Réttur - 01.08.1988, Side 29
Thors. Hann brýndi menn að standa á
verði gegn yfirvofandi árás kommúnista á
Alþingishúsið. Mig minnir að hinn hafi
heitið Ólafur líka. Hann fékk það hlut-
verk að undirbúa félagana undir að verja
Alþingishúsið fyrir árás.
Ragnar: Og þitt hlutverk var þá að
standa fyrir utan Alþingishúsið og hafa á
öllu gát?
Jón B.: Mönnum var skipt í ákveðna
flokka og allir voru boðaðir með símhring-
ingum. Það var símakeðja. Ég held ég
hafi verið í hópi, sem hét C eitthvað. Þeg-
ar hringingin kom til mín átti þingfundur
að hefjast eftir klukkustund eða minna.
Ég hygg að þessu liði hafi verið saman
safnað á Austurvöll á tveim til þrem
tímum. Auðvitað get ég ekki fullyrt
þetta, því ég var greinilega í þeim hópi,
sem síðast var boðaður, enda neðst í virð-
ingarstiga.
Ragnar: Hvað voruð þið margir, sem
stóðuð þarna fyrir utan?
Jón B.: Það veit ég ekki, en held þeir
hafi aldrei verið færri en fjögur til fimm
hundruð.
Ragnar: En úrvalssveitin er semsagt
inni í Alþingishúsinu sjálfu, vopnuð
kylfum?
.Jón B.: Já, og mikil leynd hvíldi yfir.
A.m.k. var svo, þegar þessi hópur ruddist
fram að fleiri en ég stóðu agndofa. Við
vissum ekkert um þetta lið.
Ragnar: En þarna á fundinum á undan,
þá hai'ið þið verið sannfærðir um það af
þessum mönnum, að þessir svokölluðu
kommúnistar ætluðu að ráðast á þinghús-
ið?
Jón B.: Já, já. Það er nú þannig að bak-
grunnur þessara atburða er gleymdur
öðrum en gömlum mönnum. Eftir lýð-
veldistökuna var sjálfstæðishugur mikill.
Svo kom þessi kaldastríðsnæðingur og
eftir járntjaldsræðuna hjá Churchill
gamla var kommúnistagrýlan mögnuð
upp. Ég sem margir ungir menn hélt að
þeir sem skipuðu sér undir fálkamerki
Sjálfstæðisflokksins væru arftakar þess,
sefn upphaflega lét bera það, Jóns Lofts-
sonar, og stóð á móti erlendri ásælni.
Upphaf átakanna
Ragnar: En þessi úrvalssveit, sem er
þarna inni í þinghúsinu, hún ryðst allt í
einu út úr húsinu. Geturðu kannski lýst
því eitthvað?
Jón B.: Já. Ákaflega fjölmenn fylking
kom inn á Austurvöll úr göngu mikilli,
sem hafði verið skipulögð og auglýst.
Formenn borgaralegu flokkanna höfðu
og hvatt fólk til þess að koma- á Austur-
völl til þess að verja þinghúsið fyrir þess-
ari árásarsveit sem svo var auglýst. En
þegar fólkið kom og skipaði sér á völlinn
Jón Bödvarsson
125