Réttur - 01.08.1988, Síða 26
að lesa vísu eftir Jón Rafnsson. Jón
Rafnsson var náttúrlega framarlega í
verkalýðshreyfingunni og baráttusveit
hennar alla tíð. Sigursveinn D. Kristins-
son samdi ágætt lag við þetta Ijóð, sem
verkalýðskórinn söng á sínum tíma og fór
víða um landið í hljómleikaferðir til að
syngja m.a. þessar vísur Jóns. En það var
fólk úr öðrum hópum, sem var að yrkja á
svipaðan hátt. Ég var uppalinn svona ná-
lægt því, sem var innsti hringur íhaldsins
á þeim tíma. Árni frá Múla var svo sann-
arlega íhaldsmaður, en hann þekkti sitt
fólk. Löngu áður þá var hann að yrkja um
svona mannskap. Hann lýkur kvæði um
stjórnendur á Undralandi, sem hann kall-
aði svo löngu áður en kemur að Keflavík-
ursammningi eða inngöngu í Nató. Hann
lýkur kvæði sínu svona:
Peir tala þetta og taka völdin,
tafarlaust í hendur sér
Ólafur Jensson
bralla síðan bak við tjöldin
býsna margt, er húma fer.
Og syngja tíðum seint á kvöldin,
þá sonarástin dofnuð er:
Við skulum nota völdin römmu,
við skulum bara selja mömmu.
Hann var ekki úr verkalýðshreyfingunni,
þessi boðskapur. Þetta var bara úr innsta
hring íhaldsins komið.
Ragnar: Það stendur í dreifibréfinu um
fundinn við Miðbæjarskólann, að þarna
hefðu kommúnistar boðað til fundar án
þess að leita leyfis. Hverjir voru þessir
kommúnistar?
Stefán: Það hafa sennilega verið
Dagsbrún og Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna. En ég veit aö þarna var um ósann-
indi að ræða. Það var leitað leyfis hjá lög-
reglustjóra fyrir þessum fundi, og hann
gerði hvorki að játa né neita og því var
fundurinn haldinn. Og þetta var nú ckk-
ert stór fundur, því það var stuttur tími til
boðunar. En hann var ákaflega hljóðlátur
og prúður verð ég að segja. Það voru eng-
ir æsingamenn þar á ferðinni. Guðmund-
ur Vigfússon starfsmaður fulltrúaráðsins
setti fundinn og ég hélt þar stutta ræðu og
hún var í samræmi við þá ályktun, sem
samþykkt var og flutt var Alþingi. Við
vorum kjörnir til þess tveir, sá þriðji var
niðri á Alþingi, það var Sigurður Guðna-
son. Við Björn Bjarnason fórum niður í
þing og svo kom fólkið á eftir, sem verið
hafði á fundinum. Ég man að á móti okk-
ur kom Lárus Salómonsson og vildi
greiða okkur leiðina í Alþingi. Hann
bauð okkur aö fara bakdyramegin, en ég
sagði við Lárus: Þetta er opinbert erindi
og við förum fordyris og þá lét hann sig
nú hafa það að reyna að ýta fólki frá svo
við kæmumst að aðaldyrunum. Þá báðum
við um að fá að tala við forustumenn
122