Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 11 STUÐNINGUR íslenskra stjórnvalda við landbún- aðinn hefur verið að hækka á síðustu tveimur ár- um, en hann var fyrir einn sá hæsti í heimi. Opinber stuðningur við landbúnað er oftast mældur með hugtakinu PSE (producer subsidy equivalent). Stuðningur Íslands við landbúnað skipt- ist aðallega í tvennt; um helmingur skýrist af bein- um framleiðslustyrkjum og um helmingur skýrist af innflutningstollum sem veita innlendri framleiðslu vernd fyrir innflutningi. Á árunum 1986–1988 nam stuðningur mælt í PSE 77%. Hann var kominn niður í 70% árið 2002. Árið eftir fór hann niður í 62%, en árið 2004 hækkaði hann í 69%. Tölur fyrir árið 2005 liggja ekki fyrir en ljóst er að þetta hlutfall hækkaði á árinu. Skýringin á þessu er fyrst og fremst tví- þætt. Annars vegar hefur gengi krónunnar hækk- að, en hærra gengi þýðir að það væri hægt að flytja inn landbúnaðarvörur til landsins á lægra verði en áður. Þar með vegur tollverndin meira en áður. Hins vegar hefur kjötverð hækkað eftir tíma- bundna lækkun á árunum 2002–03. Þetta hefur sömu áhrif og gengið, tollverndin vegur þyngra en áður og þar með hækkar stuðningurinn mælt í PSE. Stuðningur við landbúnað er í kringum 70% hér á landi, í Noregi og Sviss. Þar á eftir kemur S-Kórea með um 62% stuðning og Japan með um 58%. Öll þessi ríki starfa saman í svokölluðum G-10 hóp á vettvangi WTO. PSE-stuðningur í Evrópusambandinu er 33% og 18% í Bandaríkj- unum. Mestur stuðningur við kjúklingarækt Séu einstakar greinar íslensks landbúnaðar skoð- aðar kemur í ljós að PSE-stuðningurinn er mestur við kjúklingarækt eða yfir 90%, miðað við tölur frá árunum 2002–2004. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að engir beinir styrkir renna til kjúklingarækt- ar. Stuðningurinn er því allur í formi tollverndar. PSE-stuðningur við svínarækt er tæplega 40% samkvæmt þessum tölum, en hafa ber í huga að verð á svínakjöti var mjög lágt á þessum árum, en hefur hækkað mikið síðan. PSE-stuðningur við eggjaframleiðslu er rúmlega 70%. Framleiðendur í þessum greinum eru mjög fáir, um það bil 12 í svínarækt og enn færri í kjúklinga- rækt og eggjaframleiðslu. Því mætti spyrja, til hvers er verið að viðhalda tollvernd í þessum greinum í ljósi þess að framleiðendur eru svo fáir? Hægt væri að lækka þennan margumrædda PSE- stuðning mjög mikið með því að lækka eða afnema tolla í þessum þremur greinum. Þetta er að sjálf- sögðu pólitísk spurning en meginástæðan fyrir því að þessir tollar hafa ekki verið lækkaðir er sú að ef fluttir yrðu til landsins ódýrir kjúklingar og svína- kjöt á lágu verði myndi það þrýsta niður verði á lambakjöti. Með því að koma í veg fyrir þennan innflutning er því verið að styðja við sauðfjárrækt- ina, en hana stunda um 2.400 bændur. PSE-stuðningur hækkar milli áravarðandi opinbera verðlagningu ávissum hluta mjólkurafurða og fram- leiðslunni er stýrt í gegnum kvóta- kerfi. Það hafa hins vegar orðið mjög miklar breytingar í mjólkurfram- leiðslunni sjálfri. Framleiðendum hefur fækkað gríðarlega og búin hafa stækkað. Árið 1991 voru um 1.500 kúabændur í landinu og meðalbúið framleiddi um 80 þúsund lítra af mjólk. Á síðasta ári voru framleið- endur um 850 og framleiðslan á með- albúi var rúmlega 130 þúsund lítrar. Þetta hefur þýtt mikla hagræðingu á búunum því fastur kostnaður hækk- ar lítið þó að gripunum fjölgi. Kúa- bændur hafa verið að fjárfesta gríð- arlega mikið. Ný fjós hafa verið byggð og endurbætt. Miklar fjárfest- ingar hafa líka verið í tækjum, m.a. mjaltabásum og mjaltaþjónum. Mjög stór kostnaðarliður samhliða þessum fjárfestingum er kaup á mjólkurkvóta, en verð á honum hefur hækkað mikið. Ekki eru mörg ár síð- an kvóti var að seljast á 180 kr/l og þótti mörgum verðið hátt. Síðastliðið haust fór verðið hins vegar upp fyrir 400 kr/l. Eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Raun- ar hefur aukningin verið svo mikil að framleiðslan hefur verið á mörkum þess að duga. Eins og staðan er um þessar mundir greiða afurðastöðvar bændum fyrir alla mjólk sem þeir framleiða og margir eru þeirrar skoðunar að þannig verði staðan áfram í nánustu framtíð. Íslenski kúastofninn geti einfaldlega ekki framleitt mikið meira en 110–112 milljónir lítra á ári og í reynd tak- marki kvótakerfið framleiðslu bænda ekki neitt eða að minnsta kosti ætti ekki að gera það. Opinber afskipti af mjólkurfram- leiðslunni eru hins vegar eftir sem áður enn talsvert mikil. Heildsölu- verð af um helmingi mjólkurafurða er ákveðið af verðlagsnefnd búavara en í henni sitja fulltrúar bænda, mjólkuriðnaðarins, ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Nánar verður fjallað um þetta síðar. Ríkissjóður ver í beingreiðslur til kúabænda 4,8 milljörðum króna á þessu ári. Næsta sunnudag verður fjallað um tilraunir til að aðlaga land- búnaðarkerfið breyttum tímum og möguleika til hagræðingar í mjólkurframleiðslu. egol@mbl.is ÚTGJÖLD vegna stjórnsýsluverk- efna í landbúnaði hafa hækkað mik- ið á síðustu sex árum. Fram- leiðslustyrkir, sem eru stærsti liður útgjaldanna, hafa einnig hækkað milli ára, en þó mun minna en út- gjöld fjárlaga ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlögum þessa árs verða útgjöld landbúnaðarráðuneyt- isins um 13 milljarðar. Inni í þessum tölum eru framlög til skógræktar, Landgræðslunnar og fleiri verkefna sem ekki flokkast strangt til tekið undir landbúnað. Hæstu upphæð- irnar fara í beingreiðslur til mjólk- urframleiðenda, 4,8 milljarðar, og til sauðfjárbænda, tæplega 3 milljarðar. Þessir tveir liðir hafa hækkað um 33–35% frá árinu 2000. Útgjöld ríkissjóðs hafa á sama tímabili hækkað um 56%. Einn nýr liður framleiðslustyrkja hefur bæst við á þessu tímabili, en það eru styrkir til grænmetisframleiðenda. Þeir verða 355 milljónir á þessu ári. Framlög til landbúnaðarskólanna á Hólum og Hvanneyri hafa hækkað verulega á þessum sex árum. Skól- inn á Hvanneyri hefur breyst mikið, en hann sameinaðist Garðyrkjuskól- anum og Rannsóknastofnun land- búnaðarins á tímabilinu. Ný stofnun, Landbúnaðarstofnun, hefur tekið við verkefnum yfirdýralæknis og Að- fangaeftirlitsins. Útgjöld Landbún- aðarstofnunar á þessu ári eru áætl- uð 561 milljón á árinu, en hún greiðir m.a. laun allra héraðs- dýralækna á landinu, auk fjölmargra annarra verkefna. Ein stofnun hefur verið seld á tímabilinu en það er Lánasjóður landbúnaðarins, sem var seldur til Landsbankans í fyrra. Athygli vekur hvað útgjöld vegna stjórnsýslu hafa aukist mikið á þessu tímabili. Rekstur landbún- aðarráðuneytisins kostar 219 millj- ónir sem er hækkun um 78% á sex árum. Framlög ríkissjóðs til Bænda- samtaka Íslands verða 488 milljónir á næsta ári og hafa hækkað um 86% frá árinu 2000. Bændasamtökin sjá um ýmis stjórnsýsluverkefni samkvæmt sérstökum samningi sem þau gera við ríkið. Stjórnvöld endurnýjuðu nýlega þennan samning (bún- aðarlagasamning) til fjögurra ára. Sérstök fjárveiting er undir þess- um lið til markaðsmála, m.a. vegna sölu landbúnaðarvara er- lendis. Bændasamtökin sjá einnig um leiðbeiningarþjónustu fyrir bændur og hluti greiðslnanna fer í að standa undir lífeyrisgreiðslum til ráðunauta sem komnir eru á eftirlaun. Því hefur oft verið velt upp, m.a. á fundum hjá bændum sjálfum, að rétt væri að bændur yrðu látnir greiða fyrir leiðbeiningarþjónustuna í auknum mæli. Þessi þjónusta er reyndar ekki ókeypis í dag, en fram- lag ríkissjóðs er eftir sem áður um 377 milljónir. Útgjöld vegna stjórnsýslu hækkuðu um 78—86%                !   "   # $ % '           (       && ) !   &&    *  +   && ,  ,-     )   .       )   .      )   . %  /%    +         0     1   )       23      2'45'2 4                                        66787            966                                    !  "   VERÐLAG á matvörum í Evrópu er mjög breyti- legt. Það er langlægst í Austur-Evrópu þar sem kaupmáttur er minnstur. Það er heldur hærra í Suður-Evrópu í löndum eins og Spáni og Grikk- landi. Verðið hækkar þegar komið er norðar í álfuna, en hæst er það á Norðurlöndunum og í Sviss. Augljóst samhengi er á milli verðlags og launa í viðkomandi landi. Verðlag á Íslandi er hátt í öllum vöruflokkum. Hagstofa Íslands hefur tekið þátt í alþjóð- legum samanburði á verðlagi í Evrópulöndum í gegnum Eurostat (evrópsku hagstofuna). Nýj- ustu tölur sem eru handbærar eru frá árinu 2003, en nýjar tölur verða birtar á þessu ári. Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hag- stofu Íslands, segir erfitt að segja fyrir um hvort líklegt sé að Ísland komi betur út í samanburð- inum sem gerður verður á þessu ári. Hann bendir þó á að gengi krónunnar hafi hækkað á síðustu tveimur árum en það gerir það að verk- um að innfluttar vörur ættu að verða ódýrari. Þá geti samkeppni á matvörumarkaði hafa haft áhrif. Tölur Hagstofunnar sýna að verðlag er hæst í Sviss, Noregi og á Íslandi. Þar á eftir koma Ír- land, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Verðlag í löndum eins og Rúmeníu, Búlgaríu og Póllandi er þrefalt lægra en á Íslandi og í Noregi. Það er því villandi að tala um eitthvert eitt Evrópuverð á matvöru. Verðlag í nær öllum vöruflokkum er hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Mestur er verðmunurinn á brauði og kornvörum, græn- meti, gosi, sykri og sælgæti. Verð á brauði er t.d. 19% hærra á Íslandi en í Danmörku þar sem það er tiltölulega hátt og 100% hærra en í Bret- landi. Verð á landbúnaðarvörum er einnig hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þó mælist verð á kjöti talsvert lægra á Íslandi en í Noregi og Sviss og aðeins um 8% hærra en í Danmörku. Verð á mjólkurvörum mælist hæst á Íslandi, um 7% hærra en í Noregi og um 39% hærra en í Danmörku. Þó augljóst sé að verðlag er hæst þar sem launin eru hæst verður heldur ekki horft fram hjá því að verðlag á landbúnaðarvörum er hæst í Sviss, Noregi og á Íslandi, en þetta eru þau lönd sem styrkja landbúnað sinn mest allra þjóða með beinum styrkjum og tollvernd. Dýrustu föt og skór eru á Íslandi Tölur Hagstofunnar sýna einnig að við erum með næsthæsta áfengisverð í Evrópu á eftir Noregi. Hagstofan hefur einnig skoðað verð á fötum og skóm og þar er Ísland á toppnum. Næst á eftir kemur Noregur með 11% lægra verð. Verð á fötum og skóm er 35% lægra í Danmörku en á Íslandi og 65% lægra í Bret- landi, samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar.                                                                                      !"#              $#%  &               '% (                                   '     )%%          *(+              ,&              ,     !          : ; < =  :2/>?9 -% .// 0 10% &# -2/#%// 3 4%& ,5+%& 62/#(7//#5 86 0 199&2/%// ,#72/#9// % 39 :; +  <09 9>> 96@ 9>8 98 9>< 9< 966 96 9 9<< 97 96 96@ < #&%0/ =%9/#"/= /+&&/ 9/9/ //+%&/%&//>/#+/+/9/ 0+// #%/ /+&#+&/ +7/< #&%/96&/+%2/#+// /96&/#2/ /96&/ ///96&/.%2 +7 7/?@ A2/#"&//96&/#0+/+% 0//#%// //+%&/ /? >/ 9%&//&/ / /B/#&2/ / / / /// / /.%&/+&/ &/#B/&7 * &C/ 8 +0               &                   .%                .                )(4+ ;              &##              %                >B           :D      @ 7        ?&#%          )&% =B      .(        :6              Verðlag á Íslandi hátt í öllum vöruflokkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.