Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 26

Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 26
 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Í opnu bréfi til mín fyrir rúmri viku síðan í Fréttablaðinu furðar Gerður Aagot Árnadóttir sig á því að ég hafi tjáð mig um að Jóhanna Sigurðardóttir hafi neitað að skera niður í félags- og tryggingamálaráðuneyti í fyrri ríkisstjórn. Ég minntist á þessa staðreynd og nokkrar aðrar til að vekja athygli á því að þeir sem standa að núverandi vinstristjórn hafa aldrei staðið sig vel í því að skera niður útgjöld. Þetta þekki ég úr borgarstjórn þar sem R-list- inn sálugi safnaði skuldum langt umfram það sem eðlilegt mátti teljast. Við Gerður erum sammála í því að það er algert forgangsmál að verja hag þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Í borgarstjórn tókum við þá ákvörðun með sam- stöðu allra flokka að skera niður kostnað en forgangsraða hlutum á þann hátt að lækkun útgjalda hefði ekki áhrif á Velferðarsvið, myndi ekki leiða af sér hækkun gjald- skráa, myndi ekki skerða grunn- þjónustu og myndi ekki leiða til uppsagna. Allar ályktanir af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú um helgina hafa einnig sam- bærilega forgangsröðun. Vandamálið sem íslensk stjórn- völd standa frammi fyrir er að hætta er á að skuldir ríkissjóðs verði honum ofviða. Ef við komum ekki í veg fyrir það munu allir í íslensku samfélagi verða fyrir gríðarlegri kjaraskerðingu, alveg óháð stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Eða eins og Steingrímur J. orðar þetta í grein í Morgunblaðinu sl. mánudag þá myndi slíkt leiða til þess að „vaxtakostnaður kyrki hið opinbera“. Fjárlagahalli ríkisins er áætl- aður 150 milljarðar á þessu ári. Augljóst er að þennan halla verð- ur að minnka verulega ef ekki á að fara illa. Sá sem stýrir félags- og tryggingamálaráðuneyti stýr- ir 113 milljörðum af 550 milljarða útgjöldum ríkisins. Þetta er það stórt hlutfall af útgjöldum ríkis- ins (21%) að sá hinn sami getur ekki neitað að ræða útgjaldalækk- un. Eins sárt og þetta er verður ekki undan því vikist og það væri óheiðarlegt að halda öðru fram. Það verður mjög erfitt að lækka 550 milljarða útgjöld um 150 milljarða, en það verður fullkom- lega vonlaust að lækka 440 millj- arða útgjöld um þessa sömu 150 milljarða, en þannig liti dæmið út ef félags- og tryggingamála- ráðuneyti væri alveg látið í friði. Dæmið verður enn þrengra þegar heilbrigðismál og menntamál eru einnig látin í friði. Ég er ekki í framboði til Alþings og útlista því ekki hér hvernig ég færi að því að loka eða minnka halla ríkissjóðs. Ég bendi einfald- lega á að verðandi þingmenn allra flokka verða að koma fram með raunhæfar tillögur um aðgerð- ir sem miða að þessu. Þar verður að hafa í huga að hækkun skatta má ekki vera aðalatriðið í slíkum aðgerðum því það er ekki hægt að skattleggja sig út úr kreppum. Hækkun skatta til að sleppa út úr kreppu jafngildir því að rífa sig upp á hárinu og það virkar ekki. Sóun á sameign þjóðarinnar Undanfarin ár hafa fjölmargir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi staðið á bak við áróður um að best sé fyrir þjóðarhag að viðhaldið sé óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, sem þeir halda fram að sé það besta í heiminum. Til þess að vernda þessa hagsmuni hefur LÍÚ komið sér þægilega fyrir innan Sjálfstæð- isflokksins og augljóst er af úrslit- um prófkjörs þeirra í NV-kjördæmi að á því er engin breyting. Það er nauðsynlegt fyrir hagsmunaaðil- ana að hafa dugmikla menn inni á Alþingi til þess að verja þessa miklu hagsmuni. Í lögum um stjórn fisk- veiða stendur þó að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Það er vert að spyrja sig að því hvernig kvótakóngarn- ir fara svo með þessa „sameign“ okkar sem þeir þó hafa haft fullt forræði yfir. Óhagkvæmar veiðar Við getum tekið dæmi. Ef þorsk- kvótinn er nú rúm 130.000 tonn má velta því fyrir sér hver afrakstur þess er fyrir okkur sem þjóð. Svar- ið við því er einfalt: Við, sem þjóð, erum ekki að nýta þessa auðlind skynsamlega þrátt fyrir að kvóta- kóngarnir séu augljóslega að reyna að ná sem mestum afrakstri úr auðlindinni. Tökum einfalt dæmi. Ef þessi 130.000 tonn eru tekin og seld á 200 krónur kílóið þá þýðir það tekjur upp á 26 milljarða. Auðlindin, þ.e. þorskurinn, væri því 26 millj- arða virði á ári upp úr sjó. Spurn- ingin er hvernig við hyggjumst ráð- stafa þessum 26 milljörðum? Ef allri auðlindinni er ráðstafað til togaraútgerða lítur dæmið nokk- urn veginn svona út: Stór togari fer með u.þ.b. 20% af aflaverðmæti (að lágmarki) í olíukostnað. Það þýðir að fara þarf út í gjaldeyriskaup til að greiða fyrir þá olíu. Þetta myndi þýða að 5,2 milljarðar af auðlind- inni færi í að dekka þann kostnað. Verðmæti auðlindarinnar væri því skyndilega ekki lengur 26 milljarð- ar, heldur 20,8 milljarðar. Þarna er þó ótalinn sá mikli kostnaður sem fer í rándýran skipakost og við- hald sem og sligandi vaxtakostn- að margra útgerðanna. Má ætla að virði auðlindarinnar fyrir þjóðarbú- ið minnki verulega þegar búið er að taka það inn í reikninginn. Nýting með minni tilkostnaði Þá þarf aftur á móti að meta það hvort það sé mögulegt að nýta auð- lindina með minni tilkostnaði. Sem dæmi um það getum við tekið hand- færaveiðar smábáta. Smábátur á handfæraveiðum fer með u.þ.b. 2% af aflaverðmæti í olíukostnað. Til að setja þetta í samhengi þurfum við að gera ráð fyrir því að allur 130.000 tonna kvótinn yrði veidd- ur af krókabátum og að 200 krón- ur fengjust fyrir kílóið. Á þann hátt færu 520 milljónir í olíukaup. Með þessum hætti væri heild- arvirði auðlindarinnar (þorsksins) því 25,5 milljarðar, eða 4,7 millj- örðum hærra en það væri ef allur kvótinn yrði veiddur af stórum togurum. Ekki má gleyma því að annar kostnaður við slíkar veiðar er miklu minni og brottkast yrði lítið sem ekkert væru handfæra- veiðar t.d. gefnar frjálsar ákveðinn tíma á ári. Í 7. gr. sáttagjörðar um fiskveiðistefnu Samfylkingarinn- ar sem samþykkt var á landsfundi nú um helgina er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Þá eru ótalin þau gríðarlegu verðmæti sem kastað er fyrir borð á togurum. Nýtingin á þorskinum er innan við helmingur af heildar- þyngd á frystitogurum en hinu er hent í sjóinn þannig að einungis það verðmætasta er nýtt, hrikaleg spjöll á lífríki hafsins sem risavaxin troll- in valda þegar þau eru dregin með gríðarþungum lengjum og hlerum á fullri ferð eftir hafsbotninum, auk mengunarinnar sem af þessu hlýst. Fyrirtæki tekin fram yfir þjóðarhag Þarna er augljóst að rekstrarleg hagkvæmni örfárra fyrirtækja er látin fara ofar þjóðhagslegri hag- kvæmni. Vissulega ættum við að leggja á það ofuráherslu að veitt sé eins mikið á þjóðhagslega hag- kvæman (og vistvænan) hátt og mögulegt er. Það var lítið mál fyrir kvótakóngana að villa mönnum sýn fyrir fáeinum árum síðan þegar uppgangurinn var mikill á Íslandi og flestir gátu talist hafa það nokk- uð gott. En nú er öldin svo sannar- lega önnur og erfiðara ætti að vera að villa um fyrir og blekkja fólk. Nú þarf að leggja áherslu á hags- muni heildarinnar, ekki hagsmuni fáeinna útvaldra. Ljóst er að það er ekki mikið mál að breyta þessu, það eina sem þarf til er pólitískur vilji. Í athugasemdum við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða stend- ur m.a.: Fiskistofnarnir við Ísland eru helsta auðlind íslensku þjóðarinnar. Lífskjör þjóðarinnar ráðast að miklu leyti af því, hvernig til tekst um nýt- ingu þeirra. Með frumvarpi þessu er að því stefnt að setja almennar leik- reglur um fyrirkomulag fiskveiða, er stuðli að sem mestum afrakstri úr þessari takmörkuðu auðlind. Ljóst er að ekki hefur tekist vel til varðandi nýtingu þessara tak- mörkuðu auðlinda. Fyrir því færa ekki margir rök nema vera sjálfir hagsmunaaðilar sem verja áfram- haldandi tangarhald sitt á auðlind- unum með kjafti og klóm. Það fyrir- komulag sem nú er við lýði stuðlar því miður engan veginn að því að náð sé sem mestum afrakstri úr auðlindinni inn í íslenska efnahags- kerfið. Sóunin er of gengdarlaus til þess að hægt sé að færa fyrir því haldbær rök. Þá stendur jafnframt í athugasemdum við 1. gr. laga um stjórn fiskveiða: Jafnframt felst í þessu sú sjálf- sagða stefnumörkun, að markmið- ið með stjórn fiskveiða er að nýta fiskistofnana til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Það verður að vera ákvörðunarefni löggjafans á hverj- um tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta þessa sameign þjóðarinnar með hagsmuni þjóðar- heildarinnar að leiðarljósi. Með því einu að tryggja hámarksafrakst- ur nytjastofnanna til langs tíma með lágmarkstilkostnaði, er unnt að skapa traustar forsendur fyrir atvinnu og byggð í landinu. Í 3. málsl. laga um stjórn fisk- veiða stendur svo að úthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Af þessu er ljóst að fullar forsendur eru til þess að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt til samræmis við þjóðarhag, enda getur það ekki verið forsvaran- legt að ráðstafa þessari takmörkuðu auðlind með þeim hætti og að auki mikla tilkostnaði sem gert er í dag. Því er ljóst að leggja verður ofurá- herslu á það við slíka breytingu að þjóðhagslega arðbærum veiðum sé gert hátt undir höfði. Leggja verð- ur áherslu á það að sem allra mest sé veitt á þann hátt að verðmætin verði eftir inni í þjóðarbúinu, en séu ekki send beint úr landi áður en fiskurinn hefur verið veiddur. Eins og staðan er í dag er stórum hluta auðlindarinnar sóað. Við það verð- ur ekki búið lengur. Þessi sjónarmið voru höfð í huga við stefnumörkun Samfylkingarinnar í sjávarútvegs- málum á landsfundi flokksins um helgina. Komið til móts við vilja þjóðarinnar Ákall mitt til þjóðarinnar er að hún setji þjóðhagslega hagkvæmni og þar með sína hagsmuni ofar hags- munum kvótakónganna. Ég skora á fólk að kynna sér stefnu Samfylk- ingarinnar í sjávarútvegsmálum sem samþykkt var með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða á lands- fundinum síðustu helgi. Stefnan miðar að því að koma að fullu til móts við vilja þjóðarinnar í þess- um málaflokki, enda tími til kom- inn. Stefnuna má m.a. sjá á blogg- síðu minni. Ég tel að nú sé komið að ögurstund, það er nú eða aldrei ef við ætlum að koma á breyting- um í samræmi við vilja yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Sýnum þann vilja í verki í kosningunum í vor. Setjum þjóðarhagsmuni, þ.e. okkar hagsmuni, ofar eiginhags- munum kvótagreifa. Nýtingin á þorskinum er innan við helmingur af heildarþyngd á frystitogurum en hinu er hent í sjóinn þannig að einungis það verðmætasta er nýtt … Sjávarútvegsmál ÞÓRÐUR MÁR JÓNSSON viðskiptalögfræðing- ur og skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi TRILLUR VIÐ BRYGGJU Væri allur þorskkvótinn veiddur með handfærum fengjust 25,5 milljarðar, eða 4,7 milljörðum hærra en ef allur kvótinn yrði veiddur af stórum togurum, segir í greininni. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR borgarfulltrúi FULLT VERÐ 12.995 TILBOÐ KR. 9.995 lofthreinsitæki Hreint loft með SELFOSSI - HÚSAVÍK - AKUREYRI - REYKJAVÍK Við rífum okkur ekki upp á hárinu Augljóst er að þennan halla verður að minnka verulega ef ekki á að fara illa. Niðurskurður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.