Fréttablaðið - 23.03.2009, Page 26

Fréttablaðið - 23.03.2009, Page 26
 23. MARS 2009 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Ekki líkar öllum við fótbolta, handbolta eða skíði. Sumir vilja einfaldlega kafa í drullu, veiða fisk með höndunum eða keppa í koddaslag. Skrítnar íþróttir eru algengari en margur myndi halda. Hér verða taldar upp nokkrar og eru þær misaðlaðandi. Mýrarköfun er íþróttagrein sem felst í því að keppendur synda tvisvar sinnum eftir 55 metra löng- um skurði á sem stystum tíma. Oft er þessi skurð- ur heldur óálitlegur, fullur af stöðnuðu og drullugu vatni. Keppendur eru með öndunarpípur og froska- lappir. Yfirleitt eru notaðir blautbúningar en það er þó ekki nauðsynlegt. Keppendur verða að synda án þess að nota hendur, aðeins fætur. Heimsmeist- aramótið í mýrarköfun, sem heitir Bog Snorkeling á ensku, var fyrst haldið árið 1985. Það er nú haldið árlega í skurði nálægt Llanwrtyd í Wales. Fílapóló er útfærsla á hinu hefðbundna pólói þar sem notaðir eru hestar. Fílapóló er spilað í Nepal, á Srí Lanka, Indlandi og í Taílandi. Notuð eru svip- uð tól, pólókúla og löng kylfa. Völlurinn er töluvert styttri en venjulegur pólóvöllur enda fara fílarn- ir hægar yfir. Tveir keppendur eru á hverjum fíl, annar stýrir fílnum meðan hinn segir honum hvert hann eigi að stýra og slær boltann. Þó fílapóló hafi fyrst verið spilað á Indlandi í upphafi tuttugustu aldar er uppruna íþróttarinnar að leita í Nepal. Tiger Tops í Nepal er miðstöð fílapólós og þar fara heimsmeistaramótin fram. Englendingar eru núver- andi heimsmeistarar í íþróttinni. Noodling kallast all sérstæð íþrótt sem felur í sér að veiða leirgeddu (catfish) með berum höndum. Íþróttin er upprunnin í suðurhluta Bandaríkjanna. Mörg önnur heiti eru notuð yfir sömu iðju eða: cat- fisting, grabbling, graveling, hogging, dogging, gur- gling, tickling og stumping. Leirgeddur lifa í holum undir bökkum áa eða vatna. Veiðimaðurinn byrjar á því að kafa og kanna umhverfið og leita að leir- gedduholum. Þá stingur hann hendinni í slíka holu og vonandi bítur fiskurinn á. Flestir veiðimenn hafa aðstoðar- mann sem hjálpar þeim að koma fiskinum á land eða í bát en þegar fiskurinn hefur bitið á er líklegt að hann sleppi ekki alveg í bráð. Leirgeddur geta orðið mjög stórar, allt að 50 til 60 pund, og því geta fæstir veitt einir. Sláttuvélakappakstur er all sérstakt mótor- sport. Þar er keppt á mikið breyttum sláttuvélum, oft sláttuvélatraktorum. Þess má geta að hnífarn- ir eru fjarlægðir úr slíkum tólum enda mætti ann- ars kalla þetta drápsvélar. Keppendur eru á öllum aldri og venjulega ríkir glaðlegur keppnisandi í stað alvarlegrar keppnishörku. Íþróttin var fundin upp árið 1973 á Cricketers Arms-barnum í Wisbor- ough Green í vesturhluta Sussex í Englandi. Ungum mönnum sem datt það snjallræði í hug að keppa á sláttuvélum þar sem þeim þótti leitt hversu dýrt var að taka þátt í öðrum mótorsportgreinum. Fljótlega urðu Bandaríkjamenn áhugasamir um íþróttina og blómstrar hún þar í landi í dag. Koddaslag tengja líklega flestir við börn, rúm, fiður og læti. Færri vita að keppt er í koddaslag víða um heim. Þó virðist þessi „íþrótt“ oft tengjast kyn- órum karla enda til þess vitað að slíkum keppnum hafi verið slegið upp í tengslum við undirfatasýn- ingar. - sg Aðeins öðruvísi íþróttir Mýrarköfun er heldur ókræsileg íþrótt. Koddaslag geta allir stundað. Sláttuvélakappakstur er glettilega skemmtileg íþrótt. NORDICPHOTOS/GETTY Tvo knapa þarf á hvern fíl í fílapólói. Leirgeddur fangaðar með berum höndum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.