaþorstinn fékk þá til að framleiða síðan þau heljarvopn, sem ógna tilveru mannkynsins. Og enn tregðast þessir skammsýnu og gróðafíknu valdhafar við að semja við Sovétríkin um að tryggja líf mannkyns- ins. 2. Eiturbirgðirnar, sem safnað hefur verið saman til að nota í hernaði, nægja til að drepa allt mannkynið. Samt fást ekki enn samningar um að eyðileggja þær. — Gróðinn hjá auðvaldsherrunum er enn tregðan, þó líf mannkynsins liggi við. 3. Mengunin, sem stafar af allskonar framleiðslu og felst í fjölda afurða, er þegar farin að drepa eða gereyða lífi á fjölmörgum stöðum jarðarinnar. Við vit- um hvernig farið er um fiskinn í Eystra- salti og víðar, — hvernig eitraður úrgang- ur frá verksmiðjum eyðileggur sjóinn á stórum svæöum, hvernig útblástur drep- andi lofts frá verksmiðjum eyðileggur gróðurinn: viö þurfum ekki nema sjá 105

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.