Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður og deilurhafa komið uppmeð nokkuð reglulegu millibili á um- liðnum árum um hvort Ís- land eigi að fullgilda sam- þykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO) nr. 158, frá árinu 1982, um uppsagnir starfsmanna af hálfu atvinnurekenda. Al- þýðusambandið hefur þrýst á um að þetta verði gert. Samtök atvinnurek- enda hafa lagst á móti. Allur gangur hefur raunar verið á fullgildingu samþykkta ILO hér á landi. Fram kom fyrir um tíu árum að á ár- unum 1990–1992 veitti Alþingi ríkisstjórn heimild til að fullgilda fjórar samþykktir en í tvo áratugi þar á undan var einungis ein sam- þykkt fullgilt. Afstaða þeirra sem gegnt hafa embætti félagsmála- ráðherra á hverjum tíma hefur ýmist verið með eða á móti inn- leiðingu ILO-samþykktarinnar. Þannig lýsti t.d. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þáverandi félagsmála- ráðherra, því á árinu 1994 að hyggja þyrfti að meiri vernd launafólks gagnvart uppsögnum og fyllilega komi til álita að taka þetta mál upp að nýju. Fyrir nokkrum dögum sagðist Árni Magnússon félagsmálaráðherra í útvarpsviðtali ekki ætla að beita sér fyrir innleiðingu samþykktar- innar. Rök eru færð með og á móti í vefsíðupistlum Umræða um þessa umdeildu samþykkt er nú að kvikna til lífs enn á ný. ASÍ telur að umfjöllun um fullgildingu samþykktarinnar ljúki ekki fyrr en Alþingi tekur af- stöðu til málsins. Kveður sam- þykktin m.a. á um að fyrir upp- sögn starfsmanns skuli vera gild ástæða sem snertir hæfni hans eða hegðun, eða hún sé byggð á rekstrarlegum ástæðum atvinnu- rekandans. Fjallað hefur verið um samþykktina og hvort hún eigi að öðlast gildi hér á landi á heimasíð- um Samtaka atvinnulífsins og ASÍ á seinustu dögum og öndverð sjónarmið verið sett fram. Rakinn er gangur málsins frá því ársfundur ASÍ 2004 sam- þykkti að beita sér fyrir því að Ís- land staðfesti fyrrnefnda sam- þykkt í vefsíðupistli ASÍ sl. þriðjudag. Félagsmálaráðherra var gerð grein fyrir málinu á fundi með fulltrúum ASÍ í nóvember 2004 og samkvæmt frásögn ASÍ taldi hann eðlilegt að taka málið upp á vettvangi þríhliða ráðgjafa- nefndar ráðuneytisins um málefni ILO. Í henni sitja fulltrúar ASÍ, SA og formaður frá félagsmála- ráðuneytinu. Staðfesting samþykktarinnar hefur tvisvar áður komið til skoð- unar hér á landi. Fyrst í félags- málaráðuneytinu 1984–5 og svo í ráðgjafanefndinni í byrjun 10. áratugar 20. aldar. Í umfjöllun ráðgjafanefndarinnar nú kom í ljós að skoðanir ASÍ og SA á sam- þykktinni voru mjög ólíkar. ASÍ telur ljóst að aðilar vinnumarkað- arins séu ekki sammála um að hrinda samþykktinni í fram- kvæmd með kjarasamningum og því beri ráðherra að leggja málið fyrir Alþingi eins og gert er ráð fyrir í 5.mgr. 19.gr. stjórnarskrár ILO. ASÍ segir það hafa komið verulega á óvart þegar ráðherra tilkynnti í fréttatíma Ríkisút- varpsins að hann myndi ekki beita sér fyrir staðfestingu samþykkt- arinnar hér á landi. Gerir ASÍ þá kröfu að ráðherrann standi við fyrirheit um að taka málið til efn- islegrar umfjöllunar. „Í því felst að formleg afstaða hans og ráðu- neytisins komi fram í störfum þeirrar nefndar sem hann fól um- fjöllun um málið, þ.e. þríhlíða ráð- gjafanefnd ráðuneytisins um mál- efni ILO og síðan að hann skili þeirri niðurstöðu til Alþingis ásamt tillögu sinni um það hvort staðfesta beri samþykktina form- lega eða ekki.“ Gagnstæð sjónarmið koma aft- ur á móti fram í umfjöllun SA um ILO-samþykktina og þýðingu hennar á vefsíðu SA. „Ákvörðun um fullgildingu þessarar sam- þykktar yrði jafnframt ákvörðun um grundvallarbreytingu íslensks vinnuréttar,“ segir SA. „Þar er það meginregla að vinnuveitandi og starfsmaður hafa gagnkvæman uppsagnarrétt að virtum lög- og samningsbundnum uppsagnar- fresti. Vinnuveitandinn þarf því almennt ekki að rökstyðja upp- sagnir starfsfólks og sýna fram á að fyrir þeim sé gild ástæða, þótt frá því séu undantekningar svo sem varðandi trúnaðarmenn stéttarfélaga, barnshafandi konur og foreldra í fæðingarorlofi.“ Bent er á að víða á meginlandi Evrópu sé stöðnun í efnahagsmál- um og mikið atvinnuleysi vanda- mál. Mörg þessara ríkja séu þjök- uð af stífum og ósveigjanlegum vinnumarkaðsreglum sem m.a. dragi úr nýsköpun, viðbragðsflýti fyrirtækja, efnahagslegum um- svifum og ráðningum í störf. Upp- sagnarverndin dragi úr möguleik- um fólks að komast á vinnu- markaðinn og ráðning starfs- manns verði áhættumeiri fyrir fyrirtæki. Íslendingar hafi borið gæfu til að viðhalda tiltölulega sveigjanlegum reglum á vinnu- markaði. Fréttaskýring | ASÍ og SA takast á um alþjóðasamþykkt ILO um uppsagnir Aukin vernd eða sveigjanleiki Kröfu beint að ráðherra að standa við fyrirheit um efnislega umfjöllun Ekki þarf að rökstyðja uppsagnir hér á landi. 33 ríki hafa fullgilt hina umdeildu samþykkt ILO  Samtök atvinnulífsins benda á að þó að samþykkt ILO hafi verið í gildi í yfir 20 ár hafi aðeins 33 ríki fullgilt hana, þar af 9 af 28 aðildarríkjum EES. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir í nýjum pistli þá staðhæf- ingu SA ranga, að ríki sem búi við ríka uppsagnarvernd séu þjökuð af stífum og ósveigjan- legum vinnumarkaðsreglum. Finnland og Svíþjóð sem séu í forystu um nýsköpun og umsvif hafi t.d. staðfest samþykktina. Eftir Ómar Friðriksson og Guðna Einarsson HELGI Einar sem var á gangi um Hafnarfjarðarhöfn milli élja í gær rakst á þennan þokkalega sel sem ljósmyndarinn var að mynda. Sel- urinn var spakur en vildi þó ekki fiskinn sem honum var boðinn. Hvarf hann svo í hafið og hefur ef- laust talið sig fá eitthvað betra að nærast á í undirdjúpunum. Morgunblaðið/Ásdís Má bjóða þér síld?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.