Réttur


Réttur - 01.08.1988, Page 24

Réttur - 01.08.1988, Page 24
inn í Nató. Pað er búið að undirbúa þetta rækilega. Kapítalistarnir, þeir kunna nú sitt fag, að undirbúa svona hluti. Þetta var að vísu leiftursókn, en þessi leiftur- sókn tók á þriðja ár, alveg frá stjórnarslit- um 1946, þangað til gengið er í Nató 1949. Ragnar: Og voru það þessir efnahags- legu þættir og peningahagsmunir sem réðu þessu fyrst og fremst að ykkar mati? Jón Múli: Það kom nú eiginlega fram í þætti Arna Björnssonar ágætum, áðan, að þetta hefði komið flestum að óvörum. Það kom ekkert að óvörum því fólki sem hafði einhverja hugmynd um alþjóða- kapítalismann. Hann var ekki eitthvað nýtt, sem fundið var upp eftir seinni heimsstyrjöld. Alþjóðakapítalistarnir voru sameinaðir löngu fyrr um víða veröld. Það þurfti ekkert að hvetja þá til að Kagnar Slcfúnsson standa saman. Þeir stóðu alltaf saman eins og þeir gera enn þann dag í dag. Kóka Kóla gaf tóninn Ólafur: Það er í takt við það sem Árni sagði, að við höfðum á stríðsárunum orð- ið að stunda viðskipti og verslunarsam- bönd við Bandaríkin. Þau styrktust ákaf- lega mikið. Og þar voru margir stórkaup- menn. Viö minnumst lengi dæmisins um Kókakóla-Björn. Kókakóla var eitt af þessum vörum, sem gaf svona tóninn um þaö hvað sambandið við Bandaríkja- menn væri orðið sterkt á verslunarsvið- inu, enda var Vísir, sem einkum var málgagn kaupmannastéttarinnar ákaflega sterkt í áróðrinum fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin og vildi allt fyrir þau gera til þess að viðhalda þessum viðskiptum. Það er nokkurnveginn á hreinu að við vorum alltaf með á því að það voru við- skiptahagsmunir, sem skiptu miklu máli til þess að viðhalda þessu sambandi við Bandaríkin. Ragnar: Það kemur fram hjá Árna líka, að það eru skáld og menntamenn, sem hafa sig mjög í frammi í baráttunni gegn hernum. En Sósíalistaflokkurinn, hafði hann sig ekki mikið í frammi á ár- unum þarna á undan? Stefán: Sósíalistaflokkurinn og verka- lýðshreyfingin stóðu að ákaflega sterku andófi gegn þeim aðgerðum að koma ís- landi í Nató. Og það er óhætt að bæta því við að þá voru skáld og menntamenn mjög samstiga verkalýðshreyfingunni. En hún átti sinn stóra þátt í þessari baráttu og hún geymdi enn með sér kunnáttuna að verjast þessum áróðri auðvaldsins, sem var mikill eins og Jón Múli tók fram. Hún geymdi með sér þann móð, sem lnin náði upp gegn Keflavíkusamningnum. Annars er það augljóst mál, að það er 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.