Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 11 STUÐNINGUR íslenskra stjórnvalda við landbún- aðinn hefur verið að hækka á síðustu tveimur ár- um, en hann var fyrir einn sá hæsti í heimi. Opinber stuðningur við landbúnað er oftast mældur með hugtakinu PSE (producer subsidy equivalent). Stuðningur Íslands við landbúnað skipt- ist aðallega í tvennt; um helmingur skýrist af bein- um framleiðslustyrkjum og um helmingur skýrist af innflutningstollum sem veita innlendri framleiðslu vernd fyrir innflutningi. Á árunum 1986–1988 nam stuðningur mælt í PSE 77%. Hann var kominn niður í 70% árið 2002. Árið eftir fór hann niður í 62%, en árið 2004 hækkaði hann í 69%. Tölur fyrir árið 2005 liggja ekki fyrir en ljóst er að þetta hlutfall hækkaði á árinu. Skýringin á þessu er fyrst og fremst tví- þætt. Annars vegar hefur gengi krónunnar hækk- að, en hærra gengi þýðir að það væri hægt að flytja inn landbúnaðarvörur til landsins á lægra verði en áður. Þar með vegur tollverndin meira en áður. Hins vegar hefur kjötverð hækkað eftir tíma- bundna lækkun á árunum 2002–03. Þetta hefur sömu áhrif og gengið, tollverndin vegur þyngra en áður og þar með hækkar stuðningurinn mælt í PSE. Stuðningur við landbúnað er í kringum 70% hér á landi, í Noregi og Sviss. Þar á eftir kemur S-Kórea með um 62% stuðning og Japan með um 58%. Öll þessi ríki starfa saman í svokölluðum G-10 hóp á vettvangi WTO. PSE-stuðningur í Evrópusambandinu er 33% og 18% í Bandaríkj- unum. Mestur stuðningur við kjúklingarækt Séu einstakar greinar íslensks landbúnaðar skoð- aðar kemur í ljós að PSE-stuðningurinn er mestur við kjúklingarækt eða yfir 90%, miðað við tölur frá árunum 2002–2004. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að engir beinir styrkir renna til kjúklingarækt- ar. Stuðningurinn er því allur í formi tollverndar. PSE-stuðningur við svínarækt er tæplega 40% samkvæmt þessum tölum, en hafa ber í huga að verð á svínakjöti var mjög lágt á þessum árum, en hefur hækkað mikið síðan. PSE-stuðningur við eggjaframleiðslu er rúmlega 70%. Framleiðendur í þessum greinum eru mjög fáir, um það bil 12 í svínarækt og enn færri í kjúklinga- rækt og eggjaframleiðslu. Því mætti spyrja, til hvers er verið að viðhalda tollvernd í þessum greinum í ljósi þess að framleiðendur eru svo fáir? Hægt væri að lækka þennan margumrædda PSE- stuðning mjög mikið með því að lækka eða afnema tolla í þessum þremur greinum. Þetta er að sjálf- sögðu pólitísk spurning en meginástæðan fyrir því að þessir tollar hafa ekki verið lækkaðir er sú að ef fluttir yrðu til landsins ódýrir kjúklingar og svína- kjöt á lágu verði myndi það þrýsta niður verði á lambakjöti. Með því að koma í veg fyrir þennan innflutning er því verið að styðja við sauðfjárrækt- ina, en hana stunda um 2.400 bændur. PSE-stuðningur hækkar milli áravarðandi opinbera verðlagningu ávissum hluta mjólkurafurða og fram- leiðslunni er stýrt í gegnum kvóta- kerfi. Það hafa hins vegar orðið mjög miklar breytingar í mjólkurfram- leiðslunni sjálfri. Framleiðendum hefur fækkað gríðarlega og búin hafa stækkað. Árið 1991 voru um 1.500 kúabændur í landinu og meðalbúið framleiddi um 80 þúsund lítra af mjólk. Á síðasta ári voru framleið- endur um 850 og framleiðslan á með- albúi var rúmlega 130 þúsund lítrar. Þetta hefur þýtt mikla hagræðingu á búunum því fastur kostnaður hækk- ar lítið þó að gripunum fjölgi. Kúa- bændur hafa verið að fjárfesta gríð- arlega mikið. Ný fjós hafa verið byggð og endurbætt. Miklar fjárfest- ingar hafa líka verið í tækjum, m.a. mjaltabásum og mjaltaþjónum. Mjög stór kostnaðarliður samhliða þessum fjárfestingum er kaup á mjólkurkvóta, en verð á honum hefur hækkað mikið. Ekki eru mörg ár síð- an kvóti var að seljast á 180 kr/l og þótti mörgum verðið hátt. Síðastliðið haust fór verðið hins vegar upp fyrir 400 kr/l. Eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Raun- ar hefur aukningin verið svo mikil að framleiðslan hefur verið á mörkum þess að duga. Eins og staðan er um þessar mundir greiða afurðastöðvar bændum fyrir alla mjólk sem þeir framleiða og margir eru þeirrar skoðunar að þannig verði staðan áfram í nánustu framtíð. Íslenski kúastofninn geti einfaldlega ekki framleitt mikið meira en 110–112 milljónir lítra á ári og í reynd tak- marki kvótakerfið framleiðslu bænda ekki neitt eða að minnsta kosti ætti ekki að gera það. Opinber afskipti af mjólkurfram- leiðslunni eru hins vegar eftir sem áður enn talsvert mikil. Heildsölu- verð af um helmingi mjólkurafurða er ákveðið af verðlagsnefnd búavara en í henni sitja fulltrúar bænda, mjólkuriðnaðarins, ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Nánar verður fjallað um þetta síðar. Ríkissjóður ver í beingreiðslur til kúabænda 4,8 milljörðum króna á þessu ári. Næsta sunnudag verður fjallað um tilraunir til að aðlaga land- búnaðarkerfið breyttum tímum og möguleika til hagræðingar í mjólkurframleiðslu. egol@mbl.is ÚTGJÖLD vegna stjórnsýsluverk- efna í landbúnaði hafa hækkað mik- ið á síðustu sex árum. Fram- leiðslustyrkir, sem eru stærsti liður útgjaldanna, hafa einnig hækkað milli ára, en þó mun minna en út- gjöld fjárlaga ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlögum þessa árs verða útgjöld landbúnaðarráðuneyt- isins um 13 milljarðar. Inni í þessum tölum eru framlög til skógræktar, Landgræðslunnar og fleiri verkefna sem ekki flokkast strangt til tekið undir landbúnað. Hæstu upphæð- irnar fara í beingreiðslur til mjólk- urframleiðenda, 4,8 milljarðar, og til sauðfjárbænda, tæplega 3 milljarðar. Þessir tveir liðir hafa hækkað um 33–35% frá árinu 2000. Útgjöld ríkissjóðs hafa á sama tímabili hækkað um 56%. Einn nýr liður framleiðslustyrkja hefur bæst við á þessu tímabili, en það eru styrkir til grænmetisframleiðenda. Þeir verða 355 milljónir á þessu ári. Framlög til landbúnaðarskólanna á Hólum og Hvanneyri hafa hækkað verulega á þessum sex árum. Skól- inn á Hvanneyri hefur breyst mikið, en hann sameinaðist Garðyrkjuskól- anum og Rannsóknastofnun land- búnaðarins á tímabilinu. Ný stofnun, Landbúnaðarstofnun, hefur tekið við verkefnum yfirdýralæknis og Að- fangaeftirlitsins. Útgjöld Landbún- aðarstofnunar á þessu ári eru áætl- uð 561 milljón á árinu, en hún greiðir m.a. laun allra héraðs- dýralækna á landinu, auk fjölmargra annarra verkefna. Ein stofnun hefur verið seld á tímabilinu en það er Lánasjóður landbúnaðarins, sem var seldur til Landsbankans í fyrra. Athygli vekur hvað útgjöld vegna stjórnsýslu hafa aukist mikið á þessu tímabili. Rekstur landbún- aðarráðuneytisins kostar 219 millj- ónir sem er hækkun um 78% á sex árum. Framlög ríkissjóðs til Bænda- samtaka Íslands verða 488 milljónir á næsta ári og hafa hækkað um 86% frá árinu 2000. Bændasamtökin sjá um ýmis stjórnsýsluverkefni samkvæmt sérstökum samningi sem þau gera við ríkið. Stjórnvöld endurnýjuðu nýlega þennan samning (bún- aðarlagasamning) til fjögurra ára. Sérstök fjárveiting er undir þess- um lið til markaðsmála, m.a. vegna sölu landbúnaðarvara er- lendis. Bændasamtökin sjá einnig um leiðbeiningarþjónustu fyrir bændur og hluti greiðslnanna fer í að standa undir lífeyrisgreiðslum til ráðunauta sem komnir eru á eftirlaun. Því hefur oft verið velt upp, m.a. á fundum hjá bændum sjálfum, að rétt væri að bændur yrðu látnir greiða fyrir leiðbeiningarþjónustuna í auknum mæli. Þessi þjónusta er reyndar ekki ókeypis í dag, en fram- lag ríkissjóðs er eftir sem áður um 377 milljónir. Útgjöld vegna stjórnsýslu hækkuðu um 78—86%                !   "   # $ % '           (       && ) !   &&    *  +   && ,  ,-     )   .       )   .      )   . %  /%    +         0     1   )       23      2'45'2 4                                        66787            966                                    !  "   VERÐLAG á matvörum í Evrópu er mjög breyti- legt. Það er langlægst í Austur-Evrópu þar sem kaupmáttur er minnstur. Það er heldur hærra í Suður-Evrópu í löndum eins og Spáni og Grikk- landi. Verðið hækkar þegar komið er norðar í álfuna, en hæst er það á Norðurlöndunum og í Sviss. Augljóst samhengi er á milli verðlags og launa í viðkomandi landi. Verðlag á Íslandi er hátt í öllum vöruflokkum. Hagstofa Íslands hefur tekið þátt í alþjóð- legum samanburði á verðlagi í Evrópulöndum í gegnum Eurostat (evrópsku hagstofuna). Nýj- ustu tölur sem eru handbærar eru frá árinu 2003, en nýjar tölur verða birtar á þessu ári. Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hag- stofu Íslands, segir erfitt að segja fyrir um hvort líklegt sé að Ísland komi betur út í samanburð- inum sem gerður verður á þessu ári. Hann bendir þó á að gengi krónunnar hafi hækkað á síðustu tveimur árum en það gerir það að verk- um að innfluttar vörur ættu að verða ódýrari. Þá geti samkeppni á matvörumarkaði hafa haft áhrif. Tölur Hagstofunnar sýna að verðlag er hæst í Sviss, Noregi og á Íslandi. Þar á eftir koma Ír- land, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Verðlag í löndum eins og Rúmeníu, Búlgaríu og Póllandi er þrefalt lægra en á Íslandi og í Noregi. Það er því villandi að tala um eitthvert eitt Evrópuverð á matvöru. Verðlag í nær öllum vöruflokkum er hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Mestur er verðmunurinn á brauði og kornvörum, græn- meti, gosi, sykri og sælgæti. Verð á brauði er t.d. 19% hærra á Íslandi en í Danmörku þar sem það er tiltölulega hátt og 100% hærra en í Bret- landi. Verð á landbúnaðarvörum er einnig hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þó mælist verð á kjöti talsvert lægra á Íslandi en í Noregi og Sviss og aðeins um 8% hærra en í Danmörku. Verð á mjólkurvörum mælist hæst á Íslandi, um 7% hærra en í Noregi og um 39% hærra en í Danmörku. Þó augljóst sé að verðlag er hæst þar sem launin eru hæst verður heldur ekki horft fram hjá því að verðlag á landbúnaðarvörum er hæst í Sviss, Noregi og á Íslandi, en þetta eru þau lönd sem styrkja landbúnað sinn mest allra þjóða með beinum styrkjum og tollvernd. Dýrustu föt og skór eru á Íslandi Tölur Hagstofunnar sýna einnig að við erum með næsthæsta áfengisverð í Evrópu á eftir Noregi. Hagstofan hefur einnig skoðað verð á fötum og skóm og þar er Ísland á toppnum. Næst á eftir kemur Noregur með 11% lægra verð. Verð á fötum og skóm er 35% lægra í Danmörku en á Íslandi og 65% lægra í Bret- landi, samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar.                                                                                      !"#              $#%  &               '% (                                   '     )%%          *(+              ,&              ,     !          : ; < =  :2/>?9 -% .// 0 10% &# -2/#%// 3 4%& ,5+%& 62/#(7//#5 86 0 199&2/%// ,#72/#9// % 39 :; +  <09 9>> 96@ 9>8 98 9>< 9< 966 96 9 9<< 97 96 96@ < #&%0/ =%9/#"/= /+&&/ 9/9/ //+%&/%&//>/#+/+/9/ 0+// #%/ /+&#+&/ +7/< #&%/96&/+%2/#+// /96&/#2/ /96&/ ///96&/.%2 +7 7/?@ A2/#"&//96&/#0+/+% 0//#%// //+%&/ /? >/ 9%&//&/ / /B/#&2/ / / / /// / /.%&/+&/ &/#B/&7 * &C/ 8 +0               &                   .%                .                )(4+ ;              &##              %                >B           :D      @ 7        ?&#%          )&% =B      .(        :6              Verðlag á Íslandi hátt í öllum vöruflokkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.