Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 24
24 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
feimnir og stressaðir en aðrir tala ákveðið og af
mikilli tilfinningu. Yfir öllu er samt einhver
aðdáunarverð yfirvegun.
Fanginn neitar sakargiftum
Maðurinn við hliðina á mér fær hljóðnemann
í hendurnar og fullyrðir að hinn ákærði hafi
leitt hóp á þessu svæði sem drap fjölda fólks.
Erfitt sé á endanum að segja til um hversu
marga. Fanginn neitar að hafa haft nokkuð
með slíkan hóp að gera. Mannfjöldinn hristir
höfuðið. Aðrir slá sér á lær og skella upp úr.
Vitnisburðirnir halda áfram og sól hækkar á
lofti. Það er orðið heitt í skýlinu. Inn á milli
hringja gemsar. Sumir svara símtölunum, aðr-
ir ekki. Sumir senda sms. Á laugardagsmorgni
í höfuðborginni Kigali verður fólkið sem ég
man eftir að hafa heyrt um í Rúanda ekki bara
„eitthvert“ fólk í landi langt í burtu, heldur
manneskjur af holdi og blóði sem horfa for-
vitnar á mig, brosa, halda um skjalatöskur,
leita í handtöskum, laga gleraugun og segja frá
því sem þær lentu í. Ég gjóa augum á gallabux-
ur og íþróttaskó, stuttermaboli og eyrnalokka
og allt í einu slær það mig hvað framandleikinn
er lítill. Ég ranghvolfi í mér augunum og remb-
ist við að púsla saman ásökunum um fjölda-
morð – framandi fyrir langt að kominn Íslend-
ing – og jafnlítið framandi fólki og því sem ég
sit á meðal.
Einmitt vegna þess hve hugmyndin um rétt-
arhöld vegna fjöldamorða er fjarlæg, mætti ég
eilítið hikandi til leiks. Mér var hins vegar tekið
opnum örmum. „Vitnaleiðslurnar eru öllum
opnar og það er fínt að umheimurinn heyri af
gacaca og velti fyrir sér afleiðingum fjölda-
morðanna,“ var hvíslað að mér og ég látin setj-
ast á fremsta bekk.
Myrt á leið á Hótel Les Milles Collines
Tungumálið sem fólkið talar nefnist kin-
yarwandan. Til að skilja hvað fram fer fæ ég
ungan mann sem talar góða ensku til að túlka
fyrir mig. Sá sem fyrst kvaddi sér hljóðs tekur
aftur til máls og talar í þetta skipti mikið og
lengi. Túlkurinn hallar sér að mér og segir
manninn hafa athyglisverða sögu að segja.
Hann viti um átta tútsa í einni fjölskyldu sem
hafi verið á flótta á leið til Hótel Les Milles
Collines. Það er hótelið þar sem kvikmyndin
Hótel Rúanda gerist. Fjölskyldan var stoppuð
við vegatálma.
„Þar stóð þessi maður ásamt öðrum og dró
fólkið út úr bílnum. Og hvað gerði hann síðan?
Jú, drap það allt,“ segir maðurinn. Fanginn
hristir höfuðið en virðist farið að líða verulega
illa. Hann stendur lúpulegur í miðjum hringn-
um og gott ef hann er ekki kominn með kökk í
hálsinn. Skyndilega verður hann stórkostlega
bjánalegur í bleiku stuttbuxunum sínum og
svörtu leðurskónum – aumkunarverður á ein-
hvern undarlegan hátt. Maðurinn bjóst líklega
ekki við því að þurfa nokkurn tímann að svara
fyrir gjörðir sínar, hvað þá á nýrri öld fyrir
framan fjölda fólks. Ætli hann sé um það bil að
fara að játa á sig eitthvað af því sem hann er
sakaður um?
Ég get ekki hætt að horfa á manninn. Hann
tekur eftir glápinu og lítur ískalt á mig. Ég
horfi fast á hann, hann á mig og hvorugt lítur
undan. Andartakið stendur í stað. Eitt augna-
blik hætti ég að heyra en blikka síðan augunum
og allt verður eðlilegt aftur.
Handsprengjur og naglalakk
Strákur um tvítugt stígur fram. Hann er í
hvítum stuttermabol, með gleraugu og minnir
sterklega á einhvern. Hvernig sem ég brýt
heilann get ég ekki áttað mig á hverjum hann
líkist sem ég þekki. Drengurinn talar lágt og er
mjög feiminn.
„Ég veit um mann sem reyndi að fela sig en
hann og tveir aðrir drápu. Ég þekkti hann vel.
Þeir drápu hann með handsprengju og skutu
hann líka,“ hvíslar hann. Fanginn horfir út í
fjarskann. Eitt andartak er eins og hann
sundli. Kannski er það engin furða. Hann hefur
staðið hreyfingarlaus í miðjum hringnum í hátt
í einn og hálfan tíma.
Það seinasta sem ég heyri er vitnisburður
konu um þrítugt sem hefur reglulega gjóað
augunum til mín og brosað hlýlega. Hún er í
gallapilsi, með rautt naglalakk og fallegar flétt-
ur í hárinu. Hún staðhæfir að hún viti fyrir víst
að fanginn hafi drepið nokkra af þeim sem þeg-
ar hafa verið nefndir.
Þegar ólöglærðir dæma
Eftir að hafa verið viðstödd gacaca sækja
endurtekið á mig hugsanir um hvernig þjóð
taki á öðrum eins hörmungum og áttu sér stað í
Rúanda. Þar hefur nú verið friður í mörg ár og
landið er svo að segja horfið af korti heims-
fréttanna. Minningarnar um morðin hafa hins
vegar hvergi farið. Hvað tekur við að öllu
loknu?
Eitthvað varð að gera til að koma í ákveðinn
farveg málefnum allra þeirra sem sakaðir voru
um þátttöku í því sem átti sér stað. Fullyrt var
að áratugi, jafnvel allt upp í 150 ár, myndi taka
að útkljá þau í gegnum hefðbundna dómstóla-
leið. Það gengi augljóslega ekki og því yrði að
finna upp á einhverju öðru. Auk þess væri mik-
ilvægt að fara einfaldlega í gegnum það sem
gerðist og ná sáttum. Hugmyndin um breytt
og bætt gacaca varð að veruleika.
Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti hug-
myndarinnar. Lögfræðingar hafa gagnrýnt
gacaca og mannréttindasamtök hafa lýst yfir
áhyggjum yfir að fólk fái ekki réttláta með-
höndlun mála sinna. Spurt hefur verið hvort
boðlegt sé að láta ólöglært fólk dæma aðra í allt
að 30 ára fangelsi.
Ég heilsa upp á starfsmenn aðalskrifstofu
gacaca-dómstólsins og ber spurninguna undir
þá. „Við þjálfuðum þá sem almenningur kaus
til að vera í kviðdómnum. Við settum saman
þar til gerðar reglur til að leiðbeina þeim. Svar-
ið er því já,“ segir skrifstofustjórinn Peter
Karasira og bætir við að eftir að ásakanir séu
komnar fram og fólk hafi annaðhvort játað eða
miklar vísbendingar liggi fyrir að það hafi
drýgt ákveðinn glæp, sé litið til reglnanna til að
sjá hver refsingin eigi að vera. Glæpunum sé
raðað í ákveðna röð eftir alvarleika.
Peter segir að það mikilvæga við gacaca sé
að það fari fram á þorps- og hverfisstiginu.
„Fólkið á hverjum stað veit hvað gerðist. Það
verður að hafa tækifæri til að segja það sem
það veit. Með þess hjálp reynum við að fá mynd
af því sem gerðist.“
Starfsmaður á skrifstofunni bendir á að þótt
Stríðsglæpadómsstóllinn í Tansaníu hafi verið
starfræktur í mörg ár hafi hann ekki afgreitt
nema mál um tíu manna.
„Það varð því að gera eitthvað annað. Auk
þess að klára málin snýst þetta um að fólk taki
afleiðingum gjörða sinna. Grundvallaratriðið
er að skiptast á upplýsingum og draga hlutina
fram í dagsljósið. Ef gerendur játa og þolendur
fyrirgefa, þá leiðir það til sátta. Við þurfum
sættir í Rúanda og gacaca snýst um sættir,“
segir hann og bætir við að sumir sem setið hafi
inni öll þessi ár reynist raunar ekki hafa gert
neitt af sér. Gacaca geti leitt í ljós að þeir hafi
meira að segja hjálpað tútsum og bjargað
þeim. Þeirra vegna og allra vegna sé mikilvægt
að mál hinna grunuðu séu tekin fyrir og þeim
seku refsað en hinum sleppt.
„Auk þess er gacaca hérlent kerfi og sýnir
okkur að Rúanda getur sjálft fundið lausn á
sínum vandamálum. Það er gott fyrir okkur
Rúandabúa að finna.“
Hrædd við að segja sannleikann
Eftir að hafa rætt við starfsfólkið á skrifstof-
unni tek ég einn af mörgum gacaca-dómurum í
Kigali tali. Hann heitir Habimana Amon og er
tútsi. Amon var sjálfur í Kenýa meðan fjölda-
morðin áttu sér stað en faðir hans og bróðir
voru í Rúanda og báðir teknir af lífi. Í kvið-
dómnum með honum eru bæði hútúar og túts-
ar.
„Okkur hefur verið kennt að dæma eftir
ákveðnum reglum og við gerum það,“ segir
hann. „Stundum kemur í ljós að einhver var í
raun skipuleggjandi morðanna og tilheyrir
þeim hópi sem gacaca á ekki að fást við heldur
stríðsglæpadómsstóllinn í Tansaníu. Þá látum
við málið frá okkur til lögfræðinganna þar,“
segir hann og bætir við að hitt og þetta hafi
vissulega komið upp á en við því hafi verið að
búast. Það sem helst standi í vegi fyrir eðlilegri
framkvæmd þessarar nýju tegundar af gacaca
sé að erfitt geti verið að fá fólk til að tala. Það
segi ekki alltaf allan sannleikann. Af ótta við
hefndir þori það hugsanlega ekki að segja allt
það sem það viti. Lögfræðingar hafa einmitt
bent á að gacaca fylgi engin vitnavernd.
Habimana bendir á að sumir hafi líka ef til vill
tekið þátt í öllu saman.
„Eftir því sem meiri reynsla kemst á gacaca
er fólk hins vegar að verða minna og minna
hrætt við að tala. Það hefur skilið að mark-
miðið er að sættast. Þeir sem vissu að þeir
höfðu gert eitthvað af sér, venjulegt fólk en
ekki skipuleggjendur það er að segja, voru á
tímabili hræddir um að verða hugsanlega
drepnir en þeir hafa áttað sig á að þetta snýst
um mögulega fangelsisvist en ekki dráp. Með
tímanum fara margir að játa hluti sem þeir
neituðu til að byrja með. Þeir halda ef til vill að
aðrir muni ekki hvað þeir gerðu en þegar þeir
standa augliti til auglits frammi fyrir þeim,
breytist margt. Þeir sem játa fá líka vægari
dóm en þeir sem neita en eru fundnir sekir.
Stundum er líka bara um það að ræða að fólk
stal einhverju meðan allt þetta gekk á og þá er
það dæmt til að skila því eða bæta á annan
hátt.“
Við lifum í sama samfélaginu
Þeir sem ég ræði við í Rúanda eru venjulega
ánægðir með að þessi leið hafi verið farin. Þótt
þeir tiltaki ýmsa annmarka á henni segja flest-
ir að eitthvað hafi orðið að gera. Þetta hafi þeg-
ar allt kemur alls verið skásti kosturinn.
Fréttamaður nokkur, Charles Kabonere, seg-
ist ekki hafa trúað því að það að taka hið forna
gacaca og útfæra með þessum hætti, yrði
nokkurn tímann að veruleika. Bæði var ljóst að
útfærslan yrði flókin – um væri að ræða þús-
undir dómstóla sem koma yrði upp um allt land
– og hugmyndin hafi auk þess verið fjarlæg.
„Ég bjóst aldrei við því að eiga eftir að sjá
fórnarlömb og morðingja sitja hlið við hlið og
fara í saumana á því sem gerðist. Ef þú hugsar
um það, þá verður fólk samt í raun að koma
saman – þeir sem drápu og þeir sem urðu fyrir
öllu saman. Við lifum eftir allt í sama samfélag-
inu. Við þurfum að horfast í augu við það sem
gerðist og halda síðan áfram.“
sigridurv@mbl.is
Götulíf í höfuðborginni Kigali. Þar eins og um allt land fara fram vitnisburðir yfir þeim sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum.
Starfsmenn á aðalskrifstofu gacaca-dómstólsins sem útfærður var til að taka á því sem gerðist í
fjöldamorðunum. „Við þurfum sættir í Rúanda og gacaca snýst um sættir,“ segja þeir.
Í RÚANDA búa tveir þjóðernishópar, hútúar
og tútsar. Þeir tala sama tungumál og verða
ekki auðveldlega aðgreindir í útliti, þótt
benda megi á ákveðin einkenni sem dæmi-
gerð fyrir hvorn hóp fyrir sig. Tútsar eru í
miklum minnihluta en hútúar í meirihluta.
Þrátt fyrir það voru tútsar í gegnum tíðina
valdameiri. Þegar Rúanda varð nýlenda Belga
öðluðust tútsar síðan enn meiri völd. Þeir
stjórnuðu landinu fyrir Belga.
Hútúar gerðu á endanum uppreisn gegn
stjórn minnihlutans og sögðu hann kúga sig.
Belgar neyddust til að gera pólítískar breyt-
ingar. Þegar Rúanda fékk sjálfstæði árið 1962
voru völdin hjá hútúum. Þá voru þúsundir
tútsa komnar í útlegð til nágrannaríkjanna og
tugþúsundir höfðu verið drepnar.
Árið 1990 réðust tútsar í útlegð inn í
Rúanda og reyndu að ná landinu aftur en
tókst ekki. Þetta voru uppreisnarmenn sem
kölluðu sig Rwandan Patriotic Front, RPF.
Árið 1993 var skrifað undir friðarsamninga
á milli rúönsku stjórnarinnar og RPF. Óöldina
lægði hins vegar ekki. Öfgafólk í hópi hútúa
hélt uppi markvissum áróðri um að losa bæri
sig við alla tútsa. Ljóst var að skelfilegir at-
burðir voru um það bil að eiga sér stað.
Í apríl 1994 hófust fyrir alvöru fjöldamorð
hútúa á tútsum. Alþjóðasamfélagið aðhafðist
ekkert en útlendingum var flogið út úr land-
inu í hópum. Margir fullyrtu eftir á að þjóðir
heims hefðu brugðist.
Hraðinn á morðunum var gríðarlegur. Á
þremur mánuðum voru að minnsta kosti
800.000 manns myrtar í landi þar sem íbúa-
fjöldinn var á milli 7 og 8 milljónir. Hútúum
tókst að drepa meirihluta allra tútsa og
sömuleiðis þúsundir Hútúa sem þóttu of um-
burðarlyndar.
Rúanska stjórnin tók ekki með í reikninginn
andspyrnu tútsa í RPF. Þeir börðust gegn
hútúum og tókst í júlí 1994 að ná höfuðborg-
inni og koma á fót nýrri stjórn. Í framhaldinu
flýðu landið yfir milljón hútúar sem óttuðust
hefndir. Yfir 100.000 voru settir í fangelsi,
sakaðir um þátttöku í fjöldamorðunum. Marg-
ir þeirra sitja enn inni.
Rúanda hefur komið um langan veg síðan
árið 1994 og nýja stjórnin hefur einbeitt sér
að því að ná sáttum. Forseti landsins er Paul
Kagame sem hefur lagt áherslu á að fólk tali
um sig sem Rúandabúa í stað hútúa eða
tútsa.
Hvað átti
sér stað
í Rúanda?