Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 8

Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður og deilurhafa komið uppmeð nokkuð reglulegu millibili á um- liðnum árum um hvort Ís- land eigi að fullgilda sam- þykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO) nr. 158, frá árinu 1982, um uppsagnir starfsmanna af hálfu atvinnurekenda. Al- þýðusambandið hefur þrýst á um að þetta verði gert. Samtök atvinnurek- enda hafa lagst á móti. Allur gangur hefur raunar verið á fullgildingu samþykkta ILO hér á landi. Fram kom fyrir um tíu árum að á ár- unum 1990–1992 veitti Alþingi ríkisstjórn heimild til að fullgilda fjórar samþykktir en í tvo áratugi þar á undan var einungis ein sam- þykkt fullgilt. Afstaða þeirra sem gegnt hafa embætti félagsmála- ráðherra á hverjum tíma hefur ýmist verið með eða á móti inn- leiðingu ILO-samþykktarinnar. Þannig lýsti t.d. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þáverandi félagsmála- ráðherra, því á árinu 1994 að hyggja þyrfti að meiri vernd launafólks gagnvart uppsögnum og fyllilega komi til álita að taka þetta mál upp að nýju. Fyrir nokkrum dögum sagðist Árni Magnússon félagsmálaráðherra í útvarpsviðtali ekki ætla að beita sér fyrir innleiðingu samþykktar- innar. Rök eru færð með og á móti í vefsíðupistlum Umræða um þessa umdeildu samþykkt er nú að kvikna til lífs enn á ný. ASÍ telur að umfjöllun um fullgildingu samþykktarinnar ljúki ekki fyrr en Alþingi tekur af- stöðu til málsins. Kveður sam- þykktin m.a. á um að fyrir upp- sögn starfsmanns skuli vera gild ástæða sem snertir hæfni hans eða hegðun, eða hún sé byggð á rekstrarlegum ástæðum atvinnu- rekandans. Fjallað hefur verið um samþykktina og hvort hún eigi að öðlast gildi hér á landi á heimasíð- um Samtaka atvinnulífsins og ASÍ á seinustu dögum og öndverð sjónarmið verið sett fram. Rakinn er gangur málsins frá því ársfundur ASÍ 2004 sam- þykkti að beita sér fyrir því að Ís- land staðfesti fyrrnefnda sam- þykkt í vefsíðupistli ASÍ sl. þriðjudag. Félagsmálaráðherra var gerð grein fyrir málinu á fundi með fulltrúum ASÍ í nóvember 2004 og samkvæmt frásögn ASÍ taldi hann eðlilegt að taka málið upp á vettvangi þríhliða ráðgjafa- nefndar ráðuneytisins um málefni ILO. Í henni sitja fulltrúar ASÍ, SA og formaður frá félagsmála- ráðuneytinu. Staðfesting samþykktarinnar hefur tvisvar áður komið til skoð- unar hér á landi. Fyrst í félags- málaráðuneytinu 1984–5 og svo í ráðgjafanefndinni í byrjun 10. áratugar 20. aldar. Í umfjöllun ráðgjafanefndarinnar nú kom í ljós að skoðanir ASÍ og SA á sam- þykktinni voru mjög ólíkar. ASÍ telur ljóst að aðilar vinnumarkað- arins séu ekki sammála um að hrinda samþykktinni í fram- kvæmd með kjarasamningum og því beri ráðherra að leggja málið fyrir Alþingi eins og gert er ráð fyrir í 5.mgr. 19.gr. stjórnarskrár ILO. ASÍ segir það hafa komið verulega á óvart þegar ráðherra tilkynnti í fréttatíma Ríkisút- varpsins að hann myndi ekki beita sér fyrir staðfestingu samþykkt- arinnar hér á landi. Gerir ASÍ þá kröfu að ráðherrann standi við fyrirheit um að taka málið til efn- islegrar umfjöllunar. „Í því felst að formleg afstaða hans og ráðu- neytisins komi fram í störfum þeirrar nefndar sem hann fól um- fjöllun um málið, þ.e. þríhlíða ráð- gjafanefnd ráðuneytisins um mál- efni ILO og síðan að hann skili þeirri niðurstöðu til Alþingis ásamt tillögu sinni um það hvort staðfesta beri samþykktina form- lega eða ekki.“ Gagnstæð sjónarmið koma aft- ur á móti fram í umfjöllun SA um ILO-samþykktina og þýðingu hennar á vefsíðu SA. „Ákvörðun um fullgildingu þessarar sam- þykktar yrði jafnframt ákvörðun um grundvallarbreytingu íslensks vinnuréttar,“ segir SA. „Þar er það meginregla að vinnuveitandi og starfsmaður hafa gagnkvæman uppsagnarrétt að virtum lög- og samningsbundnum uppsagnar- fresti. Vinnuveitandinn þarf því almennt ekki að rökstyðja upp- sagnir starfsfólks og sýna fram á að fyrir þeim sé gild ástæða, þótt frá því séu undantekningar svo sem varðandi trúnaðarmenn stéttarfélaga, barnshafandi konur og foreldra í fæðingarorlofi.“ Bent er á að víða á meginlandi Evrópu sé stöðnun í efnahagsmál- um og mikið atvinnuleysi vanda- mál. Mörg þessara ríkja séu þjök- uð af stífum og ósveigjanlegum vinnumarkaðsreglum sem m.a. dragi úr nýsköpun, viðbragðsflýti fyrirtækja, efnahagslegum um- svifum og ráðningum í störf. Upp- sagnarverndin dragi úr möguleik- um fólks að komast á vinnu- markaðinn og ráðning starfs- manns verði áhættumeiri fyrir fyrirtæki. Íslendingar hafi borið gæfu til að viðhalda tiltölulega sveigjanlegum reglum á vinnu- markaði. Fréttaskýring | ASÍ og SA takast á um alþjóðasamþykkt ILO um uppsagnir Aukin vernd eða sveigjanleiki Kröfu beint að ráðherra að standa við fyrirheit um efnislega umfjöllun Ekki þarf að rökstyðja uppsagnir hér á landi. 33 ríki hafa fullgilt hina umdeildu samþykkt ILO  Samtök atvinnulífsins benda á að þó að samþykkt ILO hafi verið í gildi í yfir 20 ár hafi aðeins 33 ríki fullgilt hana, þar af 9 af 28 aðildarríkjum EES. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir í nýjum pistli þá staðhæf- ingu SA ranga, að ríki sem búi við ríka uppsagnarvernd séu þjökuð af stífum og ósveigjan- legum vinnumarkaðsreglum. Finnland og Svíþjóð sem séu í forystu um nýsköpun og umsvif hafi t.d. staðfest samþykktina. Eftir Ómar Friðriksson og Guðna Einarsson HELGI Einar sem var á gangi um Hafnarfjarðarhöfn milli élja í gær rakst á þennan þokkalega sel sem ljósmyndarinn var að mynda. Sel- urinn var spakur en vildi þó ekki fiskinn sem honum var boðinn. Hvarf hann svo í hafið og hefur ef- laust talið sig fá eitthvað betra að nærast á í undirdjúpunum. Morgunblaðið/Ásdís Má bjóða þér síld?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.