Réttur - 01.08.1988, Qupperneq 21
nokkur hætta af Rússum á þessum árum
var ekkert annað en áróðursbragð til að
fá skattborgarana til að samþykkja með
fögnuði auknar fjárveitingar til vígbúnað-
ar svo að risafyrirtækin gætu haldið áfram
að raka til sín ofsagróða.
Bandaríkin höfðu algera hernaðaryfir-
burði í stríðslok, þó ekki væri af öðru en
því að þá réðu þau ein yfir atómsprengj-
unni. Næstu skref Bandaríkjanna voru að
ná tengslum við ráðandi öfl í sem flestum
löndum ineð því að fá þeim svolitla fjár-
hagslega hlutdeild í hinu mikla alheims
vígbúnaðarfyrirtæki. Stærsta skrefið í þá
átt í Evrópu var svonefnd Marshall-að-
stoð 1947-1949; en hún fólst í stuttu máli
í því að bandarísk fyrirtæki gerðust hlut-
hafar í evrópskum fyrirtækjum og réttu
þau við eftir eyðileggingu stríðsins, en
hlutu að sjálfsögðu sinn skerf, þegar hin
endurreislu fyrirtæki fóru að skila arði.
í kjölfar þessa var svo tekið að undir-
búa stofnun hernaðarbandalaga í Evrópu,
Miö-Asíu og Suðaustur-Asíu, þar sem
Bandaríkin voru allstaðar í forustu, þótt
þau væru ekki landfræðilegur hluti að neinu
þessara svæða. Hlutverk þessara hernað-
arbandalaga, sem auðvitað voru skýrð
varnarbandalög, var í fyrsta lagi að greiða
fyrir uppsetningu bandarískra herstöðva í
löndum þeirra, en síðan myndi banda-
ríski herinn tryggja ríkisstjórn viðkom-
andi lands fyrir ytri og innri árás eins og
það var kallað um leið og hann tryggði
hagsmuni eigin auðhringa.
Jarðvegurinn undirbúinn
Marshallhjálpin kom til Islands á miðju
ári 1948 sem nokkurs konar gjafafé. Þeg-
ar nú á eitt lagðist hatramur áróður kalda
stríðsins, yfirþyrmandi bandarískt efni í
kvikmyndahúsum og öðrum skemmtun-
ariðnaði, minnkandi atvinna og skömmt-
un á ýmsum nauðsynjum, þá fór mörgum
að finnast erfitt að lifa á þjóðerniskennd-
inni. Það voru því æ fleiri en verktakar og
kaupsýslumenn, sem litu vonaraugum til
Bandaríkjanna. Það skipti einnig miklu
máli í þessu sambandi að menn með
þessu hugarfari náðu yfirráðum í Alþýðu-
sambandi íslands haustið 1948 og héldu
þeim næstu sex ár, svo ekki var þaðan neins
andófs að vænta. Þannig var jarðvegurinn
smám saman búinn undir inngöngu í
Nató, sem svo seinna leiddi af sér nýja
hersetu eftir aðeins tvö ár. En þá loks
gátu íslenskir verktakar og önnur fyrir-
tæki fyrir alvöru farið að maka krókinn í
soðpottum hersins. En langstærst þeirra
fyrirtækja varð íslenskir aðalverktakar.
Líklega hafa fæstir verið meðvitaðir um
þetta samhengi hlutanna fyrir 40 árum.
Skáld sjá það þó stundum eins og í
skuggsjá. Þorsteinn Valdimarsson kvað á
þessum tíma kvæðið:
Vér föllum fram
Sjá herra þessa heims má enginn nefna
við herradóm —þvíslík er mildin hans,
að heit sín ei hann hefur við að efna,
þá hinstu von og athvarf smælingjans.
Hverlítil þjóð, semforsjá hans vill hlíta,
ei hefur við að prísa drottinn þann
og öllum sínum barnagullum grýta
og gerast stór í sama anda og hann.
Hans sprengjur ráða ríkjum eilífs friðar;
lians rausn á ei sinn líka í glœsibrag.
Hann sáir dollurum í akur yðar
og uppsker: yðar líf, einn sólskinsdag.
Það var annars fremur hljótt um undir-
búning að stofnun Atlantshafsbandalags-
ins í flestum íslenskum blöðum fram und-
ir árslok 1948 og hefði dagblaðið Þjóðvilj-
inn ekki verið til, mætti naumast sjá að ís-
117