Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 34
34 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
J
úlíana Sigurveig Guðjóns-
dóttir hefur nýlokið við að
skrifa meistararitgerð um
reynslu dætra af því að
flytja foreldra sem þjást af
heilabilun á hjúkrunarheim-
ili. Júlíana Sigurveig, sem
hér er kölluð Sigurveig,
vann ritgerðina við hjúkrunarfræði-
deild Háskóla Íslands undir leið-
sögn dr. Margrétar Gústafsdóttur
dósents.
Tilgangur rannsóknarinnar var
að varpa ljósi á hvernig hjúkrunar-
heimilisvistun aldraðra einstak-
linga, sem þjást af heilabilun ber að
og hvernig náinn ættingi reynir slík
umskipti. Um er að ræða túlkandi
fyrirbæralega rannsókn þar sem
tekin voru tvö u.þ.b. klukkustund-
arlöng viðtöl við sjö dætur aldraðra
foreldra sem nýlega höfðu flutt á
sérdeildir fyrir þennan hóp sjúk-
linga á fimm hjúkrunarheimilum.
Fyrra viðtalið fór fram sex vikum
eftir flutninginn og það síðara inn-
an þriggja mánaða. Úrvinnsla
gagna fólst í því að greina og túlka
inntak viðtalanna til þess að varpa
ljósi á upplifun þátttakenda við
þessi umskipti.
Lengur heima en heilsa
og aðstæður leyfðu
Sigurveig segir það einkenna
reynslu foreldranna sem komu við
sögu í rannsókninni að þeir hafi í
raun og veru verið lengur heima en
heilsa og aðstæður leyfðu með góðu
móti. „Tvö einkenni geta birst hjá
sjúklingum sem eru mjög erfið fyrir
aðstandendur en það eru ráf og
jafnvægisvandamál. Þessi vandamál
krefjast nánast gjörgæslu yfir ein-
staklingunum vegna hættu á skaða.
Það tekur á að þrauka við svona
aðstæður. Því þó ýmislegt hafi
hjálpað eins og dagvistun og önnur
skammtímaúrræði fundu þessar
dætur að hlutirnir voru komnir í
óefni þrátt fyrir þessa hjálp. For-
eldrarnir áttu þá ekki í neinn lang-
tíma sólarhringsstað að venda,
þrátt fyrir augljósa þörf.
En aðdragandinn að flutningi á
hjúkrunarheimili var langur. Og
þrátt fyrir langan aðdraganda
fengu aðstandendur mjög takmark-
aðar upplýsingar og fræðslu um
hvaða hjúkrunarheimili standa til
boða, hvaða þjónustu þau veita og
hvaða þættir í þjónustu teljast til
gæða. En slíkri kynningu mætti
jafnvel byrja á strax við sjúkdóms-
greiningu og auka fræðslu síðan
þegar vistunarmat er gert.
Þegar tilkynning kom um laust
pláss varð að hrökkva eða stökkva
og ekki var um neinn frest að ræða
eða aðlögun. Niðurstöðurnar sýndu
að fyrirvari að innlögn var stuttur,
oft einn til tveir dagar. Fjölskyld-
unum fannst eins og þeim væri
stillt upp við vegg. Þær þurftu að
grípa rýmin eða sleppa þeim. Af
ótta við að fá ekkert annað pláss
fyrr en eftir langan tíma fannst að-
standendunum þeir verða að taka
plássið þótt ekki endilega hafi verið
um að ræða þann stað sem þeir
helst hefðu kosið fyrir foreldri sitt.
Dætrunum fannst frekar ætlast til
af þeim að þær væru þakklátar fyr-
ir að fá þó yfirleitt pláss.“
Mikill léttir að fá pláss
Dæturnar upplifðu mikinn létti
við að fá pláss á hjúkrunarheimili
fyrir foreldra sína. Allar urðu þær
þó fljótt fyrir miklum vonbrigðum, í
fyrsta lagi með það að fá takmark-
aða aðstoð, stuðning og leiðbein-
ingar frá heilbrigðisstarfsmönnum
við þessi afdrifaríku tímamót sem
flutningur á hjúkrunarheimili er.
Sérstaklega hvað varðar upplýsing-
ar um starfsemi hjúkrunarheimil-
anna og undirbúning fyrir flutning
og í öðru lagi vegna þess að þjón-
ustan var lakari en þær bjuggust
við.
„Öllum dætrunum sem ég ræddi
við í rannsókninni þótti umskiptin
erfið. Algengara var að þeim fynd-
ist þær hefðu í raun og veru ekki
haft neitt val um hjúkrunarheimili
þegar upp var staðið og það reyndi
líka á að þurfa að flytja foreldri sitt
í flýti á hjúkrunarheimilið.
Ég varð satt að segja mjög leið
yfir því hversu niðurstöður rann-
sóknarinnar eru daprar,“ sagði Sig-
urveig. „Og ég varð líka mjög hissa
á hversu mikill þvælingur var á for-
eldrum dætranna innan hjúkrunar-
heimilanna. Sú regla virðist viðhöfð
á hjúkrunarheimilum sem ekki hafa
nóg af einbýlum að allir nýir byrji
vistina á fjölbýlisstofum. Aðeins eitt
foreldri fékk tímabundið inni á ein-
býli strax við komu. Allir hinir for-
eldrarnir, fimm konur og einn karl-
maður, lentu á fjölbýlisstofum og
síðan getur viðkomandi verið flutt-
ur til og frá. Slíkur þvælingur er
ákaflega erfiður fyrir alla, ekki síst
gamalt fólk, svo ekki sé talað um þá
sem þjást af heilabilun.“
Allir foreldrar í óvissu
með endanlegan íverustað
Það kom fram í viðtölunum að
allir foreldrarnir voru í raun í
óvissu með endanlegan íverustað á
hjúkrunarheimilunum. Þessi þvæl-
ingur og það að vera óheppin með
herbergisfélaga hafði slæm áhrif á
líðan foreldranna og öryggistilfinn-
ingu þeirra. Áberandi var að það
foreldri sem fékk einbýlið strax í
byrjun, en það foreldri var heldur
ekki fært á milli staða fyrstu þrjá
mánuðina, virtist líða mun betur en
hinum sex og umskiptin voru þess
vegna því foreldri og aðstandendum
þess mun auðveldari en hjá hinum.
Sigurveig segir að dæturnar hafi
almennt lítið vitað hvað var fram-
undan né hvaða þjónusta væri í
boði á hjúkrunarheimilinu. Greini-
legt sé að það vanti fræðslu um
starfsemi hjúkrunarheimilanna og
hvaða þjónusta sé þar í boði, ekki
síst hvað varðar afþreyingu og
þjálfun m.a. til að koma í veg fyrir
mikil vonbrigði fjölskyldna.
„Fólk vonast eftir góðri þjónustu
og að þörfum hinna öldruðu sé
sinnt,“ segir Sigurveig. „Dæturnar
töldu foreldra sína búa við lítil lífs-
gæði á hjúkrunarheimilunum.
Heimilisbragur á deildunum var
fremur bágborinn að þeirra mati.
Deildirnar virkuðu líflausar og
óvirkar og stærri deildirnar óró-
legri en þær minni. Þetta gerði það
að verkum að algengt var að dæt-
urnar litu á deildirnar frekar sem
geymslustaði en heimili. Að öllu
jöfnu fannst þeim þó grunnþörfum
þokkalega sinnt og mataræðið gott.
Þjálfun og afþreying var mun minni
en vonir dætranna stóðu til og alltof
lítið var farið út af stofnunum í t.d
göngutúra að þeirra mati.
Þarf að upplýsa
aðstandendur um kosti
Mér finnst nauðsynlegt að að-
standendur séu vel upplýstir um
hvaða þjónusta sé í boði þ.m.t.
þjálfun og virkni og hvaða þættir
teljast til gæða í umönnun. Góð
vitneskja almennings og stjórn-
valda í þessu tilliti myndi án efa
auka líkur á auknum gæðum innan
hjúkrunarheimilanna. Þá er einnig
nauðsynlegt að heilbrigðisstéttir
geri fólki kleift að aðlagast þessum
miklu umskiptum. Nýlega erlendar
Meistararitgerð um flutning aldraðra sem þjást af heilabilun á hjúkrunarheimili
Hagsmunir aldraðra
snerta okkur öll
Rannsókn Júlíönu Sigurveigar Guðjónsdóttur á reynslu dætra
af því að flytja foreldra með heilabilun á hjúkrunarheimili ætti
að vekja til umhugsunar vegna þess að í öllum þeim tilvikum
sem hún rannsakaði fór foreldrunum aftur á fyrstu þremur
mánuðunum eftir flutning. Hún spyr hvernig við sem þjóð
sættum okkur við þær aðstæður sem þessu fólki er boðið upp
á. Júlíana segir hér frá rannsókn sinni.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölskyldunum fannst, að sögn Sigurveigar, líkt og þeim væri stillt upp við vegg þegar rými losnaði. Þær þurftu að grípa
rýmið eða sleppa því. Ekki var um neinn frest eða aðlögun að ræða og fyrirvarinn oft stuttur.
Grand Hótel Reykjavík 20. janúar kl. 8:00 - 10:00
Dagskrá:
8:10 Vi›skiptasérleyfi, vaxtarbroddur atvinnulífsins?
Almennt um notkun sérleyfa.
Emil B. Karlsson, forstö›uma›ur Félags um vi›skiptasérleyfi.
8:25 Vaxtamöguleikar me› n‡tingu vi›skiptasérleyfa
„Business Expansion by Franchising - Development in
General“.
Torben Leif Brodersen, framkvæmdastjóri Félags um
vi›skiptasérleyfi í fi‡skalandi.
9:00 Sérleyfi í alfljó›legu samhengi
„International Aspect of Franchising“
Rolf Gerhard Kirst framkvæmdastjóri Uniglob Travel.
9:35 Design Europa - Reynslusaga íslensks sérleyfisfyrirtækis
í útrás.
Birgir Halldórsson, framkvæmdastjóri Design Europa.
9:45 Spurningar og svör
10:00 Fundarlok
Fundarstjóri: Sigur›ur Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar
og fljónustu.
fiátttökugjald: 3.500 kr. Innifalinn er morgunmatur og bókin
Vi›skiptasérleyfi – rit um stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja
eftir Emil B. Karlsson.
Skráning á svth@svth.is e›a í síma 511 3000.
Viðskiptasérleyfi
Markaðstækifæri morgundagsins
Útflutningsrá› Íslands, SVfi-Samtök verslunar og
fljónustu og Vi›skiptaskrifstofa utanríkisrá›uneytisins
standa fyrir kynningu á vi›skiptasérleyfum (Franchise).
Fundurinn er ætla›ur fleim sem hyggjast sækja á n‡ja
marka›i.
M
IX
A
•
fít
•
6
0
0
1
4