Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 42

Réttur - 01.08.1988, Side 42
Morðhundarnir í Chile minnast 15 ára blóðstjórnar sinnar Pinochet og morðhundar hans minnast þess nú að hafa pínt og misþyrmt al- þýðunni í Chile og myrt marga af foringjum hennar. Það eru liðin 15 ár síðan þessir fasistar brutust til valda í Chile, steyptu lýðræðisstjórn Allendes og myrtu hann sjálfan og fjöldann af fylgismönnum hans. Pablo Neruda, Nóbelsverðlaunaþjóðskáldið, dó er þessar skelfingar gengu yfir, eftir að fasistarnir höfðu ráðist á hús hans og brennt bækur hans. Líkkista skálds- ins stóð á gólfínu — og eftir að hann var jarðaður, — þótt fylkingar fasista væru beggja megin götunnar, — safnaðist mannfjöldinn saman við gröfína, bauð land- ráðalýðnum byrginn og söng „Internationalinn“ til að kveðja skáldhetju sína. Fyrir utan höfnina í Santiago biðu bandarísk herskip, reiðubúin að grípa inn í og fullkomna blóðbaðið, ef fasistaher Pinochets tækist ekki að fremja morðin. — En það tókst of vel og vikum saman voru þúsund róttækra Chilebúa geymdar á íþróttavelli borgarinnar og drepnir smásaman. Bandaríkjastjórn reynir nú að þvo sig sem mest af þessum glæpum. Það þýðir lítið fyrir hana, því einmitt á þessum árum stóðu erindrekar hennar að morð- um á alþýðuforingjum víða um heim. Þannig var einmitt Amilar Cabral, besti leiðtogi afríkanska sjálfstæðisfiokksins í Guineu og Grænhöfðaeyjum, myrtur í janúar 1973 af leigumorðingjaher frá Portugal, — og undarlegt er ef Kanarnir hafa ekki samþykkt það morð. Þeir stóðu þá enn í blóðugri árás sinni á frelsissveitir Vietnam. Undirbúningur bandarísku valdaklík- unnar að gagnbyltingunni í Chile hefur Pablo Ncruda. 138

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.