Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 14

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 14
14 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Indversk verkakona hvílir sig í Nýju-Delí. Indland er meðal þeirra landa þar sem mestur er hagvöxtur um þessar mundir, en þó býr tæplega þriðjungur þjóðar- innar undir fátækramörkum. Á ráðstefnunni í Malí verður meðal annars fjallað um áhrif hnattvæðingar á fátækustu íbúa heimsins. Reuters „Veröld okkar er ekki til sölu“ stendur á borða á fundi World Social Forum í Bombay á Indlandi fyrir tveimur árum. Í þessari viku hefst fundur WSF í Malí. Þegar helstu viðskiptajöfrarheimsins, stjórnmálamennog sérfræðingar með ólíkatitla koma saman í Davos íSviss til að ræða og leggja línurnar varðandi hina efnahagslegu hnattvæðingu hittast andstæðingar þessa sama fyrirbæris á öllu óform- legri fundum, bera saman bækur sín- ar og samhæfa aðgerðir. Fundur þeirra fyrrnefndu kallast World Economic Forum (WEF) sem hefur verið þýtt sem heimsviðskipta- ráðstefnan en þeirra síðarnefndu World Social Forum (WSF) sem má ef til vill þýða sem félagslega heims- ráðstefnu eða samræðuvettvang fé- lagshreyfinga í heiminum. World Social Forum á að hluta til rót sína í hreyfingu sem hefur verið kennd við andstöðu gegn hnattvæð- ingu (Anti-globalization Movement) en kýs yfirleitt sjálf að kalla sig al- þjóðlega réttlætishreyfingu. Stór mótmæli við fund Heimsvið- skiptastofnunarinnar (World Trade Organization) í Seattle árið 1999 eru oft talin marka upphaf þessarar and- spyrnuhreyfingar þótt raunar megi rekja hana mun lengra aftur. Mót- mælin í Seattle urðu til þess að fresta þurfti fundi Heimsviðskiptastofnun- arinnar en það sem gerði þau merki- leg var að þarna komu saman mót- mælendur frá ólíkum löndum, frá ólíkum hreyfingum og með ólík mark- mið. Það eina sem þeir áttu sameig- inlegt var andúðin á kapítalismanum í hnattvæðingunni. Frá mótmælunum í Seattle hefur orðið sífellt erfiðara fyrir helstu ráða- menn efnahagslífsins og pólitískra leiðtoga að funda án þess að hafa mik- inn viðbúnað og oft skerst í odda milli mótmælenda og lögreglu. Fyrsta samkoma World Social Forum var haldin árið 2001 í Porto Alegre í Brasilíu. Tímasetningin var engin tilviljun; einmitt á sama tíma og fundur World Economic Forum í Sviss. Það voru brasilísk félagasam- tök sem undirbjuggu ráðstefnuna en hún hefur síðan þá verið haldin þar í landi þrisvar og einu sinni á Indlandi. Í ár verður hún haldin í þremur lönd- um: Malí, Venesúela og Pakistan en ráðstefnunni í Pakistan hefur verið frestað um tvo mánuði vegna jarð- skjálftanna fyrir skömmu. Þess í stað verður boðað til fundar þar sem sér- staklega verður fjallað um náttúru- hamfarir, hlutverk stjórnvalda og al- þjóðlegra afla, neyðarhjálp o.fl. Vettvangur fremur en samtök WSF eru ekki samtök í sjálfu sér heldur umræðuvettvangur fé- lagshreyfinga og grasrótarhreyfinga alls staðar að úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að vera mótfallnar nýfrjálshyggju og heimi sem er stjórnað af fjármagni eða hvers konar heimsvaldastefnu. Þetta er ekki einn fundur heldur mörg hundruð fundir þar sem vandi íbúa heimsins er rædd- ur. Fjallað er um ólík vandamál sem eru þó öll talin eiga rót sína í kapítal- ískri hnattvæðingu. Þarna eru um- hverfisverndarsinnar sem hafa fylgst með stórfyrirtækjum flytja starfsemi sína til landa þar sem kröfur um um- hverfisvernd eru vægari, verkalýðs- félög sem gagnrýna stórfyrirtæki og segja þau misnota ódýrt vinnuafl frá fátækum löndum og baráttufólk gegn fátækt sem fullyrðir að allra fátæk- asta fólkið verði út undan í hnattvæð- ingunni og tapi jafnvel á henni. Árið 2001 tóku tíu þúsund manns þátt í WSF en talið er að fyrir ári síð- an hafi þátttakendur verið vel á annað hundrað þúsund. Félagasamtök geta staðið fyrir fundum eða viðburðum en stjórnmálaflokkum og hernaðarleg- um samtökum er meinuð þátttaka þótt einstaklingum sé frjálst að fylgj- ast með því sem fram fer. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileika þeirra sem sækja WSF og þess vegna er lítið um sameiginlegar ályktanir þótt starfað sé eftir ákveðnum viðmiðum. Skipulag og framkvæmd er í höndum félagasamtaka. Sambærilegar sam- komur eru síðan haldnar á smærri svæðum en sem dæmi má nefna að European Social Forum var síðast haldið í London 2004. Misrétti samofið kapítalisma Á WSF er unnið í mismunandi málaflokkum. Á einum stað er verið að ræða umhverfismál á meðan hópur fólks veltir fyrir sér samhenginu milli feðraveldis og nýfrjálshyggju. Kjör- orð WSF eru: Við eigum val um öðru- vísi veröld eða „Another world is possible“ og virðing fyrir mann- réttindum og jafnrétti er í forgrunni. Litið er svo á að hnattvæðingin sé á forsendum stórfyrirtækja sem séu síðan studd af ríkisstjórnum og al- þjóðlegum stofnunum. Ójöfnuður kynja og kynþátta og ill meðferð á náttúrunni séu eyðileggjandi fylgi- fiskar kapítalismans. Á WSF er lögð áhersla á raunveru- legt lýðræði. Þess vegna talar engin einn einstaklingur í nafni ráðstefn- unnar og engar ákvarðanir eru tekn- ar sem gilda fyrir alla. Öllu valdi einn- ar manneskju yfir annarri er hafnað og beiting ofbeldis af hálfu ríkisins er fordæmd. WSF boðar ekki einn al- heimssannleik. Á WSF eru hópar sem vilja að hnattvæðingunni sé stýrt í betri farveg, t.d. með alþjóðlegum stofnunum, en líka hópar sem vilja afturhvarf til tímans fyrir hnattvæð- ingu með sjálfbærum búskap. Mikið hefur verið tekist á um hvort stefna skuli að umbótum eða hreinni og beinni byltingu. Gagnrýni á WSF Þátttakendur í World Social For- um eru langt frá því að vera einsleitur hópur og tilraunir til að flokka hópa sem einmitt berjast gegn hvers kyns flokkun hafa fallið í grýttan jarðveg. Sumir fréttamiðlar hafa því miður lát- ið í veðri vaka að þarna sé um einn hóp að ræða og fréttirnar hafa litast af þeirri tilhneigingu að setja sama- semmerki milli mótmæla og óeirða. Engu síður hefur World Social Forum fengið á sig gagnrýni úr öllum áttum. Bent hefur verið á að þarna sé aðeins verið að finna að nýfrjáls- hyggju en að engar raunverulegar til- lögur til úrbóta séu lagðar fram. Hóp- ar anarkista hafa mótmælt því að WSF geri tilraunir til að vera eins og miðstýrt bákn sem tekur ákvarðanir fyrir alla. Þeir sem eru hvað mest á móti ráðstefnunni hafa bent á að hin kapítalíska hnattvæðing sé eina leiðin til að berjast gegn fátækt í heiminum og hægrisinnaðir andstæðingar hnattvæðingar hafa gagnrýnt WSF fyrir að vera vinstri sinnaða samkomu sem rúmi ekki fleiri pólitísk sjónar- mið. Hvað sem öðru líður hefur þeim sem sækja WSF fjölgað ár frá ári sem bendir til þess að málstaðurinn sé að breiðast út og rödd þeirra sem hafna kapítalískri hnattvæðingu verður sí- fellt háværari. Það verður því spenn- andi að fylgjast með því sem þarna fer fram. WSF í Malí hefst 17. janúar og lýkur 23. en í Venesúela stendur sam- koman yfir frá 24.–29. janúar. Helstu heimildir http://www.weforum.org http://www.forumsocialmundial.org.br http://www.fsmmali.org http://notendur.centrum.is/~einarol/ http://www.wikipedia.org/ Við eigum val um öðru- vísi veröld Tugþúsundir flykkjast nú til Malí í V-Afríku til að taka þátt í World Social Forum sem haldið verður dagana 19.–23. janúar nk. Halla Gunnarsdóttir rekur hér sögu þessarar heimssamkomu verkalýðs- og grasrótarhreyfinga en hún er stödd í Malí ásamt Alistair Inga Gretarssyni til að fylgjast með því sem fram fer. halla@mbl.is WORLD ECONOMIC FORUM (WEF), eða heimsviðskiptaráðstefnan, var fyrst haldin árið 1971 en þetta er sjálfstæð hreyfing sem hefur það að markmiði að bæta heiminn með því að hvetja leiðtoga til að vinna saman að pólitískri og efnahagslegri stefnumótun, bæði hnattrænt sem og á afmarkaðri svæðum. Þessi fundur ratar iðulega í fréttir enda koma þar saman valdamiklir leiðtogar, bæði af pólitíska sviðinu sem og úr viðskiptalífinu. Hinn íslenski viðskiptajöfur, Björgólfur Thor Björgólfsson, hefur t.d. setið þessa ráðstefnu vegna þátttöku sinnar í verkefninu Young Global Leaders eða ungir hnattrænir leiðtogar og á þessu ári verður íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson í þeim hópi. Á þessum vett- vangi árið 2003 lýsti Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því yfir að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að ráðast inn í Írak upp á sitt eindæmi vildu Sameinuðu þjóð- irnar ekki samþykkja nýja ályktun um vald- beitingu og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, nýtti ávarp sitt árið 2004 í að gagnrýna of eindregna áherslu á stríðið gegn hryðjuverk- um. Hvað sem öðru líður lýsir það kannski vel þeim hópi sem þarna situr að leikkonunni Sharon Stone, sem sat ráðstefnuna fyrir ári síðan, tókst á fimm mínútum að safna 62 millj- ónum króna til að draga úr barnadauða í Afr- íku. Þetta gerði hún með því að kveðja sér hljóðs í framhaldi af ávarpi hagfræðingsins Jeffrey Sachs sem benti á að 150 þúsund börn létust á mánuði í þessari fátæku heimsálfu vegna þess að þau vantaði moskítónet til að sofa undir. Stone ánafnaði þegar tíu þúsund dollurum eða í kringum 620 þúsund íslenskum krónum til baráttunnar og fundurinn lét ekki á sér standa. Þegar tilkynnt var að 62 milljónir króna hefðu safnast var enn fjöldi framlaga ótalinn en ætla má að í kringum tvö þúsund manns hafi verið á fundinum. Stórfyrirtæki og leiðtogar Í kringum þúsund stórfyrirtæki eru aðilar að World Economic Forum en samkvæmt heimasíðu samtakanna líta þau öll á það sem skuldbindingu sína að gera heiminn að betri íverustað. Þannig séu þau fús til að leggja fram sérfræðiþekkingu sína og aðstoð til að hvetja til efnahagslegra og félagslegra framfara um allan heim. Þetta eru fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nestlé, Siemens og Microsoft. Þegar heimsráðstefnan er haldin koma sam- an fulltrúar þessara fyrirtækja auk pólitískra og trúarlegra leiðtoga og ýmissa sérfræðinga en í kringum tvö þúsund manns sitja ráðstefn- una árlega. WEF hefur einnig gert tilraunir til að bjóða frjálsum félagasamtökum (NGOs) að taka þátt í ráðstefnunni með misgóðum ár- angri enda virðist ýmislegt skilja þar í milli. Gagnrýnendur segja WEF vera eitt allsherjar viðskiptaþing þar sem ríkustu fyrirtæki heims geti gert samninga hvert við annað og um leið myndað hagsmunatengsl við valdamikla stjórnmálaleiðtoga. WEF hefur hins vegar bent á að margir gagnrýnendur fari fram með látum og jafnvel ofbeldi en að samtökin séu vel undir búin að taka mið af málefnalegri gagn- rýni sem sé sett friðsamlega fram. Til að mæta gagnrýni er t.d. nú haldin opin ráðstefna sam- hliða heimsráðstefnu WEF í Davos þar sem al- menningur getur tekið þátt og látið sína rödd heyrast. Mikill viðbúnaður WEF stendur að ýmiss konar rannsóknum og birtir m.a. reglulega lista þar sem þjóðum er raðað upp eftir samkeppnishæfni auk þess að veita ýmiss konar viðurkenningar. Þannig hef- ur Íslensk erfðagreining fengið viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og fyrir ári var Alcoa, móðurfyrirtæki Fjarðaráls sem stendur að byggingu álversins í Reyðarfirði, í þriðja sæti á lista yfir fyrirtæki sem hafa þótt skara fram úr varðandi sjálfbæra þróun. Á listanum voru hundrað fyrirtæki valin úr hópi tvö þúsund stórfyrirtækja. Þrátt fyrir góð og gild markmið hefur starf- semi WEF verið umdeild og árlega safnast fjöldi fólks saman í Davos til að mótmæla ráð- stefnunni. Stórfyrirtækin sem eru aðilar að samtökunum eiga sér misfagra sögu auk þess sem fundir valdamikilla pólitískra leiðtoga hafa undanfarin ár haft mikil mótmæli og jafn- vel óeirðir í för með sér. Í fyrra brugðu sviss- nesk yfirvöld á það ráð að meina á þriðja hundrað mótmælendum að koma inn í landið og þúsundir lögreglumanna og hermanna voru í viðbragðsstöðu. Viðskiptajöfrar í baráttu fyrir betri heimi Reuters Leikkonan Sharon Stone stal senunni á Heims- viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í fyrra þegar hún safnaði einni milljón Bandaríkjadala, 62 milljónum ísl. kr., til handa bágstöddum börnum í Afríku á fimm mínútum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.