Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 10

Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 10
10 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR SAMGÖNGUR Ekki hefur verið hægt að koma bíl úr Árneshreppi um tveggja mánaða skeið vegna ófærðar. Reyndar hefur verið meira og minna ófært úr hreppn- um allt þetta ár að sögn Jóns Guð- björns Guðjónssonar, veðurathug- unarmanns frá Litlu-Ávík. Einnig var ófært innan sveitarinnar í gær og fyrra- dag svo að börn komust ekki í skólann. „Það hefur eiginlega verið ófært hingað frá því í desember,“ segir Edda Hafsteinsdóttir sem búsett er í Norðurfirði. „Reyndar komst hann Hrafn [Jökulsson, rit- höfundur] á jeppanum suðureftir í lok janúar en ég held að bíllinn hafi ekki komist hingað norður aftur síðan.“ Margrét Jónsdóttir, útibússtjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði, segir að þó einhverja daga gefist færi á að moka leiðina til Hólmavíkur skafi strax yfir veginn aftur á þessum slóðum. Fólkið hefur því nýtt sér flug til að komast suður en flogið er tvisvar í viku frá Gjögri til Reykjavíkur. „Þetta hefur verið versti veturinn í mörg ár,“ segir Jón Guðbjörn Guð- jónsson veðurathugunarmaður. En þó er ekki barlómnum fyrir að fara. „Ég er nú orðin svo gömul sem á grönum má sjá þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif á mig,“ segir Margrét sem hefur búið alla sína tíð í Árneshreppi. Edda flutti hins vegar fyrir sex árum frá höfuðborginni norður á Strandir og unir hag sínum afar vel. „Ég tek þessu bara vel, þetta leggst ekkert illa í mig,“ segir hún. „Og það er ósköp gott að vera hérna núna eins og ástandið er í þjóðfélaginu, við finnum voðalega lítið fyrir þessari kreppu nema að vöruverðið hefur hækkað. Þannig að ég er ósköp fegin að hafa tekið þetta skref.“ Útibússtjórinn hefur af sjálfsögðu ekki farið varhluta af hærra vöruverði. „Já, vöruverðið er orðið hátt, maður skammast sín eiginlega fyrir að selja vörurnar á þessu verði.“ Jón Guðbjörn segir að vissulega séu ekki allir jafn sáttir í ófærð- inni. „Við sem höfum verið hér lengi erum vissulega vön þessu en aðrir eiga erfitt með að sætta sig við það að búa ekki við eðlilegar samgöngur, sem er kannski eðli- legt,“ segir hann. Þrjátíu og þrír búa í Árneshreppi og þegar talað er um sameiningu spyr Edda strax á móti „hverjum eigum við að sameinast? Eins og samgöngurnar eru þá lægi beinast við að við myndum þá sameinast Reykjavík þangað sem við kom- umst tvisvar í viku þegar veður leyfir.“ jse@frettabladid.is Finna lítið fyrir kreppunni í ófærðinni í Árneshreppi Ófært hefur verið úr Árneshreppi frá áramótum. Einn komst suður í janúar en bíllinn hefur ekki komist aftur norður. Börn hafa ekki komist í skóla vegna ófærðar síðustu tvo daga. Fólk unir hag sínum samt vel. EDDA HAFSTEINSDÓTTIR SNJÓMOKSTUR Í ÁRNESHREPPI Verið var að moka snjó í gær svo hægt væri að komast að flugvélinni sem flýgur að Gjögri og börn komist til skóla í dag. MYND/LITLIHJALLI.IT.IS ÁRNESHREPPUR Oft er talað um svæðið sem sveitina þar sem vegurinn endar. Í vetur hafa sveitungar hins vegar hvorki komist norður né suður. Margrét Jónsdóttir, útibússtjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði, mun láta af störfum 30. apríl næstkomandi. Þá lýkur 59 ára starfsferli hennar hjá Kaupfélaginu og einnig Gunnsteins Gíslasonar eiginmanns hennar sem lætur þá einnig af störfum. „Vissulega verða þetta viðbrigði þegar maður verður allt í einu hættur að vinna,“ segir hún. „En ég fer bara á bekkinn og spjalla við fólk ef mér leiðist.“ Bekk- ur þessi í Kaupfélaginu hefur verið í Kaupfélagshúsinu frá því að það var reist árið 1953 og ræða hreppsbúar þar oft málin. Edda Hafsteinsdóttir tekur við af Margréti. SAMTALS 118 ÁR HJÁ KAUPFÉLAGINU MARGRÉT OG GUNNSTEINN Gjögur Reykjarfjö rður Norðurfj örður Ófe igsf jörð ur Litla-Ávík NÝR OG TRAUSTUR KOSTUR Í SPARNAÐI OG FJÁRFESTINGUM HUGARAFL Japanskir vísindamenn hjá bílarisanum Toyota sýndu í gær nýja tegund vélmennis sem getur tekið við skipunum frá heilabylgjum stjórnand- ans. Flókinn búnað þarf til að nema heilabylgjurnar, sem geta fengið vél- mennið til að hreyfa hendur og fætur. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Lífeyrissjóður Rang- æinga hefur ekki þegið gjafir eða boðsferðir frá fyrirtækjum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Fram- kvæmdastjóri hefur tekið að hluta til þátt í laxveiðiferð á vegum innlends samstarfsaðila sumarið 2008, eða í einn og hálfan dag. Þá hefur hann þegið jólagjafir frá helstu samstarfsaðilum á sviði eignastýringar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Frétta- blaðsins um boðsferðir, veiðiferðir og aðrar gjafir á tímabilinu 2005- 2008. - ghs Lífeyrissjóður Rangæinga: Aðeins farið í eina veiðiferð Sundlaug verði steinasafn Tvo tilboð bárust í gömlu sundlaugina á Höfn í Hornafirði. Hærra tilboðið er fimm milljónir króna og gerir ráð fyrir að sundlauginni verði breytt í steina- safn. Samkvæmt tveggja milljóna króna áætlun verður listamiðstöð og kaffihús í gömlu lauginni. Bæjarstjórn á eftir að ákveða sig en hefur þó sam- þykkt að Hvítasunnukirkjan fái heitan pott sem losnar. HORNAFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.