Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 58

Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 58
34 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Deildarmeistarar Hauka og bikarmeistarar KR spila í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið er eins jafnt og hugsast getur, bæði lið hafa unnið einn heimaleik og einn úti- leik og einn leikur hefur farið alla leið í framlengingu. Hildur Sigurðardóttir, fyrir- liði KR, hefur leikið frábærlega með KR-liðinu í úrslitakeppninni og hún er sú eina af leikmönnum kvöldsins sem spilaði leikinn fyrir sjö árum þegar síðasti oddaleikur um titilinn fór fram. KR-liðið mun leika sinn ellefta leik í úrslitakeppninni og Hildur segir stöðuna á liðinu verða flotta miðað við allt álagið. „Þetta er vissulega búinn að vera langur vegur en hann er búinn að vera skemmtilegur,“ segir Hildur sem hefur sagt skilið við meiðslin sem háðu henni framan af tímabili. „Það er gaman að geta sýnt sínar bestu hliðar núna,“ segir Hildur sem hefur skoraði 19,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 4,9 stoðsend- ingar í leik í úrslitakeppninni. Góðar í úrslitaleikjunum í vetur KR-liðið hefur unnið alla „úrslita- leiki“ sína eftir áramót og Hildur segir að þar hafi góður stuðningur á bak við liðið skilað sér. „Barátt- an hefur líka komið okkur langt og við munum mæta í þennan leik til þess að berjast,“ segir Hildur. Hildur er í allt öðru hlutverki í KR-liðinu í dag en fyrir sjö árum þegar KR vann úrslitaleik um titil- inn á móti ÍS á útivelli. Hildur var þá 21 árs gömul og yngsti lykilleik- maður liðsins. Í dag er hún fyrir- liði KR-liðsins og fer fyrir liðinu innan sem utan vallar. „Ég kann alveg ágætlega við þetta hlutverk að vera að leiðbeina og að miðla minni reynslu,“ segir Hildur. Haukar tefla fram tveimur útlendingum, Slavicu Dimovsku frá Makedóníu og Moneku Knight frá Bandaríkjunum, en vinni KR- liðið verður það annað kvennaliðið frá árinu 1995 sem vinnur Íslands- meistaratitilinn án þess að vera með erlendan leikmann. Treyst til að klára þetta sjálfar „Við erum mjög ánægðar með þessa ákvörðun hjá KR-ingum að vera ekki að bæta við leikmönn- um og leyfa okkur að gera þetta sjálfar,“ segir Hildur og bætir við: „Þeir treystu okkur til þess að klára þetta og við höfum sýnt það að við erum með það sterkt lið að við þurftum ekki einhverja til þess að taka ábyrgðina af okkur,“ segir Hildur. Leikurinn fer fram á sama tíma og landsleikur Skotlands og Íslands en Hildur hefur ekki áhyggjur af því. „Ég held að það yrði skemmti- legra fyrir fólk að mæta á Ásvelli en að sitja heima í sófa. Það gæti endað á dramatískan hátt en ég vona að við náum bara að klára þetta á venjulegan hátt,“ segir Hildur og hún ætlar að gefa allt í þetta. „Við getum tekið okkur gott frí eftir þetta þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta þannig að maður fari allavega sáttur frá leiknum,” segir Hildur að lokum. Fleiri spá Haukum sigri Fréttablaðið fékk fimm þjálfara í deildinni til þess að spá fyrir um leikinn. Þrír spáðu Haukum sigri en tveir búast við að KR-ingar verði meistarar. Flestir búast líka við því að Hildur Sigurðardóttir verði kosin best. ooj@frettabladid.is Fyrsti úrslitaleikur um titilinn í 7 ár Haukar og KR leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld. Það hef- ur ekki verið oddaleikur í lokaúrslitum karla eða kvenna síðan KR-konur unnu titilinn síðast árið 2002. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, var þá í sigurliði á útivelli og hún getur endurtekið leikinn í kvöld. FRÁBÆR Í ÚRSLITAKEPPNINNI Hildur Sigurðardóttir hefur farið fyrir útlendingalausu KR-liði í úrslitakeppninni. FRÉTTABLÐAIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Oddaleikur kvölds- ins milli Hauka og KR verður sá fjórði í sögu lokaúrslita Íslands- móts kenna. Hinn fyrsti vannst á heimavelli en tveir þeir síðustu hafa unnist á útivelli. Keflavík vann KR 68-64 í fyrsta oddaleiknum um titilinn sem fram fór árið 1994.Árið 2000 vann Keflavík 43-58 sigur á KR í KR-húsinu í oddaleik um titil- inn. Síðasti oddaleikur fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans árið 2002. ÍS vann fyrstu tvo leiki lokaúrslitanna en KR jafnaði og tryggði sér síðan titilinn með 64- 68 sigri í úrslitaleiknum. - óój Oddaleikir lokaúrslita kvenna: Síðustu tveir unnust á útivelli KÖRFUBOLTI Haukakonur geta tryggt sér þriðja Íslandsmeist- aratitilinn á fjórum árum með sigri á KR í oddaleiknum í kvöld. Haukaliðið hefur unnið báða oddaleikina sem liðið hefur spilað í úrslitakeppni en þeir voru báðir í undanúrslitum og á móti ÍS. Haukar unnu ÍS 91-77 í odda- leik undanúrslitanna 2006 og end- urtóku leikinn síðan með 81-59 sigri árið eftir. - óój Haukakonur í úrslitakeppni: Hafa aldrei tap- að oddaleik FYRIRLIÐI HAUKA Kristrún Sigurjóns- dóttir á fullri ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPÁ ÞJÁLFARA KVENNA- DEILDARINNAR Jón Halldór Eðvaldsson, Keflavík: Meistari: Haukar Best: Hildur Sigurðardóttir, KR Ari Gunnarsson, Hamar Meistari: Haukar Best: Hildur Sigurðardóttir, KR Pétur Guðmundsson, Grindavík: Meistari: KR Best: Guðrún Gróa Þorsteinsd., KR Robert Hodgson, Val: Meistari: Haukar Best: Slavica Dimovska, Haukum Högni Högnason, Snæfelli: Meistari: KR Best: Hildur Sigurðardóttir, KR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.