Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ann er þjóðkunnur fyrir bjarta söngröddina; hann er maðurinn sem söng um fjallavötnin fagurblá. En Engilbert Jensen er einnig kunnur í hópi stangveiðimanna fyrir kunnáttu á því sviði og listavel hnýttar flugur. Nú er Eng- ilbert að auki orðinn stangahönnuður, því bandarískt fyrirtæki, Scott, sem framleiðir veiðistengur í fremstu röð, hóf í fyrra fram- leiðslu á nýrri línu flugustanga sem kallast E2 og byggjast á hönnun Engilberts. Stöng- in hefur hlotið afar góðar viðtökur, en hún er ekki fagurblá heldur dimmgræn og með fögru brúnu hjólastæði. Þrátt fyrir að enn séu nokkrir mánuðir af þungu myrkri og köldu þar til Engilbert get- ur farið að leggja flugur sínar fyrir silunga, var hann mættur með nýju stöngina á kaffi- hús í miðborginni, dró hana úr hólkinum og sýndi blaðamanni handverkið stoltur. Hann sagðist hafa gengið með þessa hugmynd að stöng í höfðinu í mörg ár. „Það virtist enginn hafa áhuga á þessu, fyrr en ég ræddi hugmyndina við Árna Árna- son í Árvík, sem er umboðsmaður Scott. Hann sendi uppskriftina að stönginni út og þeir hjá Scott stukku á hana.“ Fjölnota flugustöng Engilbert segist hafa fylgst með fram- leiðslu Scott í mörg ár, hann hafi eignast stöng frá þeim og þótti hún ein af þeim bestu sem hann hafði prófað. „Með þessu verkfæri hér,“ segir hann og klappar á E2- stöngina, „hafði ég í huga fjölnota flugu- stöng, eina stöng fyrir öll verkefni. Hún er með mjúkan topp, millistífa miðju og mjög harðan botn. Mjúki toppurinn gerir að verk- um að þú getur veitt 400 gramma fisk og fundið þig vel með hann. Ef þú setur í stóran fisk sem tekur á móti, þá kemur hann niður í stífan botninn og þú getur alveg þreytt 20 punda fisk á stöngina, sem annars er fyr- irtaks silungastöng. Það þarf bara eina stöng í öll verkefni.“ Samkvæmt nýjum vörulista Scott eru 28 gerðir af E2 stönginni; þær eru frá átta upp tíu fet, í tveimur eða fjórum hlutum, fyrir línur 4 upp í 9. Samskeytin á stangahlutum eru óvenjuleg, svokölluð „sleeve-ferrule“ en Engilbert segir að reynt sé að fá enn meiri leiðni niður alla stöng með þessari samsetn- ingu. Stengurnar, sem eru með lífstíðar ábyrgð, eru seldar í verslununum Vesturröst og Intersport. „Mjúki stangarendinn gerir að verkum að það er gott að kasta stutt, mér finnst hún hafa það framyfir venjulegar hraðar stengur. Það er ekkert mál að kasta tíu, fimmtán metra. Svo getur maður líka hlaðið vel ofan í hana og skotið allri línunni út. Ég veiddi talsvert með þessari stöng í fyrrasumar og var mjög ánægður með út- komuna. Sem dæmi var ég með eina níu og hálfs feta fyrir línu 5 í Reykjadalsá og setti í 13 punda lax. Viðureignin tók ekki nema fimm mínútur – samt lít ég fyrst og fremst á þetta sem silungastöng,“ segir hann og hlær. „En ég náði líka að setja vel í laxinn. Reykjadalsáin fyrir norðan er mjög skemmtileg. Ég setti í þennan lax í Hall- dórshyl, af háum bakka, og náði að teyma hann upp í næsta hyl, Góðukeldu vildum við kalla hann, en hann er fyrir neðan Illu- keldu.“ Fyrst og fremst silungsveiðimaður Engilbert sekkur sér djúpt í áhugamálin; hann segist hafa gaman af að pæla og gramsa í öllu sem viðkemur veiðinni. „Ég ber miklar tilfinningar til veiðigyðj- unnar. En veiði er líka svo holl útivist. Það þarf að kenna fólki að veiða, og það þarf að draga ungviðið út úr borginni. Krakkarnir eiga ekki að komast upp með að sitja bara við tölvuna; veiðin er skemmtileg og í alla staði göfgandi fyrir manninn. En ég þarf alltaf að pæla í smáatriðunum, ég er ekki ánægður fyrr en ég finn svörin. Þessi fullkomnunarárátta vill stundum draga mann á asnaeyrunum – en það er afskaplega gaman að pæla í öllu sem viðkemur lífríkinu og veiðinni, sérstaklega þegar maður nær ár- angri. Þannig er þetta með fluguhnýtingarnar. Ég er ekki í neinum massahnýtingum og ef ég er ekki ánægður með flugurnar þá hendi ég þeim. En hnýtingarnar hafa gefið mér mikið. Ég á orðið heilan haug af flugum sem ég hef hannað – ég man ekki eftir þeim öll- um. En ég er nú að hugsa um að safna þeim saman, hnýta upp á nýtt, mynda og skrifa niður uppskriftirnar. Ég veiði bara á mínar flugur og þegar ég skrái aflann í veiðibækur kemur fram hvað þær heita, svo koma aðrir veiðimenn og vita ekkert um hvaða pöddur er að ræða. Það er heldur hvergi hægt að kaupa þær. Auðvitað væri ekkert mál að láta fjöldaframleiða þetta til sölu erlendis, en maður fær ekkert fyrir það. Ég ætla ekkert að gefa mitt hugvit.“ Engilbert segist ekki hafa tekið mikinn þátt í laxveiðiævintýrum liðins sumars, þótt hann hafi sett í nokkra laxa, hann sé fyrst og fremst silungsveiðimaður. „Ég á fasta sex daga á silungasvæðinu í Hofsá, ásamt góðum félögum. Ég átti mjög góðan túr þangað í fyrra. En ég er enginn magnveiðimaður og ekkert að rembast við að ná 100 fiskum, ég er frekar púkkveiðimaður og finnst gaman að deila veiðinni með félögunum. Þetta eru góðir veiðitúrar; farið snemma á fætur, mikið kjaftað og mikið drukkið af góðu kaffi. Svo förum við að veiða uppúr tíu,“ segir hann brosandi.Og bætir svo við að hann hafi tekið afskaplega fína kaffivél með sér í Hofsá í fyrra. „Karlarnir voru nokkuð hissa þegar þeir sáu græjuna, en ekki lítið ánægðir með kaffið. Þetta er partur af upp- lifuninni; þetta er ekki allt veiði, maður er að leysa verkefni – láta sér líða vel með félögun- um.“ Hann er farinn að skipuleggja veiði næsta sumars, en þá fer hann aftur í Hofsá og Reykjadalsá, en hann segist einungis hafa rannsakað hluta síðarnefndu árinnar og hlakkar til að halda því áfram. „Þótt hún sé að hálfu laxveiðiá og veitt og sleppt, þá vil ég vera einn á stönginni. Ég er fyrst og fremst á silungsveiðum. En í fyrra var ég líka að setja í laxa á silungaflugur; einn renndi sér framfyrir silunginn og tók Héraeyra. Annar sleit 12 punda taum.“ Engilbert segist líka fara svolítið á Snæfellsnes að veiða og ætlar hann að fá sér Veiðikortið og veiða í vötnum. Bakterían var fyrir hendi Hann talar um sprenginguna sem orðið hefur í áhuga á veiði á síðustu árum og segir að það sem sér þyki sérkennilegast sé áhugi sumra nýríkra veiðimanna. „Þetta fólk græj- ar sig upp og kemur í árnar með tipp-topp græjur, svo er vaðið upp fyrir haus. Þetta fólk kann oft ekki neitt og veit ekkert af hverju það er þarna. Náttúran hefur ekki togað í fólkið á það sem ég vil kalla eðlilegan hátt. Ég hef séð þetta þegar ég var við veiði- leiðsögn; sumt af þessu fólki vill bara sýna sig og sjá aðra. Þetta viðhorf í kringum lax- veiðina getur verið alveg skelfilegt. Ég flúði nú úr einum laxveiðitúr fyrir þremur árum, fannst ekki vært fyrir leiðindum í hollinu.“ Engilbert segist vera með veiðina í blóðinu síðan hann var strákur, hann hafi ekki verið nema fjögurra, fimm ára þegar hann bað móður sína um títuprjón sem hann beygði og bjó til öngul. „Bakterían var fyrir hendi al- veg frá því ég var lítill. Pabbi var fínn veiði- maður, veiddi á maðk með flugustöng og ekki með neinum sökkum. Hann veiddi í raun eins og fluguveiðimaður og virtist alls ekki veiða minna en aðrir. En svo lá veiðin mestmegnis niðri hjá mér meðan ég var á kafi í poppinu. Fyrir tuttugu árum fór veiðidellan að grassera aftur. Og ég er bara að sækjast eftir að skemmta mér – að leysa verkefni í veiðinni. Prufa nýjar flug- ur, líta til veðurs, skoða hvaða flugur koma á bílinn; alltaf að lesa í náttúruna. Ég er ekki á höttunum eftir neinu öðru en að geta skemmt mér almennilega með veiðigyðj- unni.“ Skemmti mér með veiðigyðjunni Morgunblaðið/Einar Falur Engilbert Jensen er ekki bara kunn- ur fyrir sönginn; hann er listamaður í veiði og fluguhnýtingum. Og nú er komin á alþjóðlegan markað ný lína af veiðistöngum frá Scott sem nefn- ast E2, en þær eru byggðar á hug- myndum Engilberts. Einar Falur Ingólfsson ræddi við hann um stengurnar og veiðimenninguna. efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.