Réttur


Réttur - 01.08.1988, Page 15

Réttur - 01.08.1988, Page 15
hægt aö fela sig og við Tomilína leituðum skjóls í timburkofa þar sem kartöflur og áhöld til býflugnaræktar voru geymd yfir veturinn. I þeim kofa sá ég hversu óaf- stýranleg og skaðvæn sú braut var sem við höfðum stigið út á með kossinum úti fyrir höll Gonsiorowski furstanna. Rétt fyrir dögun barði Súroftsef að dyr- um hjá okkur. — Hvenær komið þið að sækja okkur? spurði Elísabet og horfði framhjá mér. Ég þagði nokkra stund og gekk síðan í átt til hússins til að kveðja gamla manninn. — Enginn tími til þess, sagði Súroftsef og varnaði mér inngöngu. Komdu þér á bak. Hann ýtti mér út á veginn og teymdi hestinn til mín. Tomilína rétti mér kóln- aða hönd. Einsog venjulega stóð hún teinrétt. Hestarnir voru vel hvíldir eftir nóttina og brokkuðu af stað. Logandi sól reis upp úr svörtum vef eikartrjánna. Sig- urgleði morgunsins þandi verund mína. I skógarrjóðri slakaði ég á taumnum, leit um öxl og kallaði til Súroftsefs: — Ég hefði getað verið lengur. Eú vaktir mig of snemma. — Ég held nú síður, svaraði hann, reið upp að mér og ýtti til hliðar gljáandi vot- um trjágreinum. Ég hefði vakið þig fyrr ef karlinn hefði ekki... Hann talaði of mikið, varð æstur og allt í einu rak hann upp vein og valt út af. Ég hljóp til hans og sá að hann var dauður, karlgarmurinn - útbrunninn. Við riðum út úr skóginum, út á plægð- an akur, veglausan. Súroftsef reis upp í hnakknum, leit til beggja handa, blístr- aði, þefaði uppi réttu áttina, andaði henni að sér, beygði sig áfram og hleypti hestin- um. Við komum tímanlega. Verið var að vekja mennina. Sólin skein og lofaði heit- um degi. Þennan morgun fór deildin okk- ar yfir fyrrverandi ríkislandamæri pólska konungdæmisins. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi 111

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.