Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
hennar, þ.e. hún átti að veita hern-
um tekníska aðstoð. Þarna voru
trésmiðir og aðrir með iðnmenntun,
flestir eldri menn. Sumir voru
orðnir of gamlir fyrir hefðbundna
herþjónustu, að minnsta kosti á
þessum tíma, það þótti náttúrlega
enginn of gamall til að berjast í
stríðslok. Ég var yngstur í þessum
flokki.“
Brýr og vegir styrktir
fyrir undanhaldið
Geir og félagar gegndu störfum á
þeim slóðum sem kalla mátti norð-
vesturhluta Sovétríkjanna á þeim
tíma. Aðalstöðvar TENO voru í
Ríga í Lettlandi og þaðan var
deildin send til starfa vítt og breitt
á yfirráðasvæði Þjóðverja í aust-
urvegi, til Eistlands og Litháen,
Póllands og Hvíta-Rússlands. „Við
litum á þetta allt saman sem eina
heild, enda voru öll landamæri á
reiki á þessum tíma og í raun
ómögulegt að segja hvar Eystra-
saltslöndin eða Pólland enduðu og
hvað Sovétríkin byrjuðu. Þessar
línur gátu líka breyst hratt eftir því
sem stríðandi fylkingar hörfuðu eða
sóttu fram á við,“ segir hann. Í stað
þess að deildin stiklaði á milli
þeirra staða sem hennar var þörf
hverju sinni, sneri hún eftir hvert
verkefni aftur til Ríga, þar sem yf-
irforingi TENO hafði aðsetur, maj-
ór að tign, og hélt þaðan til viðkom-
andi vinnusvæða þegar kallið kom.
Vegna verkfræðimenntunar sinnar
fékk Geir strax stöðu lautinants,
eins og sjá mátti á einkenn-
ismerkjum á búningi hans, og
stýrði hann framkvæmdum ásamt
yfirlautinant á vettvangi.. Meðlimir
deildarinnar voru búnir rifflum og
skammbyssum til að geta varið
hendur sínar og klæddust grænum
einkennisbúningum, með tilheyr-
andi tignarmerkjum á öxlum og
handleggjum, þannig að ekki fór á
milli mála að þeir væru fulltrúar
Þriðja ríkisins. „Við fengum hins
vegar aldrei SS-úniform, enda voru
þetta menn í verkamannavinnu en
ekki þátttakendur í stríðinu í þeim
skilningi að þeir tækju þátt í bar-
dögum,“ segir hann.
„Hlutverk okkar var að end-
urbyggja brýr sem höfðu verið
sprengdar í loft upp eða brenndar,
byggja nýjar brýr þar sem þess
gerðist þörf, styrkja vegi og annað
í sama dúr. Undir lokin fólst starf
okkar mestmegnis í að styrkja þær
brýr sem fyrir voru svo að þær
þyldu álagið samfara undanhaldi
þýska hersins frá austurvígstöðv-
unum, þunga skriðdreka og vöru-
bíla. Það kom fyrir að við þyrftum
að byggja mannvirki upp svo að
segja frá grunni og ég man t.d. eft-
ir einni stórri timburbrú sem hafði
verið brennd fyrir utan prímeru-
undirstöður þannig að aðeins stólp-
arnir stóðu eftir í vatninu. Ég man
hins vegar ekki til þess að við höf-
um komið að lagfæringum eða
lagningu lestarspora eða öðru slíku
sem snerti lestarsamgöngur. Þetta
flutningskerfi, bæði aðflutningsleið-
irnar og síðan leiðirnar fyrir und-
anhaldið, var gríðarlega umfangs-
mikið og þurfti stöðugt að halda því
við til að allt gengi greiðlega fyrir
sig. Við urðum varir við að und-
anhaldið væri í bígerð, en sáum
ekki með eigin augum illa farna og
vígþreytta hermenn á leið frá aust-
urvígstöðvunum og urðum í raun
og veru lítið varir við þennan þátt
styrjaldarinnar. Við sáum auðvitað
þýskar flugvélar í lofti en ég man
ekki til þess að hafa nokkurn tíma
séð rússneska flugvél.
Miðað við það sem gerist í dag
vorum við vanbúnir að tækjum og
verkfærum, vorum sáralítið vél-
væddir og unnum allt í höndunum,
en miðað við aðstæður og annað
höfðum við það sem til þurfti. Við
höfðum líka nóg af timbri, því að á
þeim stöðum sem við störfuðum var
nóg af skógi. Við önnuðumst samt
sem áður ekki skógarhöggið sjálfir,
það var í höndum heimamanna á
hverjum stað, en við sáum um að
saga trén niður og gera efniviðinn
nothæfan fyrir okkar vinnu. Við
vorum þarna haustið og veturinn
1943–44 og þarna var helv… kuldi.
Þetta var þó tæpast vosbúð svo að
orð væri á gerandi og við nutum
þess að fá úthlutað góðum loðfóðr-
uðum stígvélum, en ekki þessum
hefðbundnu hermannastígvélum.
En kuldinn var raunar bara verstur
á daginn, þegar við vorum að vinna.
Þess á milli höfðum við bækistöðv-
ar á stað sem ég myndi fremur
kalla vinnubúðir en herbúðir og þar
var ágæt aðstaða.
Okkar vinna fór síðan mestmegn-
is fram í dreifbýli og á fáförnum
slóðum og þá fluttum við okkur inn
í bóndabýli, hlöður og annað af
sama tagi, stundum inn í þorp. En
við þurftum aldrei að fara inn í
borgirnar að Ríga frátalinni og þar
fengum við sem vorum ekki
óbreyttir betri gistingu, í íbúðar-
húsnæði sem herinn leigði eða hafði
yfirtekið. Við höfðum ekki yfir
neinu að kvarta, þannig séð, og
meira að segja maturinn var
skrambi fínn – besta viðurværið
sem ég fékk á stríðsárunum.
Auðvitað var um einhvern nið-
ursuðumat að ræða en síðan
keyptu menn eða stálu belju eða
svíni og slátruðu. Við höfðum af-
bragðsgóðan kokk og trúlega leit
yfirstjórnin svo á að það væri mik-
ilvægt að gefa þeim sem áttu að
sigra Rússana almennilega að éta.
Við gerðum bara það sem ætlast
var til af okkur og reyndum að
gera það vel. Það sem við lagfærð-
um eða byggðum stóð áfram á með-
an við vorum á staðnum, við vorum
ekki það nálægt aðalvíglín-
unni, en hvort þessi mann-
virki voru seinna eyðilögð
veit ég ekkert um.“
Spáði lítið í fallna félaga
Geir segir að yfirleitt hafi sam-
komulag við íbúa landsvæðanna
sem þeir fóru yfir verið friðsamlegt
og mótspyrna við veru þeirra þar
takmörkuð. „Við áttum yfirleitt
ágæt samskipti við innfædda.
Þarna voru gjarnan einhver sveita-
býli í kring og stöku þorp og við
gengum þar óáreittir um götur
bæja og þorpa, hvort sem þar
bjuggu Pólakkar, Lettar, Litháar
eða Hvít-Rússar. Það var hægt að
tala við þetta fólk og ekki ástæða
til að vera hræddur. Ég býst líka
við að menn hafi haft vit á að vera
samvinnuþýðir, því annars hefði
herinn verið sendur á vettvang til
að hreinsa til,“ segir hann. Sveit
Geirs fór þó ekki alfarið varhluta af
átökunum sem stóðu yfir, þeir
höfðu veður af aðgerðum skæruliða
og sættu meðal annars nokkrum
sinnum árásum frá slíkum and-
spyrnuhópum. „Við vorum vopnaðir
rifflum og skammbyssum en ég
man þó ekki eftir neinum hand-
sprengjum. Við vorum við öllu bún-
ir og eitt leiddi af öðru. Við vissum
aldrei hvað biði okkar hinum megin
við skóginn eða á bakvið næstu
beygju, en möguleikinn á árásum
var alltaf til staðar og við gerðum
okkur fullkomlega grein fyrir því,“
segir hann.
„En þetta voru ekki stöðugar
erjur og oftast lifðum við frið-
samlegu lífi og sinntum okkar
störfum, en það kom vissulega fyrir
að leikar æstust. Við fórum á vöru-
bílum á milli staða, 20–30 menn og
stundum einhverjir verðir þótt það
væri fremur sjaldgæft. Það kom þó
fyrir að við hefðum herflokk okkur
til halds og trausts á vinnustaðnum.
Við lentum í fyrirsátum, skæru-
liðarnir réðust annaðhvort á okkur
á leiðinni á vinnustað eða biðu okk-
ar við komuna þangað, en árásir
voru ekki gerðar meðan sjálf vinn-
an stóð yfir og ég man ekki heldur
eftir neinum næturárásum, þótt
undarlegt megi virðast. Yfirleitt
gerðist þetta á morgnana og frem-
ur sjaldan, kannski 3–4 sinnum.
Markmið skæruliðanna var að gera
eins mikinn usla og þeim var unnt,
drepa og eyðileggja, en taka þó
sem minnsta áhættu. Þeir leyndust
í skógum eða í hvarfi, skutu og
skutu en hurfu síðan á brott.Við
þurftum að sjálfsögðu að verja
hendur okkar, annars hefði enginn
komist lífs af, svöruðum fyrir okkur
og stökktum þeim á brott.
Nokkrir félagar mínir féllu í
þessum árásum og aðrir særðust,
en það var eins og við var að búast;
það stóð yfir styrjöld. Ég er
kannski svona kaldlyndur eða
kærulaus, en ég var ekkert að velta
þeim sem drápust of mikið fyrir
mér; þakkaði bara mínum sæla að
það var hann eða þessi en ekki ég
sjálfur. Þegar maður er kominn í
þessa þjónustu er maður þar og á í
raun ekkert val lengur. Það þýðir
ekkert fyrir mann að spekúlera
frekar í því.
Ég vissi aldrei hvað ótti var,
enda er það svo að ef maður er
hræddur undir þessum kring-
umstæðum er það óbærilegt og
menn verða bara vitlausir á því að
reyna. Ég veit ekki til þess að mér
hafi tekist að drepa neinn, en ég
segi ekki að maður hafi ekki
reynt.“
Hafði ekki vitneskju
um útrýmingabúðir
Aðspurður hvort að þeir hafi með
nokkrum hætti fengið nasasjón af
aðgerðum til að útrýma gyðingum á
þessum ferðum, þá aðallega í Pól-
landi, svarar hann neitandi. „Við
vissum að gyðingar höfðu misst
eignir, verið hraktir á brott og
sumir sætu í fangabúðum, en við
sáum hvorki né vissum um útrým-
ingarbúðirnar. Þau mál fóru al-
gjörlega leynt og útilokað fyrir
vinnuflokk eins og við tilheyrðum
að fá einhverja vitneskju um slíkt.
Það eina sem við heyrðum um
fjöldadráp snerti Pólverja og þau
morð voru skrifuð á reikning Sov-
étmanna. Þar var um að ræða
fjöldagrafirnar í Katyn-skógi þar
sem fundist höfðu grafir með á að
giska tíu þúsund líkum, mestmegn-
ir pólskir hermenn og liðsforingjar,
sem Sovétmenn áttu að hafa tekið
af lífi. Við heyrðum um þetta aftur
og aftur og var greinilega mikið
„propaganda“ mál í augum Þjóð-
verja.“
Geir minnist þess að hafa fengið
eitt eða tvö bréf frá Íslandi meðan
hann starfaði innan TENO og sent
einhver bréf sjálfur, þannig að bæði
bárust honum fregnir að heiman og
fjölskylda hans vissi lítillega hvern-
ig hans málum væri háttað. Bréf
bárust þó seint og illa, enda þurfti
t.d. bréf frá Íslandi að sæta rit-
skoðun Breta áður en það komst til
Geir (lengst til vinstri) rúmlega tvítugur ásamt tveimur ónefndum félögum sínum. Myndin var sennilega tekin í Noregi.
Þýskir hermenn fleyta sér yfir landamærafljót á meðan verkfræðingasveit
endurreisir bílabrú.
Liðsmenn TENO við störf í rústum eftir loftárás bandamanna.
Á meðan þýski herinn geysist inn í Sovétríkin leggja þýskar verk-
fræðisveitir í skyndi brú yfir Berezinu-fljót í Hvíta-Rússlandi.
’Við vildumberjast við
kommúnista
en höfðum
ekkert sér-
stakt á móti
hinum, Bret-
unum og
Bandaríkja-
mönnunum.‘
Armband með merki tæknilegu hjálp-
arsveitanna.
Geir um fertugt með hatt á höfði.