Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 12
12 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki LÍBÝA, AP Bátur, yfirfullur af afrískum flóttamönnum sem ætl- uðu sér að freista þess að verða ólöglegir innflytjendur í Evrópu, sökk undan strönd Líbýu skömmu eftir að hafa lagt frá landi fyrir fjórum dögum. Frá þessu greindu talsmenn yfirvalda í Líbýu í gær. 21 manni var bjargað en um 200 manns er saknað og taldir af. Að sögn fulltrúa líbýsku strand- gæslunnar gat báturinn borið mest um fimmtíu manns. Honum hafi hvolft í hvassviðri og öldu- gangi á föstudaginn með um 250 manns innanborðs. „Það er erfitt að ímynda sér að nokkur sé enn á lífi af þeim sem er saknað,“ sagði Laurence Hart, fulltrúi Alþjóða flóttamanna- stofnunarinnar. Hart segir bát- inn sem sökk hafa verið á leið til Ítalíu, eftir fjölförnustu smygl- leiðinni til Evrópu. Annar bátur, sem líka var yfir- fullur með um 350 manns um borð, fannst skammt frá staðn- um þar sem hinn sökk eftir að sent var út neyðarkall frá honum. Báturinn var færður til hafnar í Líbýu án þess að nokkurn um borð sakaði. Af sjónvarpsfrétta- myndum af flóttafólkinu að dæma voru flestir um borð afrískir karl- menn, en konur og börn voru líka þar á meðal. Að sögn Ron Redmond, tals- manns Flóttamannafulltrúa SÞ, er „flóttamannavertíð“ ársins á Miðjarðarhafi einmitt að hefjast núna. - aa Um 200 afrískir flóttamenn á leið til Ítalíu drukknuðu: Um 250 flóttamenn í 50 manna trébáti STJÖRNUFRÆÐI Sólarhrings-vefvarp, uppsetning líkans af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur og stjörnu- skoðunarkvöld er meðal þess sem stjörnuáhugafólk hefur um að velja í tengslum við verkefnið 100 stundir af stjörnufræði, sem stendur yfir frá 2. til 5. apríl næst- komandi. Efnt er til verkefnisins í til- efni af því að í ár er Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Það eru Stjörnu- skoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn sem sjá um skipulagninguna hér á landi. Talið er að yfir milljón manns í yfir 130 löndum muni taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni stjornuskodun.is/100. - kg Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar: Sólkerfið í miðbænum SÓLKERFIÐ Nemendur í 7. bekk Mela- skóla munu setja upp líkan af sólkerfinu í miðbænum laugardaginn 4. apríl. FÁEINUM BJARGAÐ Flóttafólk sem bjargað var um borð í ítalskt gæsluskip gengur á land á eynni Lampedusa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 115 / BREIÐHOLTSÚTIBÚ 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.