Fréttablaðið - 11.03.2009, Side 10

Fréttablaðið - 11.03.2009, Side 10
10 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR LANDBÚNAÐARMÁL Skuldir mjólkur- bænda á Íslandi nema rúmlega 30 milljörðum króna og líkur eru leiddar að því að þrjú af hverj- um tíu kúabúum eigi undir högg að sækja vegna skuldsetningar. Mjólkurbú hér á landi eru rúm- lega 700 talsins. Samtök bænda kalla eftir því að fjármögnun kúa- búa verði tryggð til lengri tíma, sérstaklega með það í huga að bú og heimili bænda eru yfirleitt óaðskiljanleg eining. Skuldastaða mjólkurbænda hefur farið hraðversnandi á undan förnum árum. Skuldir þeirra voru um 20 milljarðar í ársbyrjun 2006 en eru rúmlega 30 milljarðar í dag. Bændur hafa verið hvattir til uppbyggingar og hafa fjárfest í atvinnutækjum og mjólkurkvóta. Hluti þessarar uppbyggingar hefur verið fjár- magnaður með erlendum lánum. Athygli vekur að fjölmörg mjólk- urbú skulda lítið eða ekkert sem bendir til að erfitt eða ómögulegt sé fyrir fjölda mjólkurbænda að bjarga sínum fyrirtækjum, nema til komi aðgerðir stjórnvalda eins og afskriftir skulda. Ljóst er að skuldir einstakra mjólkurbúa eru 50 til 150 milljónir. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, segir stöðu mjólkurbænda hafa farið hratt versnandi á undanförn- um árum. Skuldir mjólkurbænda hafi verið um 20 milljarðar árið 2006 en hafi farið hratt vaxandi. Aðspurður hvort bændur hafi farið offari í lántökum segir Haraldur að svo geti verið í einhverjum til- fellum. „Höfum þó hugfast að allar forsendur fyrir uppbyggingunni hafa kollvarpast. Það er heldur ekkert leyndarmál að það var rek- inn stífur áróður fyrir því að lítil áhætta væri fyrir bændur að taka erlend lán. Á gróðæristímanum voru bændur hvattir til lántöku af því að veð þeirra væru svo sterk, en það gleymdist að horfa á veltu- tölur búanna.“ Haraldur segir að til þess að setja í samhengi hversu rekstrar- umhverfi bænda hefur versnað mikið þá voru útgjöld meðalstórs kúabús til áburðarkaupa árið 2007 um 960 þúsund krónur. Í vor stefnir í að reikningurinn verði 2,5 milljónir. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Suðurlands, segir að á Suðurlandi séu um 260 kúabú. Af þeim telji sambandið að rúmlega fimmtíu eigi í verulegum vanda og sami fjöldi nái rétt að halda sjó. „Þetta eru þeir sem hafa verið að endurbæta aðstöðu sína og kaupa mjólkurkvóta. Þetta eru frekar ungir bændur en eldri, eins og eðlilegt er, þó erfið skuldastaða einskorðist ekki við aldur. Þetta er í mörgum tilfellum ungt barna- fólk, sem eykur á alvarleika máls- ins.“ Sveinn segir að á Suðurlandi sé meirihluti búanna vel sett sem undirstriki hvað staða skuld- settustu búanna sé gríðarlega erfið. svavar@frettabladid.is Skuldir mjólkurbúa gríðarlega þungar Íslensk mjólkurbú skulda um 30 milljarða króna. 700 mjólkurbú eru á Íslandi. Þrjú af hverjum tíu eru talin eiga í verulegum vanda. Ungir bændur eru helst í vanda og er það litið alvarlegum augum þar sem bú og heimili bænda eru eitt. ÚR KJÓSINNI Mikil uppbygging hefur verið á mjólkurbúum á Íslandi og mjólkurkvóti keyptur til að ná fram stærri og hagkvæmari búum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekkert. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI RYK Í RÍAD Heiftarlegur ryk- og sand- stormur reið yfir Sádi-Arabíu í gær og þurfti að loka jafnt flugvöllum sem höfnum. Þessi kona fór engu að síður ferða sinna í höfuðborginni Ríad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Dalaí Lama, sem er í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, segir að kínversk stjórnvöld hafi gert lífið í Tíbet að „helvíti á jörðu“. Tíbetar og stuðningsmenn þeirra víða um heim minntust þess í gær að hálf öld er liðin frá því að Dalaí Lama flúði ásamt hópi fólks undan ofríki Kínverja til Indlands, þar sem hann hefur haft aðsetur síðan. Í ávarpi sínu í gær sagði Dalaí Lama að Kínastjórn komi fram við tíbetsku þjóðina eins og „glæpamenn sem eigi líflát skilið“. - gb Tíbetar minnast uppreisnar: Dalaí Lama ásakar Kínverja MÓTMÆLI Í BERLÍN Þessi snáði tók þátt í mótmælum fyrir utan kínverska sendi- ráðið í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Togararallið hafið Árleg stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða togararall eins og verkefnið er kallað í daglegu tali hófst í síðustu viku. Fimm skip taka þátt í verkefninu. Vorrallið hefur farið fram árlega síðan 1985. Stofnstærð, aldurssamsetning, fæða, ástand og útbreiðsla helstu fisktegunda er þá rannsakað. SJÁVARÚTVEGUR STJÓRNMÁL „Lauslega áætlað sýn- ist mér að með þessum hætti geti þjóðarbúið fengið fjóra til átta milljarða króna og það eru mikl- ir fjármunir þegar litlu er til að dreifa,“ segir Kjart- an Ólafsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks, sem skorað hefur á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra að láta selja um fjögur þúsund listaverk úr eigu föllnu bankanna. Kjartan telur það eðli- lega forgangsröðun að halda eðli- legri starfsemi í gangi í bönkun- um „frekar en bankarnir safni málverkum á veggi og í geymslur,“ segir í áskorun Kjartans. - gar Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Listaverk banka gefi 8 milljarða KJARTAN ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.