Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 12

Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 12
12 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki LÍBÝA, AP Bátur, yfirfullur af afrískum flóttamönnum sem ætl- uðu sér að freista þess að verða ólöglegir innflytjendur í Evrópu, sökk undan strönd Líbýu skömmu eftir að hafa lagt frá landi fyrir fjórum dögum. Frá þessu greindu talsmenn yfirvalda í Líbýu í gær. 21 manni var bjargað en um 200 manns er saknað og taldir af. Að sögn fulltrúa líbýsku strand- gæslunnar gat báturinn borið mest um fimmtíu manns. Honum hafi hvolft í hvassviðri og öldu- gangi á föstudaginn með um 250 manns innanborðs. „Það er erfitt að ímynda sér að nokkur sé enn á lífi af þeim sem er saknað,“ sagði Laurence Hart, fulltrúi Alþjóða flóttamanna- stofnunarinnar. Hart segir bát- inn sem sökk hafa verið á leið til Ítalíu, eftir fjölförnustu smygl- leiðinni til Evrópu. Annar bátur, sem líka var yfir- fullur með um 350 manns um borð, fannst skammt frá staðn- um þar sem hinn sökk eftir að sent var út neyðarkall frá honum. Báturinn var færður til hafnar í Líbýu án þess að nokkurn um borð sakaði. Af sjónvarpsfrétta- myndum af flóttafólkinu að dæma voru flestir um borð afrískir karl- menn, en konur og börn voru líka þar á meðal. Að sögn Ron Redmond, tals- manns Flóttamannafulltrúa SÞ, er „flóttamannavertíð“ ársins á Miðjarðarhafi einmitt að hefjast núna. - aa Um 200 afrískir flóttamenn á leið til Ítalíu drukknuðu: Um 250 flóttamenn í 50 manna trébáti STJÖRNUFRÆÐI Sólarhrings-vefvarp, uppsetning líkans af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur og stjörnu- skoðunarkvöld er meðal þess sem stjörnuáhugafólk hefur um að velja í tengslum við verkefnið 100 stundir af stjörnufræði, sem stendur yfir frá 2. til 5. apríl næst- komandi. Efnt er til verkefnisins í til- efni af því að í ár er Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Það eru Stjörnu- skoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn sem sjá um skipulagninguna hér á landi. Talið er að yfir milljón manns í yfir 130 löndum muni taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni stjornuskodun.is/100. - kg Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar: Sólkerfið í miðbænum SÓLKERFIÐ Nemendur í 7. bekk Mela- skóla munu setja upp líkan af sólkerfinu í miðbænum laugardaginn 4. apríl. FÁEINUM BJARGAÐ Flóttafólk sem bjargað var um borð í ítalskt gæsluskip gengur á land á eynni Lampedusa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 115 / BREIÐHOLTSÚTIBÚ 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.