Fréttablaðið - 11.03.2009, Qupperneq 8
11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
ÖPUNARÞ
NÝSKÖ
ÞING
Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands og Útfl utningsráðs verður haldið
fi mmtudaginn 12. mars nk. kl. 8.00–10.00 á
Grand Hótel Reykjavík. Á Nýsköpunarþinginu
verður kastljósinu beint að opinni nýsköpun.
Á þinginu verða veitt
Nýsköpunarverðlaun
fyrir árið 2009.
Fundarstjóri
Þorsteinn Ingi Sigfússon,
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
DAGSKRÁ
Léttur morgunverður
Ávarp
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
Nýsköpun með framtíðarsýn - leiðin út úr kreppu
Guðjón Már Guðjónsson, Industria
Opin nýsköpun í starfandi fyrirtæki
– þörf á breyttu hugarfari
Anna María Pétursdóttir, Vífi lfell
Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja
Eggert Claessen, Frumtak
Persónulegur stíll í alþjóðaumhverfi
Steinunn Sigurðardóttir, hönnuður
Tónlistaratriði
Steindór Andersen, kvæðamaður
Nýsköpunarverðlaunin fyrir árið 2009 afhent
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
Vinsamlega tilkynnið þátttöku:
Rannís, s. 515 5800, rannis@rannis.is
Nýsköpunarmiðstöð, s. 522 9000, nmi@nmi.is
Útfl utningsráð, s. 511 4000
utfl utningsrad@utfl utningsrad.is
OPIN
NÝSKÖPUN
DÓMSMÁL Lögmaður manns sem
fékk dæmdar 250 þúsund króna
bætur vegna ólöglegs eftirfarar-
búnaðar lögreglu segir það standa
upp á yfirvöld að bæta öllum
þeim skaðann sem hinu ólögmæta
úrræði var beitt gegn.
Úrræðið, staðsetningarbúnaður
sem notaður er til að fylgjast með
ferðum fólks, rataði í reglur frá
ríkis-saksókn-
ara um sérstak-
ar rannsóknar-
aðferðir lögreglu
árið 1999. Það
átti sér hins
vegar ekki stoð
í lögum fyrr
en nú um síð-
ustu áramót og
var fram að því
ólöglegt, sam-
kvæmt úrskurði
héraðsdóms, og
raunar áður
dóms Hæsta-
réttar einnig.
Lögmaðurinn
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
segir að ætla
verði að búnað-
urinn hafi verið
notaður sem
almennt rann-
sóknarúrræði hjá lögreglu frá 1999
hið minnsta. „Við erum því að tala
um að búnaðurinn hefur verið not-
aður með ólöglegum hætti, og brot-
ið þannig á rétti íslenskra ríkis-
borgara, í tæp tíu ár,“ segir hann.
„Ég tel að það hvíli ótvíræð
skylda á ríkisvaldinu að láta fara
fram nákvæma könnun á því í
hversu mörg skipti þessi ólögmæti
eftirfararbúnaður hefur verið not-
aður og að hverjum aðgerðirnar
hafa beinst,“ segir Vilhjálmur.
„Síðan þarf að upplýsa viðkom-
andi um það að svona búnaður
hafi verið notaður til að fylgjast
með þeim og benda þeim á rétt
þeirra til að sækja skaðabætur
eða bjóða fram skaðabætur að
fyrra bragði,“ segir hann. Nauð-
synlegt sé að yfirvöld hafi frum-
kvæði að því vegna þess að þeir
sem hafa sætt eftirfylgninni viti
ekki endilega af því sjálfir.
Eiríkur Tómasson lagapróf-
essor er ekki á sama máli og Vil-
hjálmur. „Ég get ekki séð að það
sé nokkur lagaskylda sem hvílir
á ríkinu að gera þetta en auðvitað
getur ríkið gert þetta ef það þykir
rétt,“ segir hann.
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra segist munu bíða með
viðbrögð við málinu þar til ljóst
verður hvort ríkislögmaður áfrýj-
ar dómnum til Hæstaréttar.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
tekur í sama streng og Ragna,
en bendir þó á að reglur ríkis-
saksóknara um eftirfararbún-
aðinn séu byggðar á niðurstöð-
um skýrslu frá árinu 1999 sem
unnin var af fulltrúum lögreglu-
og ákæruvalds, auk Bjargar Thor-
arensen, nú prófessors í stjórn-
sýslurétti, og Atla Gíslasonar, nú
þingmanns Vinstri grænna. Mat
skýrsluhöfunda hafi verið að ekki
þyrfti dómsúrskurð fyrir notkun
eftirfararbúnaðar af þessu tagi,
þótt héraðsdómur hafi nú komist
að annarri niðurstöðu.
stigur@frettabladid.is
Allir sem fylgst var
með fái miskabætur
Lögmaður telur að ríkinu beri skylda til að hafa samband við og greiða öllum
þeim bætur sem lögreglan fylgdist með á ólögmætan hátt síðustu tíu ár. Hér-
aðsdómur er ósammála mati á búnaðinum sem fram kemur í skýrslu frá 1999.
EIRÍKUR
TÓMASSON
VILHJÁLMUR
VILHJÁLMSSON
LÖGREGLAN AÐ STÖRFUM Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur að ríkisvald-
inu sé skylt að kanna hversu oft eftirfararbúnaðurinn hefur verið notaður.
Lögregla grunaði manninn um að
tengjast smygli á fíkniefnum til
landsins í póstsendingu. Hann hefur
áður hlotið þunga dóma, meðal
annars fyrir fíkniefnasmygl. Ákveðið
var að festa eftirfararbúnað á bíl
hans og fylgjast með ferðum hans.
Hann fann búnaðinn og kærði.
Héraðsdómur kemst að þeirri
niðurstöðu að eftirlitið sé þess eðlis
að dómsúrskurð þurfi fyrir því. Það
hafi hins vegar verið ómögulegt fram
til síðustu áramóta, þar sem dómari
getur ekki veitt lögreglu heimild til
aðgerða sem ekki er sérstaklega
kveðið á um í lögum. Allt eftirlit af
þessu tagi hafi þannig verið ólöglegt
fram til síðustu áramóta.
AÐDRAGANDI MÁLSINS