Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 41
ar, sem verið hefur í gangi mestan tímann síðan. Jón Múli: Ekki var hún upphafið, það var alltaf baráttuhreyfing í gangi, en áróðurinn var svo stífur fyrir réttlætingu þessarar landsölu, þessara landráða, að það var allt undirlagt einhvernveginn við hliðina á þessu. Það voru íþróttafélögin, þau voru farin að keppa við hermenn og það voru gerðir samningar, t.d. Félags ís- lenskra hljóðfæraleikara við heryfirvöld, að hljóðfæraleikarar fengju að spila á vellinum. Synfóníuhljómsveitin fór suður á völl að spila fyrir herinn. Áskriftarkort synfóníuhljómsveitarinnar núna eru seld á vellinum. Það var reynt að gera allt að einni sameiginlegri bendu, þennan her, sem heitir að vísu varnarlið hjá þeim. Það var allt í þessum dúr, og um skeið var far- ið að skipuleggja skemmtiferðir félaga suður á völl til þess að sjá herstöðina og drekka kaffi á veitingastöðum hersins. Fyrir nú utan það, að kanaútvarpinu var dembt yfir, svo og sjónvarpinu og allt í nafni frelsis. íslendingar eru frjálsir menn, þeir vilja hafa sinn her, sinn amer- íska her og sitt ameríska útvarp og sitt ameríska sjónvarp. Það var ekki svo lítill bardagi og þrek sem fór í það að stoppa kanasjónvarpið. Það var ekki hægt fyrr en ríkisútvarpið kom með sitt sjónvarp. Og allt þjóðlífið undirlagt af amerískum áhrifum, sem og allt í okkar menningar- lífi, bíóin yfirfull af amerískum áróðurs- myndum, allt reyfararuslið, sem yfir okkur dundi, allur áróðurinnn í borgarapress- unni sem og ríkisútvarpinu, fyrir ágæti kanans á allt, og kynt undir öllu með kommúnistahatri og rússaníði sem aldrei verður neitt lát á. Þfö þurfið ekki annað en að fletta blöðunum í dag til að sjá það. Ragnar: Við þurfum nú að fara að stytta þennan þátt. En eru nokkur skila- boð íil þeirra, sem berjast gegn her og Nató, sem þið viljið koma frá ykkur í ör- stuttu máli? Stefán: Ég vildi bara segja það og biðja fólk að muna það, að íslenska hernámið er orðið ein samofin keðja hernáms og gróða, þar senr auðstéttin skiptir mútu- gjöfunum á milli sín, a.m.k. allir þeir, sem styðja núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur ekki lítið að segja og það er að verða sífellt meiri ógn fyrir íslendinga og ísland, hvernig hernámsgróðanum er dælt inn í landið, og stöðugt tekin fyrir fleiri og fleiri verkefni til þess að byggja upp herstöðvarnar, sem menn sækjast svo eftir að vinna að, til þess að afla sér fjár. Jón Múli: Ég vildi stinga upp á því, að við lykjum þessunr þætti okkar í dag á þessum orðum Stefáns. Ég þakka þér kærlega fyrir. Úr Sóleyjarkvœði Hermdu mér Pjóðunn Pjóðansdóttir, vísust af Völum. Ætlarðu að lifa alla tíð ambátt í feigðarsölum á blóðkrónum einum og betlidölum. Er ekki betra að ganga í ósýnilegan rann, bera fagnandi þann, sem brúðurin heitast ann út í vorið á veginum og vekja hann. Ragnar: Núna síðast heyrðum við úr Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum við lag Péturs Pálssonar. Ég þakka þátttakendum þessa þáttar, ekki síst Stefáni Ögmundssyni, Jóni Múla Árnasyni og Ólafi Jenssyni. Þættinum Af vettvangi baráttunnar er lokið í dag. 137

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.