Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00r f í i i .i i : f t kl. : : lau ar a a kl. : :00 Fyrir enn lengra komna. 2.790.000,-* Glænýr Saab Beinskiptur SAAB 9-3 á 2.290.000 kr. er uppseldur eins og er. Erum að bæta á biðlistann. 9-3 línan frá SAAB hefur slegið í gegn á Íslandi. Við kynnum nú kröftugri meðlim fjölskyldunnar: SAAB 9-3 Turbo. Kraftmeiri, sjálfskiptur og á ótrúlega skynsamlegu verði. Prófaðu SAAB 9-3 Turbo í dag. * Skynsemin hefur aldrei verið skemmtilegri. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt frumvarp um nýja rammalöggjöf fyr- ir háskóla. Markmið með frumvarpi þessu er að setja almennan og heild- stæðan lagaramma um starfsemi há- skóla sem tekur mið af hinni öru þró- un á háskólastiginu hér á landi og erlendis undanfarin ár. Óhætt er að segja að gildandi ram- malög um háskóla frá 1997 hafi skap- að góðan jarðveg fyrir aukna fjöl- breytni og samkeppni á háskólastiginu sem hefur m.a. falist í því að veita einkaskólum starfsleyfi til háskólakennslu. Að sama skapi hefur námsframboð á háskólastiginu aukist verulega á þessum árum. Frá 1999 fjölgaði prófgráðum í háskólum um 112, eða um 55%, og er fjölgunin mest áberandi í framhaldsnámi. Fjöldi háskólanema hefur sömuleiðis tvöfaldast á um áratug. Einnig hafa verið gerðar veiga- miklar breytingar á fjárhagslegum samskiptum menntamálaráðuneytis og háskólanna. Þær felast annars vegar í því að taka upp hlutlæga að- ferð við skiptingu kennslufjárveit- inga milli háskóla og hins vegar að gera við þá samninga um starfsemi, þjónustu og rekstrarlega ábyrgð. Mikilvægt hlutverk háskóla Allir íslensku háskólarnir hafa ver- ið að styrkja stöðu sína í samfélaginu á undanförnum árum. Þeir hafa aukið námsframboð, eflt rannsóknastarf- semi og taka æ ríkari þátt í alþjóð- legri samvinnu. Í ályktunum Vísinda- og tækniráðs hefur verið lögð áhersla á hlutverk háskóla í rannsóknum og menntun og fram hefur komið í stefnuyfirlýsingum ráðsins að há- skólar séu leiðandi í öflun og miðlun þekkingar og gegni vaxandi hlutverki í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna og nýsköpun. Hin síðari ár hefur mikilvægi há- skóla aukist í hvívetna. Þeir eru mið- stöðvar þekkingar og nýsköpunar á helstu sviðum þjóðlífsins og hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasam- félagi þjóðanna. Í nýlegu áliti Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnun- arinnar (OECD) um mat á samkeppnisstöðu þjóða er lögð meg- ináhersla á mikilvægi menntunar og árangur á sviði rannsókna og nýsköp- unar. Undirstrikað er að menntun, rannsóknir og nýsköpun sé drifafl hagvaxtar í þjóðfélagi sem byggir til- vist sína á því að afla nýrrar þekk- ingar og hagnýta hana. Bologna-yfirlýsingin Árið 1999 undirrituðu fulltrúar 29 Evrópulanda svokallaða Bologna-yf- irlýsingu um aukið samstarf háskóla í Evrópu. Síðan hafa fleiri lönd bæst í hópinn og eru þau nú 45 talsins. Sam- starf á grundvelli þessarar yfirlýs- ingar hefur verið kallað Bologna-ferl- ið. Markmið samstarfsins er að gera nemendum, kennurum og fræði- mönnum auðveldara að nema og starfa utan heimalands síns. Mikil áhersla er lögð á að gæði háskóla- menntunar séu tryggð þannig að nemendur geti treyst því að próf- gráður, sem þeir afla sér, standist al- þjóðlegar gæðakröfur, bæði til frek- ara náms og á vinnumarkaði. Bologna-yfirlýsingin gerir ráð fyr- ir að skapað verði sameiginlegt evr- ópskt menntasvæði sem hafi náin tengsl við sameiginlegt rannsóknar- svæði Evrópu sem Evrópusamband- ið stefnir á að innleiða árið 2010 en það er sama árið og markmið Bo- logna-yfirlýsingarinnar eiga að hafa náðst. Rétt er að taka fram að Bo- logna-ferlið byggist á viljayfirlýsingu en ekki þjóðréttarlegum skuldbind- ingum og er þátttaka í framkvæmd þess valkvæð. Allir háskólar hér á landi hafa tekið Bologna-ferlinu vel og hafa sýnt metnað til að fylgja því og styrkja þannig stöðu sína á evr- ópska menntasvæðinu og á alþjóða- vettvangi. Þar sem stefnan er að gera Evrópu að einu menntasvæði fyrir 2010 er mjög mikilvægt að gera samanburð á æðri menntun milli landa auðveldari en hreyfanleiki nemenda og kennara er forsenda þess að menntasvæðið verði að veruleika. Þess vegna er gert ráð fyrir að hindrunum, sem enn hamla hreyfanleika, sé rutt úr vegi. Nám verði samanburðarhæft milli landa Til þess að unnt verði að ná þessum markmiðum leggja stjórnvöld og há- skólar í Evrópu áherslu á að auðvelt sé að bera saman nám þannig að það veiti nemendum gagnkvæm réttindi milli háskóla og milli landa. Í samræmi við Bologna-ferlið er stefnt að því að há- skólanám miðist við þriggja þrepa kerfi sem byggist á BA/BS-gráðu, MA/MS-gráðu og doktorsnámi. Miðað er við að allir, sem útskrifast úr há- skólum aðildarlanda Bologna-ferlis- ins, fái við námslok viðauka með próf- skírteini þar sem fram kemur lýsing á innihaldi námsins. Auk samanburðarhæfs náms er mikil áhersla lögð á eflingu gæðaeft- irlits. Menntamálaráðherrar aðildar- landa Bologna-yfirlýsingarinnar sam- þykktu á fundi sínum í Bergen í Noregi í maí 2005 að hvetja háskóla til að halda áfram að styrkja gæðakerfi sín og tengja þau ytri gæðatrygging- um. Jafnframt voru samþykkt evr- ópsk viðmið um æðri menntun og prófgráður á háskólastigi sem samin voru af nefnd innan Bologna-ferlisins og ákveðið að útfæra þau viðmið nánar hver í sínu landi. Við samningu frumvarpsins hefur verið tekið tillit til ýmissa ákvæða og viðmiða sem notuð eru á alþjóðavett- vangi og þau löguð að íslenskum veruleika. Lögð er áhersla á að sam- hljómur sé milli efnis og inntaks frumvarpsins og þess sem er að ger- ast í öðrum Evrópulöndum og var sérstaklega litið til Norðurlandanna. Rétt er þó að nefna að markmið Bo- logna-ferlisins um námsfyrirkomulag í háskólum miðar að verulegu leyti að því að laga evrópska háskólasvæðið að því fyrirkomulagi sem tíðkast í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Þróunin í nágrannalöndunum Í flestum nágrannaríkjum okkar hefur löggjöf um háskólastarfsemi verið endurskoðuð nýlega eða er í endurskoðun, m.a. í því skyni að laga háskólastarfsemina að alþjóðlegum straumum og stefnum og auka áherslu á gæðaeftirlit. Í Danmörku voru sett ný lög um háskóla árið 2003. Í Noregi voru sett ný lög um æðri menntun árið 2005. Markmið með breytingunni var að auka gæði menntunar og gera breytingar í anda Bologna-markmiðanna. Finnar hafa ákveðið breytingar á sínum háskóla- lögum þar sem stefnt er að því að breyta gráðukerfinu til samræmis við Bologna-viðmiðin. Stjórnvöld í Sví- þjóð hafa einnig kynnt opinberlega tillögur um breytingar á háskólalög- unum þar sem áherslan verður á al- þjóðavæðingu háskóla og opið há- skólakerfi. Flestar þjóðir í Evrópu hafa að undanförnu verið að gera sambærilegar breytingar á lögum um háskóla. Aukið gæðaeftirlit Sú þróun sem að framan er lýst kallar á breytingar á löggjöf um ís- lenska háskóla. Mikilvægt er að leggja aukna áherslu á gæðaeftirlit með háskólum og samræmingu próf- gráðna til að tryggja aukinn hreyf- anleika nemenda sem og aukna möguleika til samstarfs háskóla hér á landi og erlendis. Með því er einnig skotið frekari stoðum undir gagn- kvæma viðurkenningu náms. Um leið er frumvarpinu ætlað að tryggja áfram sveigjanleika í skipulagi há- skóla þar sem svigrúm og sjálfstæði þeirra er í fyrirrúmi. Lögð er megináhersla á að ram- malög um háskóla varði jafnt alla há- skóla í landinu, óháð rekstrarformi, sem á annað borð leita eftir viður- kenningu menntamálaráðherra á grundvelli laganna. Því hefur það ekki að geyma sérákvæði um ríkis- skóla umfram það, að tekið er fram að ríkisrekinn háskóli sé sjálfstæð ríkisstofnun sem heyri undir mennta- málaráðherra, nema yfirstjórn henn- ar sé falin öðrum ráðherra að lögum. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að önnur ákvæði um ríkisháskóla í gild- andi lögum um háskóla verði færð í sérlög um ríkisháskóla eftir því sem þörf er á. Núgildandi lög eru fyrst og fremst miðuð við starfsemi ríkishá- skóla. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þeir háskólar sem starfa á grundvelli laganna afli sér viðurkenningar menntamálaráðuneytis, en til að svo verði þurfa háskólarnir að uppfylla skilyrði sem tíunduð eru í lögunum. Er gert ráð fyrir að viðurkenning sé bundin við tiltekin fræðasvið og að skilgreiningar OECD á fræðasviðum verði þar lagðar til grundvallar. Há- skólar, sem lögin taka til, geta ein- göngu starfað á fræðasviðum sem viðurkenning þeirra nær til. Frumvarpinu er ætlað að tryggja áfram sveigjanleika í skipulagi há- skóla, þar sem svigrúm og sjálfstæði þeirra er í fyrirrúmi. Þannig er gert ráð fyrir því að háskólar geti sjálfir ákveðið hvaða nám og prófgráður þeir hafa í boði innan þeirra fræða- sviða sem viðurkenning þeirra nær til, enda uppfylli allt nám sem í boði er sérstök viðmið um æðri menntun og prófgráður sem menntamálaráð- herra gefur út. Undantekning frá þessu er doktorsnám, en sérstaka heimild menntamálaráðherra þarf til að bjóða upp á doktorsnám. Íslenskir háskólar leggja mikla áherslu á efl- ingu doktorsnáms enda er það for- senda frekari þróunar háskólastigs- ins. Jafnframt verður að gera ríkar kröfur til doktorsnáms og þeirra skóla sem upp á það bjóða. Lögð er rík áhersla á gæðaeftirlit með háskólum og samræmingu próf- gráða til að tryggja aukinn hreyfan- leika nemenda sem og aukna mögu- leika til samstarfs háskóla hér á landi og erlendis. Með því er einnig skotið frekari stoðum undir gagnkvæma viðurkenningu náms. Með frumvarpinu er réttarstaða nemenda styrkt frá núgildandi lögum á þann veg að háskólaráð, að fenginni umsögn samtaka nemenda í viðkom- andi háskóla, setur reglur um rétt- indi og skyldur nemenda, þ.m.t. um málskotsrétt þeirra innan háskóla. Jafnframt er lagt til að hlutverk áfrýjunarnefndar í kærumálum há- skólanema verði lögfest en nefndin úrskurðar í tilteknum málum þar sem námsmenn telja brotið á rétti sínum. Íslenskir háskólar hafa styrkt stöðu sína í samfélaginu á undanförn- um árum. Þeir hafa aukið námfram- boð, eflt rannsóknastarfsemi og taka æ ríkari þátt í alþjóðlegri samvinnu. Þær breytingar sem mælt er fyrir um í frumvarpinu eru í samræmi við helstu markmið sem þau ríki sem þátt taka í Bologna-samstarfinu hafa sam- mælst um. Flest þátttökuríkjanna hafa komið á fót sérstöku viðurkenn- ingar- eða vottunarferli, en með þeim breytingum sem felast í frumvarpinu er í raun verið að koma slíku ferli á fót hér á landi. Það, að slíkt fyrirkomulag sé fyrir hendi, er í vaxandi mæli for- senda þess að menntun sem háskólar veita teljist fullgild í alþjóðlegu sam- hengi. Nú þegar komið er að næsta skrefi er mikilvægt að gera skýrar kröfur um gæði og innihald háskólanáms samhliða því sem sjálfstæði háskól- anna er undirstrikað. Íslenskir há- skólar starfa á alþjóðlegum þekking- armarkaði og það er mikilvægt að þeir starfi samkvæmt sömu viðmið- um og háskólar nágrannaríkjanna. Með þessu gefst færi til að efla ís- lenska háskólasamfélagið enn frekar með það að markmiði að Ísland skipi sér í forystusveit meðal þekkingar- þjóða. Áhersla á gæði og alþjóðlega aðlögun Íslenskir háskólar starfa á alþjóðlegum þekkingarmarkaði og það er mikilvægt að þeir starfi samkvæmt sömu við- miðum og háskólar nágrannaríkjanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fjallar um nýja rammalöggjöf fyrir háskóla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.