Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 56

Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 56
32 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabla- SKOTLAND-ÍSLAND EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Glasgow eirikur@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísland mætir í kvöld Skot- landi á Hampden Park í Glasgow í undankeppni HM 2010. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sem vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sér annað sæti riðilsins. „Ég held að það lið sem tapar þessum leik sé úr leik hvað annað sæti riðilsins varðar. Þar að auki tel ég að jafntefli muni gagnast báðum liðum lítið,“ sagði Ólafur á blaða- mannafundi á Hampden Park í gær. Hann sagði þó bjartsýni ríkja bæði hjá sér og leikmönnum fyrir leikinn mikilvæga. „Við settum smá pressu á okkur með því að gefa það út að við ætl- uðum að vinna þennan leik. En ég tel að allar forsendur séu til staðar til að það geti gengið upp. Ég trúi því og leikmennirnir eru á sama máli.“ Ísland og Skotland eru sem stend- ur jöfn að stigum í öðru sæti riðl- ins, bæði með fjögur stig eftir fjóra leiki. Hollendingar mæta Makedón- íumönnum á sama tíma í kvöld og ef þeir fyrrnefndu halda upptekn- um hætti má búast við því að það lið sem sigrar á Hampden Park í kvöld verði komið með þriggja stiga for- ystu á næsta lið í öðru sæti. Hermann Hreiðarsson landsliðs- fyrirliði sagði að það væri hefndar- hugur í leikmönnum eftir að hafa alltaf tapað fyrir Skotum. „Allir þessir leikir gegn Skotum hafa verið jafnir. Leikurinn í haust gat til að mynda farið á hvorn veg- inn sem var. En það er engu að síður ljóst að við þurfum að eiga hörkuleik til að eiga möguleika,“ sagði Hermann Hreiðarsson. Ólafur bjóst ekki við því að til- kynna byrjunarliðið fyrr en á fundi með leikmönnum tæpum þremur klukkutímum fyrir leik. „Ég er ekki búinn að ákveða byrj- unarliðið því það er enn mörgum spurningum ósvarað. Ég fæ von- andi svör við þeim á æfingunni í kvöld,“ sagði hann í gær. Nokkuð hefur verið um forföll í íslenska liðinu og fyrirséð að Ólaf- ur þarf að stóla á unga og óreynda menn á miðju íslenska liðsins, þar sem Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason eru fjarverandi. „Það var vissulega slæmt að missa þessa menn og ljóst að ég þarf því að velja reynsluminni menn. En ég hef samt ekki áhyggj- ur af þeim sem koma til með að spila þennan leik – þeir munu standa sig,“ sagði Ólafur Jóhann- esson landsliðsþjálfari. Trúum á sigur gegn Skotum Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari telur að það lið sem muni tapa leik í Skotlands og Íslands í kvöld eigi enga möguleika á því að ná öðru sæti í riðli liðanna í undankeppni HM 2010. Jafntefli dugir báðum liðum skammt. ÍHUGULL Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur um margt að hugsa fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Hann sést hér á æfingu á Hampden Park í gærkvöldi. MYND/KENNY RAMSAY Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn hlakki mjög til að takast á við sterkt landslið Skota á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 og það lið sem sigrar verður komið í ansi vænlega stöðu. „Nú erum við aftur komnir í þá stöðu að við fáum tækifæri til að ná lengra í keppni eins og þessari. Við vitum að það er búist við því að við stönd- umst álagið sem fylgir slíkum áskorunum og sé ég enga ástæðu fyrir því að það sé ekki hægt,“ sagði Eiður á blaðamannafundi í gær. „Ég held að leikurinn verði svipaður og aðrir leikir milli liðanna hafa verið. Þetta hafa yfirleitt verið nokkuð jafnar viðureignir en við höfum mátt þola nokkra pressu frá þeim í upphafi leiksins. Það verður mikilvæg- ast að við stöndum af okkur þann kafla. Við höfum líka alltaf fengið okkar tækifæri og yfirleitt náð að skora,“ sagði Eiður. Hann sagði að leikmenn íslenska liðsins væru hungraðir og að þeir hlökkuðu til. „Við vitum vel að með sigri erum við komnir í góða stöðu. Við vitum líka að við erum að fara mæta sterku skosku landsliði sem er með frábæran heimavöll. Við þurfum bara að minna sjálfa okkur á að þetta er hægt.“ Spurður um styrkleika skoska landsliðsins sagði Eiður að þar væri það liðsheildin, líkt og hjá íslenska landsliðinu. „Þeirra styrkleiki liggur í öflugri liðsheild og því megum við eiga von á mjög hörðum leik.“ Hann átti þó ekki von á því að hann yrði neitt sérstak- lega tekinn úr umferð af andstæðingum sínum í leiknum. „Ég hef yfirleitt verið sá leikmaður sem hefur fengið mestu athyglina fyrir leikina en ég held að það skipti engu máli þegar hann svo hefst. Ég mun reyna að spila minn bolta og hjálpa mínum samherjum. Svo lengi sem við vinnum saman sem eitt lið getum við náð góðum árangri.“ Skömmu fyrir landsleikjatörnina bárust fregnir af því að Eiður hefði þurft að sleppa æfingu hjá Barcelona vegna magakveisu. Hann var spurður út í þetta á blaðamannafund- inum. „Nei, ég er ekki lengur með magakveisu,“ sagði hann og brosti út í annað. „Hún gekk fljótt yfir.“ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: ER EKKI LENGUR MEÐ MAGAKVEISU OG KLÁR Í SLAGINN Í KVÖLD Það ríkir mikil tilhlökkun meðal leikmanna > Ekki uppselt á Hampden Fulltrúar skoska knattspyrnusambandsins telja ólíklegt að uppselt verði á leik Skotlands og Íslands sem fer fram á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Völlurinn tekur 50 þúsund manns og höfðu í gærkvöldi um 40 þúsund miðar selst. Skotar hafa verið einkar duglegir að fjölmenna á útileiki liðsins og voru til að mynda 16 þúsund Skotar í Amsterdam um síðustu helgi þótt ekki hefðu allir miða á leik sinna manna gegn Hollandi. En áhuginn heima fyrir virðist fara dvínandi enda hafa Skotar ekki unnið leik á Hampden Park í næstum tvö ár. FÓTBOLTI Skoska pressan fjallaði í gær mikið um þær mannabreyt- ingar sem gætu átt sér stað í byrjunarliði skoska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Skotar töpuðu fyrir Hollandi um helgina, 3-0, og er hætt við því að menn missi sæti sitt í byrjunar- liðinu vegna þessa. Allan McGregor markvörður fékk sjaldgæft tækifæri í byrj- unarliðinu í Amsterdam en hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikn- um. Craig Gordon sat á bekkn- um en hann hefur verið aðalmark- vörður Skota undanfarin ár. Þeir Stephen McManus og Alan Hutton voru ekki í vörn Skota um helgina vegna meiðsla en fastlega er reiknað með því að þeir verði báðir í byrjunarliðinu í kvöld á kostnað þeirra Christophers Berra og Grahams Alexander. Þeir Gary Teale og sóknarmað- urinn Kenny Miller eiga það á hættu að missa sín sæti. Teale átti vægast sagt slakan dag og Miller notaði þau fáu færi sem Skotar fengu í leiknum afar illa. Talið er að James Morrison gæti tekið stöðu Teale og að hinn 22 ára gamli Stephen Fletcher hjá Hibernian verði í fremstu víglínu. Þá er ekki útilokað að Chris Iwelumo verði í sókninni og þá jafnvel við hlið annað hvort Millers eða Fletchers. George Burley landsliðsþjálf- ari, hefur yfirleitt notast við 4-3-3 liðsuppstillingu en gæti freistast til þess að stilla upp sókndjörfu 4-4-2 liði. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um byrjunarlið Skota, og líka Íslend- inga, fyrir kvöldið. - esá Miklar vangaveltur um byrjunarlið Skota í dag: Fimm breytingar? KÖRFUBOLTI Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Þetta varð ljóst í gær- kvöld þegar Grindvíkingar lögðu Snæfellinga í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu 85-75. Leikurinn var jafn framan af og Snæfell hafði nauma forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur- inn var hins vegar betri hjá Grindvíkingum og setti pressuvörn þeirra heimamenn nokkuð út af laginu. Menn eins og Helgi Jónas Guðfinns- son, Nick Brad- ford og Þorleifur Ólafsson sáu til þess með góðum rispum í síð- ari hálfleiknum að einvígið fór ekki í oddaleik. Segja má að það hafi verið gamli refurinn Helgi Jónas sem kveikti í Grindavíkur- liðinu þegar hann skoraði ótrúlega körfu frá miðlínu þegar lokaflautið gall í þriðja leikhlutanum. „Við vildum reyna að halda uppi hraðanum í leiknum og það gekk upp. Nú er bara að undirbúa sig fyrir seríuna við KR. Við höfum unnið þá einu sinni í vetur svo við eigum góða möguleika í þá,“ sagði Helgi Jónas Guð- finnsson. - bb Grindavík komið í úrslitin gegn KR eftir sterkan sigur, 75-85, í Hólminum: Helgi Jónas kveikti í Grindvíkingum Snæfell-Grindavík 75-85 Stig Snæfells: Lucious Wagner 21, Hlynur Bæringsson 15 (16 frák.), Sigurður Þorvaldsson 12, Jón Ólafur Jónsson 12, Magni Hafsteinsson 7, Atli Hreinsson 4, Gunnlaugur Smárason 3. Stig Grindavíkur: Nick Bradford 23, Þorleifur Ólafsson 18, Helgi Jónas Guðfinnsson 14, Guð- laugur Eyjólfsson 9, Páll Kristinsson 8, Brenton Birmingham 6, Arnar Freyr Jónsson 4, Páll Axel Vilbergsson 3.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.