Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 15

Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 15
6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðar- ins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferl- ið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. Straumur seldi Senu í síðustu viku og Íslandsbanki (áður Glitn- ir) Árvakur fyrir hálfum mán- uði. Bankinn seldi hópi fjárfesta 51 prósents hlut í Skeljungi í lok ágúst í fyrra en situr enn á 49 pró- sentum í olíufélaginu. Ekki liggur fyrir hvort bankinn hyggist losa sig við hlutinn í bráð. - jab Ekkert til sölu í bili VERSLUN SKÍFUNNAR Sena var síðasta fyrirtækið sem Straumur seldi áður en ríkið tók bankann yfir. Aðrir bankar segja fyrir- tækjasölu í biðstöðu. MARKAÐURINN/PJETUR Miðvikudagur 11. mars 2009 – 10. tölublað – 5. árgangur Göngum hreint til verks! Traustir Færeyingar Bjóða Íslendingum tryggingar Finnur Oddsson Kreppan og leiðir fram á við 2 Verðhjöðnun í Kína | Vöruverð í Kína lækkaði í febrúar í fyrsta sinn í sex ár. Neysluverðsvísitalan lækkaði um 1,6 prósent í mánuðin- um. Þessi þróun undirstrikar hve erfitt efnahagsástandið er í þessu þriðja stærsta hagkerfi heims. Olíuverð hækkar | Olíuverð var komið upp í næstum 48 dollara á fatið í gær. Talið er að OPEC-ríkin ætli að tilkynna innan fárra daga að dregið verði úr framleiðslu á olíu, en þau hafa þegar minnkað framboðið töluvert. Jenið lækkar | Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru. Þetta eru góð tíð- indi bæði fyrir útflutningsfyrir- tæki í Japan og fyrir Íslendinga sem skulda í jenum. Atvinnuleysi eykst | Atvinnu- leysi í Bandaríkjunum mældist 8,1 prósent í febrúar og hefur ekki verið meira í aldarfjórðung, eða síðan 1983. Samkvæmt sam- antekt Bloomberg-fréttastofunnar spá sérfræðingar því að atvinnu- leysið þar í landi fari upp í 9,4 pró- sent á þessu ári. Bjartsýni í Sviss | Seðlabanka- stjórar nokkurra landa hittust í Sviss og sögðust heldur bjartsýnni á horfurnar en þeir hafa leyft sér undanfarið. Þeir telja botni kreppunnar brátt náð og eftir það liggi leiðin hægt upp á við. 4 Edda Rós Karlsdóttir Sér ekki fyrir endann á fjármálakreppunni Reykjavík er dottin úr hópi dýrustu borga heims að búa í. Í fyrra mældist hún sú fimmta dýrasta í heimi, árið þar áður sú sjötta dýrasta, en er nú í ár komin í 67. sæti samkvæmt mælingu tímaritsins Economist. Reykjavík er þar með næstódýrasta borg Vestur- Evrópu, næst á eftir Manchester í Bretlandi, sem lenti í sjötugasta sæti á heimsvísu. Athygli vekur að könnunin var gerð í september í fyrra, mánuði fyrir bankahrunið mikla. Reykjavík væri því væntanlega komin miklu neðar á listann væri sambærileg könnun gerð nú. Dýrasta borg heims, samkvæmt könnuninni, er líkt og fyrri ár Ósló, höfuðborg Noregs. Sú næstdýr- asta er París en þar á eftir koma Kaupmannahöfn, Helsinki og Frankfurt. Í sætum 6 til 10 eru Tókíó, Zürich, Osaka Kobe, London og Vínarborg. Íbúar í Reykjavík finna að vísu varla muninn, en ferðalangar hingað njóta góðs af því að krónan hefur hrunið í í samanburði við aðra gjaldmiðla. Economist gerir árlega verðsamanburð á 140 borg- um víðs vegar um heim. Í hverri borg fara útsendar- ar tímaritsins á stúfana að kanna verð á 160 vöru- tegundum, allt frá brauði til glæsibifreiða. Síðan er vísitala reiknuð út fyrir hverja borg, byggt á vegnu meðaltali verðupplýsinganna. - gb Ódýrt að búa í Reykjavík Samkvæmt nýbirtri könnun tímaritsins Economist er Reykjavík fallin úr hópi dýrustu borga heims. Verður líklega neðar á lista í næstu könnun. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra hið minnsta, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, falli í skaut skila- nefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag í síðustu viku og skilar sér til bankans í dag. Allt er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á að skili sér eftir næstu mánaðamót, nemi rúmum 60 milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti- og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið í söluferli síðan á fyrri hluta síðasta árs, geti skilað hundrað milljónum evra í búið. Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján millj- ónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember í fyrra. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans hefði átt að vera ljóst hvert stefndi. Hefði Fjármála- eftirlitið ekki gripið í taumana hefðu breskir kollegar þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem fram undan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af eru tæpar 290 milljónir evra á gjalddaga á fyrri hluta þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfis- einkunn Straums úr B í D, en það merkir að bankinn er gjaldþrota en fyrirtækið telur að ekki sé hægt að reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar. Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir málið. Peningar á leiðinni Straumur hóf að losa um eignir þegar halla tók undan fæti í haust. Fyrsta uppskeran ætti að skila sér í dag. Báðar Úrvalsvísitölurnar í Kauphöllinni fengu skell eftir þjóðnýtingu Straums á mánudag og hafa aldrei verið lægri í lok dags og í gær. Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) endaði í 284 stigum en sú nýja (OMXI6) endaði í tæpum 585 stigum. Straumur verður tekinn úr nýju Úrvalsvísitölunni í dag. Félögum í vísitölunni mun þó ekki fækka við það því færeyski bankinn Föroya Bank fer inn í skiptum fyrir fjárfestingabankann. Nokkur stærðar- munur er á bönkunum. Á föstudag í síðustu viku var markaðsverð- mæti Straums 17,7 milljarðar króna. Markaðsverðmæti færeyska bankans var hins vegar einn milljarður króna í lok dags í gær. Ú R V A L S V Í S I T Ö L U R A L D R E I L Æ G R I Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í saman- tekt Greiningar Íslandsbanka. Þar er vísað í yfirlit Seðlabanka Íslands yfir lánamál ríkisins, en þar kemur fram að útlendingar keyptu aðeins um 0,7 milljarða króna í útboði ríkisvíxla um miðj- an febrúar, en alls voru 10 millj- arðar króna seldir í útboðinu. Þá héldu erlendir fjárfestar sig alfarið frá útboði tveggja lengstu ríkisskuldabréfaflokkanna, sem er í takti við takmarkaðan áhuga útlendinga á skuldabréfaflokkum með langan líftíma. - bj Útlendingar áhugalitlir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.