Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 53 MENNING FIMM konur úr sama klúbbi, Zontaklúbbi Reykjavíkur, áttu bækur á bókamarkaðinum fyrir jólin. Á fyrsta fundinum í janúar lýstu klúbbsystur þeirra sig stolt- ar af þessu merkilega menningar- framlagi kvenna í þessum litla klúbbi og færðu þeim hina hefð- bundnu gulu rós Zontahreyfing- arinnar. Formaðurinn Ágústa Sig- fúsdóttir gat þess um leið að líka væri athyglisvert í þessari æsku- dýrkun í sviðsljósinu að þessar konur væru allar við aldur, sú elsta á níræðisaldri. Bækurnar sem um ræðir eru: Orð og tunga, sem Guðrún Kvar- an, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstýrði og skrifaði ásamt tveimur öðrum um íslenska tungu, orðaforða í ís- lensk-erlendum orðabókum, af- mörkun og efnisval. Bókin er til- nefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Huldukonur stíga fram eftir Hrafnhildi Schram listfræðing, sem varpar ljósi á líf og list kvenna og framlag þeirra til ís- lensks menningarlífs. Jafnframt stendur yfir í Bogasal Þjóðminja- safnsins sýning á verkum og lífi þessara kvenna. Mynd á þili eftir Þóru Krist- jánsdóttur listfræðing, sem kynnir til sögunnar íslenska myndlist- armenn frá siðaskiptum og fram á 18. öld. Í tengslum við bókina var efnt til sýningar á Þjóðminjasafn- inu. Þóra var sæmd íslensku fálkaorðunni fyrir ritstörf um ára- mótin. Íslenska menntakonan verður til eftir Valborgu Sigurðardóttur, fyrrverandi skólastjóra Fóstru- skólans, sem fjallar um fyrstu ís- lensku menntakonurnar og að- draganda æðri menntunar kvenna á Íslandi. Les Pêcheurs Français en Is- lande, bók Elínar Pálmadóttur blaðamanns, kom nú út á frönsku máli og fjallar um hina frægu frönsku fiskimenn, sem í aldir veiddu í hundraðavís við Ísland. Bók Elínar nefndist Fransí Biskví þegar hún kom út á íslensku. Höfundarnir eru allir meðlimir í Zontaklúbbi Reykjavíkur, sem stofnaður var 1941 og hefur allar götur síðan starfað í þágu menn- ingar- eða mannúðarmála hér- lendis og erlendis í samvinnu við alþjóðasamtökin. Í klúbbnum eru um 40 konur, ein til tvær úr hverri starfsstétt. Morgunblaðið/Ómar Frá vinstri: Zontakonurnar Elín Pálmadóttir, Hrafnhildur Schram, Þóra Sigurðardóttir, Valborg Sigurðardóttir og Guðrún Kvaran. Zontakonur fyrirferð- armiklar á ritvellinum ÓLAFUR Gíslason opnar í dag sýn- inguna Fiskidrama í i8 galleríi. Samanstendur hún af teikningum, skúlptúr og myndbandsverki. Myndbandið byggist á viðtali sem listamaðurinn tók við Kristján Hjaltason, forstjóra Icelandic France SA í Frakklandi, sem er í eigu ís- lenska fyrirtækisins Icelandic Group. Fjallað er um vinnslu á fiski og mark- aðsmál, en um þessar mundir eru að eiga sér stað miklar breytingar á þessum markaði. Íslendingar eru mikilvægir þátttakendur í þessari al- þjóðlegu þróun. Ólafur fékk til liðs við sig nokkra leikara sem túlka texta sem unninn er upp úr téðu viðtali. Ólafur Gíslason er fæddur í Reykjavík 1962 og nam myndlist við MHÍ og síðar í Þýskalandi. Hann hef- ur búið og starfað í Hamborg frá árinu 1983. Ólafur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar víða um heim, m.a. í Sprengel Museum Hannover, Kunstmuseum Liechtenstein og Krefelder Kunstmuseen í Krefeld. Ólafur sýnir nú öðru sinni í gall- eríinu en sýning hans árið 1998 bar yfirskriftina Deila með og skipta. i8 er opið miðvikudaga til föstu- daga, frá kl. 11–17, laugardaga frá kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Gíslason bregður á leik á sýningu sinni í i8 galleríi. Fiskidrama Ólafs Gíslasonar í i8 www.olafurgislason.de LISTAMENNIRNIR þrír sem sýna verk sín í Nýlistasafninu hafa í gegnum tíðina verið kenndir við naumhyggju í listum en naum- hyggjustefnan kom fram í Banda- ríkjunum á sjötta og sjöunda ára- tug síðustu aldar og var undanfari hugmyndalistarinnar. Sem andsvar við málverkum sem fólu í sér ein- hvers konar tálmynd, vísuðu annað og dýrkuðu pensilstrokur snillings- ins, var takmark naumhyggjulista- manna að skapa raunverulega hluti í raunverulegu rými. Listaverk stefnunnar má þannig þekkja af því að þau leitast við að vísa aðeins í sjálf sig, innihaldið felst í yfirborð- inu en er ekki að finna í dul- úðugum, ósýnilegum kjarna eða áru sem listamaðurinn ljær því eins og módernisminn hélt m.a. fram. Litanotkun er gjarnan á grátóna- skalanum eða bundin stöðluðum verksmiðjuframleiddum litum, helst númeruðum eða nafnkenndum af framleiðanda. Verkin byggjast oft- ar upp af beinum línum en sveigð- um, mjög oft kemur einhver stærð- fræði við sögu við uppbyggingu og rytma innan verksins eða innsetn- ingarinnar. Naumhyggjan hefur haldið áfram að þróast allar götur síðan hún fyrst kom fram og fáar stefnur hafa haft jafnmikil áhrif á útlit og framsetningu listaverka í dag, hvort sem listamaðurinn er þess sjálfur meðvitaður eða ekki. Verk frumkvöðla á borð við Donald Judd og Carl André hafa staðist tímans tönn og einnig þá geysi- vinsælu strauma og stefnur í hönn- un sem hafa tekið mið af útliti listaverka þeirra, þó að verk minni spámanna standist etv. ekki sam- anburð við nýjustu Ikealínuna í eldhúsinnréttingum. Þrátt fyrir markmið naumhyggjunnar hefur því þó verið haldið fram á seinni tímum að stefnan hafi frekar verið framhald á módernismanum en ekki andstæða hans. Það er áhuga- vert að hafa það í huga þegar sýn- ingin í Nýlistasafninu er skoðuð, en að mínu mati fellur ekkert þeirra listaverka sem hér er sýnt einfald- lega undir þann hatt „raunveru- legra hluta í raunverulegu rými“ sem naumhyggjulistamenn töluðu um í upphafi og er það heldur ekki markmið þeirra, það er allt of tak- markandi að flokka þessa lista- menn einfaldlega sem naum- hyggjulistamenn. Notkun naumhyggjulistaverka á stærðfræði og rytma við uppbygg- ingu samsettra listaverka getur tengt sum þeirra við tónlist og þannig er veggmálverk Kees Visser sem nú má sjá í Nýlistasafninu einnig mjög músíkalskt listaverk, það bókstaflega dansar á veggnum, létt og leikandi og tengist rými safnsins og áhorfandanum auðveld- lega. Kees málar eins og listmálari með listmálarapensli, þó eru pens- ilför hans ekki sýnileg. Hann notar vegginn líkt og gríðarstóran striga og málverk hans er bæði nútíma- legt og hefðbundið í senn. En fyrst og fremst er það dýnamískt og sjónrænt áhugavert, mjög ánægju- leg sjónræn upplifun nú á tímum myndlistar sem leggur oft á tíðum minnsta áherslu á myndræna úr- vinnslu. Hið sama má segja um flækjur Þórs Vigfússonar sem koma á óvart miðað við fyrri verk hans þar sem beinar línar og fern- ingar hafa oftast verið í fyrirrúmi. Flækjurnar minna örlítið á risa- stórt verk Richard Deacon „Body of thought“ frá 1987 en Þór er hér að sjálfsögðu að vinna fyrst og fremst innan ramma eigin verka. Þessa rannsókn hans á sveigjum og samsetningum lína og lita mætti án efa útfæra í ofurstærð eins og verk Deacon en þessi litlu veggverk eru ekki síður áhugaverð og lita- samspilið spennandi. Það er líka aðlaðandi kímni í þessum verkum, rétt eins og að eftir að reyna ár- angurslaust að koma röð og reglu á hlutina hafi listamaðurinn tryllst og flækt öllu í eina bendu, nánari at- hugun leiðir þó í ljós vönduð vinnu- brögð og ekkert augnabliksæði. Verk þeirra Þórs og Kees vinna mjög vel saman og hið sama má segja um verk þremenninganna allra. Í innri sal safnsins sýnir Ívar Valgarðsson innsetningu með kvik- mynd af sólarljósi og tvo litafleti. Ívar heldur hér áfram með stef sem hann hefur unnið með síðast- liðin ár, en eflaust má lesa í verk hans á ýmsan máta. Felast skilaboð í litunum bleiku og bláu sem hann velur? Fölgulu sólskini sem hefur lýst upp hvíta spónaplötu úti í nátt- úrunni er hér varpað á vegg og áhorfandinn getur þar með notið nokkurn veginn einu sólargeislanna sem sjá má í Reykjavík á þessum árstíma. Staðsetning bleika litarins á gluggaveggnum eykur á tilfinn- ingu áhorfandans fyrir því að sýn- ingu Ívars sé í heild varpað í rýmið og dregur úr efniskennd. Fyrri sýningar Ívars af svipuðum toga voru báðar sjónrænt sterkari en innsetning hans hér en engu að síð- ur forvitnilegt að sjá hvernig lista- maðurinn heldur áfram að þróa þetta þema, samspil efnis og ljóss, raunveruleika og blekkingar, nátt- úru og menningar, minnis og augnabliks. Það er síðan ekki hægt annað en að minnast á innblásið og fallegt ljóð Nielsar Hafstein sem fylgir sýningu þremenningana og dregur fram vídd hennar, breidd og dýpt. Fagurfræði og kímnigáfa naumhyggjunnar Morgunblaðið/Ómar Verk eftir Þór Vigfússon á Nýlistasafninu. MYNDLIST Nýlistasafnið Til 28. janúar. Nýlistasafnið er opið miðvd. til sunnud. kl. 13–17. Ívar Valgarðsson, Kees Visser, Þór Vigfússon Ragna Sigurðardóttir Vinafélag Íslensku óp- erunnar og Endur- menntun Háskóla Ís- lands standa fyrir nám- skeiði í tengslum við sýningar Íslensku óp- erunnar á Öskubusku eftir Rossini. Öskubuska var frum- sýnd í Róm 25. janúar 1817 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í óperuhúsum víða um heim, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Á námskeiðinu, sem ber yf- irskriftina Öskubuska og Rossini, er farið í uppbygg- ingu tónlistarinnar, samspil hennar og textans grand- skoðað og gætt að hvernig form tónlistarinnar stjórnar dramatískri framvindu verks- ins. Fjallað verður ítarlega um Rossini og Öskbusku og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar, með hjálp tón- og mynd- dæma. Námskeiðið verður haldið þrjú þriðjudagskvöld á tímabilinu 7. febrúar til 21. febrúar í húsnæði Endur- menntunar. Fjórða og síðasta kvöld námskeiðisins, sunnu- daginn 26. febrúar, verður farið á sýningu í Óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af að- standendum uppsetning- arinnar en það er stór hópur listamanna sem tekur þátt í sýningunni. Umsjón með námskeiðinu hefur Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður. Námskeið um Ösku- busku Gunnsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.