Réttur


Réttur - 01.08.1988, Síða 23

Réttur - 01.08.1988, Síða 23
Austurvöll milli kl. 12 og 1 til þess með því að sýna að þeir vilji að Alþingi hafi starfsfrið.“ Fundurinn við Miðbæjarskólann var örstuttur, en þar var einróma samþykkt ályktun, þar sem skorað var á Alþingi að taka ekki lokaákvörðun um málið án þess að leitaö væri álits þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Fundarmenn héldu síð- an á Austurvöll. Fylgcl eftir Guðtnwui Böðvarsson Korndu, litli Ijúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni utn sinn, — heiður er himinninn. Blærinn faðmar bœinn, býður út í daginn. Komdu kalli minn. Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú. — Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, — þetta land átt þú. Hér bjó afi og amtna eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, — stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svika sættir, svo setn löngum ber við í heimi hér, þá er ei þörf að velja: Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Göngum langar leiðir, landið faðminn breiðir. Allar götur greiðir gatnla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu, mötnmu Ijúfur, mundu, pabba stúfur, að þetta er landið þitt. Viðtal Ragnars Stefánssonar við þrjá „sakamenn“ Ragnar: Þetta er þátturinn Af vettvangi baráttunnar, atburðirnir 30. mars 1949. Við heyrðum áðan inngangspistil Árna Björnssonar um aðdraganda þessara at- burða. Hér eru staddir hjá mér Jón Múli Árnason, Stefán Ögmundsson, Ólafur Jensson og Dýrleif Bjarnadóttir. Við ætl- um að ræða við þessa fyrstnefndu þre- menninga, sem allir voru þátttakendur í atburðum þessa dags og hlutu fyrir þátt- töku sína harða dóma. Við ætlum að rabba við þá nokkra stund. Það mátti skilja á pistli Árna hér áðan, að íslandi hefði verið troðið inn í Nató með leiftursókn og fólk hefði ekki átt von á því að þetta myndi ske svona hratt. Kom þetta ykkur á óvart? Jón Múli: Það mátti nú skilja hitt líka, að frá því að Keflavíkursamningurinn var gerður, þá er látlaus áróður fyrir þessu, kannski ekki mjög hávær, en á bak við tjöldin er landsölumannskapurinn allur með sinn áróður í gangi. Það er komið á þriðja ár loksins þegar íslandi er troðið 119

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.