Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 2
2 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚTGJÖLD HÆKKA
Útgjöld vegna stjórnsýsluverk-
efna í landbúnaði hafa hækkað mik-
ið á síðustu sex árum. Kostnaður við
rekstur landbúnaðarráðuneytisins
hefur hækkað um 78% á þessu tíma-
bili, en 219 milljónir fara til reksturs
þess samkvæmt fjárlögum. Framlög
ríkissjóðs til Bændasamtaka Íslands
hafa hækkað um 86% frá árinu 2000
og verða 488 milljónir í ár. Þessi
hækkun er mun meiri en út-
gjaldaaukning fjárlaga á þessu sex
ára tímabili en hún er um 56%. Til
samanburðar má nefna að útgjöld
vegna reksturs fjármálaráðuneyt-
isins jukust um 53% á tímabilinu.
Kynnir fjarskiptaáætlun
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra mun á næstunni kynna
áætlun um það hvernig staðið verð-
ur að uppbyggingu fjarskipta á
landsbyggðinni hvað snertir há-
hraðatengingar og farsímakerfi,
undir yfirskriftinni Altengt Ísland,
en ríkisstjórnin ákvað síðastliðið
haust að verja 2,5 milljörðum króna
af söluverði Símans til slíkra verk-
efna.
Samgönguráðherra mun kynna
þessa fjarskiptaáætlun á fundum
víða um land næstu vikurnar og
fjarskiptasjóð sem stofnaður var
með þessu fé.
Gætu orðið frumkvöðlar
Wallace S. Broecker, jarðefna-
fræðingur frá Columbia-háskóla í
New York í Bandaríkjunum, segir
að Íslendingar geti orðið frum-
kvöðlar í þróun á bindingu koltvíox-
íðs í jörðu og að íslenskur berg-
grunnur þyki mjög ákjósanlegur til
þess. Hann segir að möguleiki sé á
að frumgerð búnaðar til að nema á
brott koltvíoxíð úr andrúmsloftinu
verði hýst á Íslandi en slíkur bún-
aður er nú í þróun hjá fyrirtæki í
Tucson í Arizona.
Wallace er staddur hér á landi,
ásamt föruneyti frá Columbia-
háskóla, fyrir tilstuðlan forseta Ís-
lands, Ólafs Ragnars Grímssonar,
og mun eiga fundi með íslenskum
vísindamönnum og orkufyrirtækjum
til að ræða loftslagsmál.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 53/56
Stangveiði 26 Myndasögur 60
Þjóðlífsþankar 33 Dagbók 60/63
Forystugrein 36 Víkverji 60
Reykjavíkurbréf 36 Staður og stund 62
Sjónspegill 38 Leikhús 64
Umræðan 41/49 Bíó 66/69
Bréf 46 Sjónvarp 70
Brids 51 Staksteinar 70
Hugvekja 52 Veður 71
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarbæklingur frá Terra
Nova.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MENNTASKÓLI Borgarfjarðar,
sem ætlunin er að taki til starfa
haustið 2007 í Borgarnesi, verður
væntanlega þriggja ára framhalds-
skóli og mun starfa eftir nýrri náms-
skrá um breytt námsskipulag til
stúdentsprófs, samkvæmt upplýs-
ingum úr menntamálaráðuneytinu.
Verður hér um tilraunaverkefni að
ræða og mun menntamálaráðuneytið
bera ábyrgð á mótun námsfyrir-
komulags og skilyrðum húsnæðis.
Stjórn skólans mun bera ábyrgð á
byggingu skólahúss, stofnun og
rekstri skólans og taka síðan við
hlutverki skólanefndar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, hefur skipað
sex manna stýrihóp til að undirbúa
stofnun framhaldsskólans á grund-
velli hugmynda heimamanna, en þar
komu háskólarnir í Borgarfirði og
sveitarstjórnir við sögu. Samkvæmt
þeim verður stofnað hlutafélag um
rekstur skólans og er ætlunin að
safna 100 milljóna króna hlutafé.
Fyrstu skrefin í undirbúningi skóla-
starfsins snúa að mótun nýs náms-
fyrirkomulags og skilyrða fyrir hús-
næði skólans, þar sem farnar eru
nýjar leiðir m.a. í fullorðinsfræðslu.
Náið samstarf við háskólana
Runólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans á Bifröst, sem unnið
hefur að undirbúningi málsins í hér-
aði og verður í stýrihópi sem
menntamálaráðherra hefur skipað,
sagði að þeir Ágúst Sigurðsson, rekt-
or Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri, hefðu lagt fyrir bæjarráð Borg-
arbyggðar í ágúst sl. þá hugmynd að
skólinn yrði þriggja ára menntaskóli
og tilraunaskóli á því sviði. Þeir gera
ráð fyrir tveggja ára sameiginlegum
kjarna, með töluvert mikilli áherslu á
stærðfræði. Síðasta árið skiptist hóp-
urinn. Annars vegar félagsvísinda-
og viðskiptadeild, þar sem kennsla
verði í samstarfi við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst. Hins vegar náttúru-
fræði- og raunvísindadeild, þar sem
kennt verði í samvinnu við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri.
Að sögn Runólfs hafa þeir Ágúst
snúið bökum saman í málinu því þeir
telji afar mikilvægt að fá framhalds-
skóla í byggðina, til að treysta há-
skólasamfélagið. „Við erum að missa
fólk út af svæðinu, bæði nemendur
og starfsfólk, þegar börn þess kom-
ast á framhaldsskólaaldur. Það er
liðin tíð að foreldrar vilji senda 16 ára
börn frá sér og ekki bjóðandi upp á
það í nútímasamfélagi,“ sagði Run-
ólfur.
Þriggja ára mennta-
skóli í Borgarnesi
Nýr menntaskóli Borgfirðinga verður tilraunaskóli
SVAVAR Gestsson, sendiherra Ís-
lands í Danmörku, sagði í ræðu
sem hann flutti við opnun Erró-
sýningar í Dan-
mörku í vikunni
að sér fyndist
stundum sem
þeim Dönum
sem skrifuðu í
blöð, einkum
Berlingske, lík-
aði ekki allt of
vel við Íslend-
inga. „Það er
kannski mis-
skilningur en það verkar stundum
þannig á mig.“
Svavar sagði, er hann vék að
þessu efni, að heilmikið færi fyrir
Íslandi í Danmörku um þessar
mundir. Það væri vegna þess að
duglegt fólk væri að fjárfesta
sparnaðinn að heiman í fyr-
irtækjum og húsum í Danmörku.
Meðal annars væri verið að ávaxta
lífeyrissjóðina en lífeyrissjóðir Ís-
lendinga væru sterkari en nokkur
dæmi væru til um annars staðar.
Svavar tók fram að Íslendingar
hefðu fjárfest í fyrirtækjum víðar
en í Danmörku. „Og okkur er alls
staðar vel tekið nema helst í þessu
gamla blaði [Berlingske] en það á
áreiðanlega líka eftir að breytast.
Ég las í Børsen um daginn fyr-
irsögn um að Íslendingar hötuðu
Berlingske; það er hreinn mis-
skilningur; okkur þykir þvert á
móti vænt um Berlingske. En það
er stundum eins og sú ást sé ekki
endurgoldin og að Berlingske sé
ekki beint skotið í okkur. En áður
en langt um líður verður íslensk-
um fjármunum eins vel tekið í
Danmörku og altaristöflunni úr
Múlakirkju eða silfurkaleiknum úr
Svalbarða eða drykkjarhornunum
forkunnarfögru en allt þetta hefur
um áratugi og aldir verið í danska
þjóðminjasafninu. Aldrei hef ég
séð Berlingske kvarta undan því.“
Svavar sagði að Danmörk væri
landið sem Íslendingar leituðu
fyrst til, enn þann dag í dag, þrátt
fyrir liðlega sextugt lýðveldi. Í
Danmörku væru um eitt þúsund
íslenskir stúdentar í námi – en um
150 í Svíþjóð og um 70 í Noregi.
„Hér búa um tíu þúsund Íslend-
ingar, hingað koma fjórar til fimm
flugvélar á dag fullar af fólki og
hér eru íslenskir menningar-
viðburðir svo algengir að það er
ekki nokkur leið að hafa tölu á
þeim. Svo má kannski bæta því
við, eins og til skýringar, að fjár-
festing íslenskra aðila er alltaf til
orðin í góðri samvinnu við Dani;
dönsk fyrirtæki og banka. Gagn-
rýni á umsvif Íslendinga hér er
því í raun gagnrýni á danska sam-
starfsaðila, banka og sölufyr-
irtæki. Þegar Íslendingar hófu
umsvif í Svíþjóð fyrir átta árum
eða svo bar fyrst á ónotum í garð
Kaupþings, það breyttist fljótlega
enda kom í ljós að ónotin stöfuðu
frá þeim sem höfðu orðið undir í
samkeppninni við Íslendingana.
Þannig gerast kaupin oft á eyri öf-
undarinnar.“
Svavar Gestsson, sendiherra í Danmörku
Stundum eins og Berlingske
sé ekki beint skotið í okkur
Svavar Gestsson
MAÐUR um þrítugt var sleginn nið-
ur fyrir utan veitingastaðinn Kaffi
Amsterdam í Reykjavík um sjöleytið
í gærmorgun og fluttur meðvitund-
arlaus á slysadeild. Árásarmaðurinn
var handtekinn og fluttur á slysa-
deild þar sem hann hafði brákað sig
á hendi. Tveir menn aðrir sem líka
áttu einhvern þátt í átökunum voru
einnig fluttir meiddir á slysadeild.
Þá var maður fluttur á slysadeild
eftir að ráðist var á hann á Lækj-
artorgi um sexleytið í gærmorgun.
Hélt hann að þrír eða fjórir menn
hefðu ráðist á sig.
Samkvæmt upplýsingum læknis á
slysadeild var líklegt að mennirnir
gætu farið heim í gær, laugardag, að
loknum aðgerðum og rannsóknum.
Ráðist á tvo
menn í
Reykjavík
STARFSMENN Fiskistofu flytja nú
um helgina aðalskrifstofu stofn-
unarinnar í Dalshraun 1 í Hafn-
arfirði, nýja húsið sem Ris ehf. er
að byggja í Engidalnum, við gatna-
mót Hafnarfjarðarvegar, Álftanes-
vegar og gömlu Reykjanesbraut-
arinnar.
Fiskistofa hefur frá stofnun 1992
verið í gamla Fiskifélagshúsinu við
Ingólfsstræti 1 í Reykjavík sem
reist var 1933 og hét Höfn eftir
gömlum bóndabæ sem stóð þar.
Hjá Fiskistofu vinna um hundrað
manns, þar af um 60 í Reykjavík og
fá nú allir þeir starfsmenn sitt eigið
skrifstofupláss enda stækkar að-
staðan úr 1.500 m² í 2.000 m² að
sögn Þórðar Ásgeirssonar fiski-
stofustjóra sem tók þátt í flutning-
unum með sínu fólki.
„Hér erum við hörkuvel staðsett
bæði fyrir starfsmenn og okkar við-
skiptavini sem koma víða að,“ sagði
Þórður og bætti við að nú væri
stofnunin loksins öll undir sama
þaki en matvælasviðið hefur verið á
hrakhólum síðan það var stofnað
1993 og var nú síðast staðsett í
Tryggvagötu.
„Nú verðum við tilbúin hér á
mánudagsmorgun og símanúmerið
verður áfram hið sama en hér verð-
ur loksins rúmgott fundarherbergi
sem hlotið hefur nafnið Höfn, svo
áfram verður fundað í Höfn,“ sagði
Þórður og sinnti aðkallandi erind-
um úr öllum áttum.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Fiskistofa
flytur í
Hafnarfjörð
MAÐURINN sem lést í árekstri
strætisvagns og flutningabíls á Sæ-
braut á föstudag hét Pétur Sigurðs-
son og var fæddur árið 1946. Pétur
var kjötiðnaðarmaður að mennt og
starfaði sem strætisvagnstjóri.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
uppkomin börn.
Lést í um-
ferðarslysi
ÞJÓFAR er stolið höfðu bíl, sem fór
út af Reykjanesbraut skammt frá
Fitjum á föstudagskvöld og skemmd-
ist mikið, skildu hann þar eftir en svo
heppilega vildi til að lögreglan gat
rakið fótspor þeirra frá bifreiðinni og
handtók þrjá pilta við Njarðarbraut.
Þeir höfðu ekki aldur til að aka bíl.
Piltarnir voru færðir til lögreglu-
stöðvar vegna frekari rannsóknar á
málinu.
Röktu fótspor
þjófanna
♦♦♦
♦♦♦