Fréttablaðið - 23.03.2009, Síða 6
6 23. mars 2009 MÁNUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Kúplingar
Ert þú sátt(ur) við þá ákvörðun
Seðlabankans að lækka stýri-
vexti í 17 prósent?
Já 31%
Nei 69%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú farið á skíði innan-
lands í vetur?
Segðu þína skoðun á visir.is
Erlendir kröfuhafar SPRON vör-
uðu stjórnvöld bréflega við því
að yfirtaka rekstur SPRON, og
eru afar ósáttir við að hafa verið
hundsaðir. Tilboð um niðurfell-
ingu um fimmtungs af skuldum
sparisjóðsins hafði verið lagt
fram, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að kröfuhaf-
arnir hafi getað sagt sér sjálfir
að svona myndi þetta enda. Mat
Fjármálaeftirlitsins hafi verið að
tilboðið hafi verið ófullnægjandi.
Veittur hafi verið frestur á frest
ofan til að ná samkomulagi, en
það hafi ekki tekist. - bj
Vöruðu stjórnvöld við yfirtöku:
Erlendir kröfu-
hafar ósáttir
AÐGERÐIR FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS
Fjármálafyrirtækið Saga Capital
mun greiða fimmtán milljarða
króna skuld við Seðlabankann,
sem er til komin vegna endur-
hverfra viðskipta, á næstu sjö
árum. Samningar um þetta
náðust í gær.
Flest smærri fjármálafyrir-
tæki landsins stunduðu endur-
hverf viðskipti við Seðlabankann.
Í þeim fólst að félögin keyptu
skuldabréf, til dæmis í viðskipta-
bönkunum, og veðsettu þau gegn
láni í Seðlabankanum með samn-
ingi um að kaupa skuldabréf-
in aftur síðar. Við fall bankanna
urðu skuldabréf þeirra verðlaus,
og smærri fjármálafyrirtækin
lentu í vandræðum. - bj
Samið við Saga Capital:
Greiða skuldina
á sjö árum
Ríkisvaldið tekur áhættu með
því að taka yfir rekstur Spari-
sjóðabankans, segir Guðjón
Guðmunds-
son, fram-
kvæmdastjóri
Sambands
íslenskra
sparisjóða.
Hann segir
samtökin ekki
sátt við þá leið
sem farin hafi
verið. Staðan
hafi vissulega
verið erfið, en
bankinn hafi verið kominn langt
með að finna leiðir út úr þeirri
stöðu.
„Við höfðum trú á því að það
myndi takast,“ segir Guðjón.
Hann segir áhættu ríkisins fel-
ast í því að Sparisjóðabank-
inn hafi séð um greiðslumiðlun
við erlenda aðila, en nú séu þau
samskipti öll á hendi eins aðila,
í gegnum Seðlabankann. - bj
Samband íslenskra sparisjóða:
Taka áhættu
með yfirtöku
GUÐJÓN
GUÐMUNDSSON
Fjármálaeftirlitið hefur skipað
fimm fulltrúa í skilanefnd Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis
(SPRON), í kjölfar yfirtöku eftir-
litsins á sparisjóðnum.
Formaður skilanefndarinnar
er Hlynur Jónsson héraðsdóms-
lögmaður. Aðrir nefndarmenn
eru Davíð Arnar Einarsson, Fel-
dís Lilja Óskarsdóttir, Guðrún
Torfhildur Gísladóttir og Jóhann
Pétursson. Skilanefndin mun fara
með málefni SPRON, og hafa
umsjón með meðferð eigna. - bj
Skilanefnd SPRON skipuð:
Hafa umsjón
með eignum
Sparisjóðabankinn mun sækja
um greiðslustöðvun í kjölfar yfir-
töku Fjármálaeftirlitsins (FME),
segir Agnar Hansson, forstjóri
Sparisjóðabankans.
Rúmlega 60 manns starfa hjá
bankanum og segist Agnar gera
ráð fyrir því að þeir mæti áfram
til vinnu til að sinna ákveðnum
verkefnum fyrir sparisjóðina og
Seðlabankann. Hvað það muni
vara lengi vildi hann ekki segja.
Agnar vildi ekki tjá sig um
afstöðu stjórnenda bankans um
yfirtöku FME, en sagði yfir-
lýsingar að vænta að loknum
stjórnarfundi í dag. - bj
Forstjóri Sparisjóðabankans:
Sinna einhverj-
um verkefnum
„Fólk var ofboðslega slegið, þessar fréttir komu
okkur algerlega á óvart,“ segir Ólafur Már Svavars-
son, formaður Starfsmannafélags SPRON.
Forstjóri fyrirtækisins ásamt stjórnarformanni
Fjármálaeftirlitsins og skilanefnd SPRON fundaði
með starfsmönnum á Grand hóteli í gær. Þar var
farið yfir stöðu fyrirtækisins og starfsmannanna,
sem eru um 200.
„Fundurinn var mörgum mjög erfiður,“ segir
Ólafur. „Það var grátið og mikið tilfinningaflóð,
enda er þetta mjög erfitt fyrir marga.“ Starfsmönn-
um var boðið upp á áfallahjálp á fundinum.
Fall SPRON er mikið áfall fyrir starfsfólkið, sem
býr nú við algera óvissu um framtíðina, segir Ólaf-
ur. Starfsfólkið muni væntanlega allt fá uppsagn-
arbréf, en einhverjir muni fá starf hjá Kaupþingi í
framhaldinu. Svo virðist sem það verði ekki margir.
Ólafur segir að það hafi verið algert reiðar-
slag fyrir starfsfólk að fá fréttir um að hafa misst
vinnuna í beinni útsendingu í fréttum sjónvarps-
stöðvanna á laugardag.
Starfsmenn voru í gær fullvissaðir um að þeir
fengju laun um næstu mánaðamót og að laun í upp- sagnarfresti, ótekið leyfi og annað verði greitt. - bj
Starfsmenn fréttu af atvinnumissi í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvanna:
Reiðarslag að missa vinnuna
TIL FUNDAR Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, boðaði
starfsmenn til fundar á Grand hóteli í gær til að skýra þá stöðu
sem upp er komin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Óumflýjanlegt var að Fjármála-
eftirlitið tæki yfir rekstur Spari-
sjóðs Reykjavíkur (SPRON) og
Sparisjóðabankans, segir Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra.
Tíminn til að finna aðrar lausnir
rann einfaldlega út.
Lengi hefur legið fyrir að félög-
in áttu í miklum vanda, það hefur
raunar legið fyrir frá því áður en
viðskiptabankarnir fóru í þrot í
október, segir Gylfi.
„Ég á von á því að við séum
nokkurn veginn farin að sjá fyrir
endann á þessari hrinu sem hófst
í október, en það er auðvitað ekki
útilokað að einhver fjármálafyrir-
tæki fari í þrot,“ segir Gylfi.
Til þess að SPRON og Spari-
sjóðabankinn hefðu átt einhverja
framtíð fyrir sér hefðu kröfu-
hafar þurft að slá mjög af sínum
kröfum. Þrátt fyrir að viðræður
hafi átt sér stað mánuðum saman
var lending ekki í sjónmáli, segir
Gylfi. Nú hafi lausafjárstaðan
verið orðin svo erfið, hjá SPRON
sérstaklega, að sjóðurinn hefði
í raun getað farið í þrot hvenær
sem er.
Fjármálaeftirlitið (FME) tók á
laugardag yfir starfsemi SPRON
og Sparisjóðabankans. Nýtti eftir-
litið þar heimildir sem það fékk
með neyðarlögunum frá 7. októb-
er síðastliðinn.
Eftir hrun bankakerfisins í
október hafa bæði SPRON og
Sparisjóðabankinn starfað á
undan þágu frá FME vegna ónógr-
ar eiginfjárstöðu. Þá hefur Seðla-
bankinn lánað þeim fé með skilyrði
um tryggingar og að samningar
næðust við lánadrottna.
Þrátt fyrir þetta versnaði lausa-
fjárstaða SPRON og Sparisjóða-
bankans. Því mat Seðlabankinn
stöðu félaganna þannig að þau
gætu ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar gagnvart viðskipta-
vinum og kröfuhöfum. Þá hefði
slæm staða þeirra getað haft nei-
kvæð keðjuverkandi áhrif á önnur
fjármálafyrirtæki í landinu.
Áætlað hefur verið að kostnaður
ríkisins við bankahrunið verði um
470 milljarðar króna. Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra
segir að sú upphæð breytist ekki
við tíðindi helgarinnar. Gert hafi
verið ráð fyrir tapi á því fé sem
ríkið hafi lagt í félögin strax í
október á síðasta ári.
Steingrímur segir ekki komið
í ljós hvað yfirtaka á SPRON og
Sparisjóðabankanum muni kosta.
Sparisjóðabankinn skuldaði Seðla-
bankanum um 180 milljarða króna,
en á móti því koma eignir, segir
Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Óumflýjanlegt að
FME tæki stjórnina
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið yfir stjórn SPRON og Sparisjóðabankans.
Félögin hafa átt í erfiðleikum frá því fyrir bankahrunið. Seðlabankinn taldi
þau ekki getað staðið við skuldbindingar og fór fram á að FME tæki þau yfir.
■ Innlán viðskiptavina SPRON fær-
ast í Kaupþing. Allir skilmálar halda
sér og innistæður eru tryggðar.
■ Greiðslukort útgefin af SPRON
munu virka áfram, sem og heima-
banki viðskiptavina.
■ Útlán SPRON verða áfram í
þrotabúinu, utan við yfirdrátt við-
skiptavina, sem fer með reikningum
í Kaupþing.
■ Starfsmenn SPRON ráða því
sjálfir hvort þeir koma til vinnu í
dag. Margir munu ætla að koma til
að ganga frá starfsstöðvum sínum.
Reiknað er með því að útibúin verði
opin þeim viðskiptavinum sem
vilji leita upplýsinga, en þar verður
engin formleg starfsemi.
■ Viðskiptavinir geta einnig sótt
upplýsingar í útibú Kaupþings.
■ Starfsemi annarra sparisjóða en
SPRON verður með með eðlilegum
hætti í dag. Útibú verða opin og
heimabanki aðgengilegur.
ÚTIBÚ OPIN EN ENGIN STARFSEMI
FUNDAÐ MEÐ STARFSMÖNNUM Yfirtaka FME á SPRON kom starfsmönnum í
opna skjöldu. Fundað var með starfsmönnum sparisjóðsins og dótturfélaga hans
á Grand hóteli í gær, og farið yfir stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sex sparisjóðir hafa sótt um að fá
fjárframlög frá ríkinu til að mæta
þeim vanda sem að sparisjóðun-
um steðjar. Umsóknirnar hafa
verið sendar Fjármálaeftirlitinu
og Seðlabankanum til umsagnar.
Um er að ræða Byr sparisjóð,
Sparisjóð Norðfjarðar, Sparisjóð
Keflavíkur, Sparisjóð Vestmanna-
eyja, Sparisjóð Svarfdæla og
Sparisjóð Bolungarvíkur.
Ríkið hefur heimild til að leggja
sjóðunum til allt að tuttugu pró-
sentum af eigin fé. Áætlað hefur
verið að kostnaður ríkisins við að
koma sparisjóðunum til bjargar sé
um 20 milljarðar króna.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að sú upphæð
eigi að vera vel rífleg, nú þegar
ljóst sé að ekki þurfi að leggja fé í
að bjarga Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis með sama hætti.
Hann segir stjórnvöld stað ráðin
í að standa vörð um sparisjóða-
kerfið í landinu.
Spurður hvort skilyrði fyrir
fjárframlögum ríkisins sé ein-
hvers konar samruni sparisjóða
segir Steingrímur að það þurfi
ekki endilega að koma til strax. Þó
sé líklegt að sparisjóðakerfið verði
endurskipulagt. - bj
Stjórnvöld staðráðin í að standa vörð um sparisjóðina segir fjármálaráðherra:
Sex sparisjóðir vilja aðstoð
VANDI Ríkið hefur heimild til að leggja
sparisjóðum til allt að 20 prósentum af
eigin fé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sjóðir frystir
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að
frysta inneignir í verðbréfasjóðum
og fjárfestingasjóðum SPRON. Þar á
meðal er sjóður með séreignasparn-
aði. Frysting sjóðanna er gerð til að
tryggja jafnræði þeirra sem eiga í
sjóðunum. Frekari ákvarðana um
framtíð sjóðanna er að vænta.
SPRON
KJÖRKASSINN