Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 35
rannsóknir styðja þá niðurstöðu að
starfsfólk tekur oft ekki eftir eða
lætur hjá líða að meta það mikla til-
finningalega álag sem flutningur á
stofnun er fyrir margar fjölskyldur.
Ekki síst þegar hann ber brátt að
og lítill sem enginn undirbúningur á
sér stað fyrirfram. Það olli einnig
óþarfa óöryggi og kvíða hjá viðmæl-
endum mínum að vita ekki strax í
upphafi til hvers var ætlast af þeim
sem aðstandendum eða hverjir
starfshættir stofnunarinnar voru.
Það skiptir miklu máli að að-
standendur fái upplýsingar um það
sem snýr að dvölinni og starfsem-
inni. En reyndin virðist sú að að-
standendur þurfa að sækja sér
þessar upplýsingar að miklu leyti
sjálfir eða reka sig á. Vandamálið
er líka það að þeir fá ekki ráðrúm
til að undirbúa sig eða sína. Það er
engin tími gefinn til þess, þeir
þurfa að taka ákvörðun um að taka
plássið eða hafna því. Enginn
virðist þora að hafna plássi enda
eru í Reykjavík tæplega 300 aldr-
aðir á biðlista í brýnni þörf eftir
plássi á hjúkrunarheimili. Því miður
virðist gamalt fólk fá nánast stöðu
þurfalinga þegar það er komið inn á
hjúkrunarheimili.“
Ekkert einkalíf
á fjölmennisstofum
Sigurveig segir fólk hafa lítið
sem ekkert einkalíf á fjölmennis-
stofum. „Fólk getur oft ekki haft
persónulega muni sína í friði og
hefur ekki alltaf aðgang að þeim
þar sem þeir eru þá oft lokaðir inn í
læstum skápum sem einungis
starfsfólkið hefur aðgang að. Hver
vill vera viðstaddur þegar alls
ókunnugur herbergisfélagi heyir
sitt dauðastríð? Hver vill þurfa að
búa í herbergi með ókunnugri
manneskju sem manni líkar alls
ekki við? Ætlum við að sætta okkur
við það?“
Hún segir líka spurningu að hve
miklu leyti mönnun sé fullnægjandi.
Starfsfólk hafi e.t.v. ekki tíma né
krafta til að sinna nema brýnustu
grundvallarþörfum einstaklinganna
sem þar búa. Erfitt sé fyrir flesta
einstaklinga nú til dags að sætta sig
til dæmis við að komast ekki í bað
nema einu sinni í viku og jafnvel
sjaldnar. Eða að ganga í óhreinum
fötum.
„Ég skil eiginlega ekki hvers
vegna við sem þjóð sættum okkur
við þetta,“ segir hún. „Það er eins
og það sé þegjandi samkomulag að
setja ekki meira fjármagn í þessi
málefni. Er það vegna þess að það
er engin arðsemi af þessum
rekstri? Sumir hlutir verða einfald-
lega ekki metnir til fjár, þannig er
það bara.“
Ýmislegt væri hægt að gera til
úrbóta að mati Sigurveigar. Fyrir
utan að fjölga rýmum, bjóða upp á
einkaherbergi fyrir þá, sem þjást af
heilabilun, þarf að stórbæta upplýs-
ingagjöf til aðstandenda. Aðstand-
endur þyrftu að geta gengið að
upplýsingum um t.d. hugmynda-
fræði heimilanna, sem væri jafnvel
aðgengileg á netinu. Meiri fyrirvari
þyrfti að vera á flutningnum svo
fólkið hafi tíma til að undirbúa hann
og umskiptin sem honum fylgja.
Nýr íbúi þyrfti að hafa tengilið sem
kynnti sér æviágrip hans og sér-
þarfir. Fjölga þyrfti fagfólki m.a. í
því skyni að efla þjálfun íbúanna og
virkni, bæta launakjör starfsmanna
og bjóða upp á aðlaðandi starfs-
mannastefnu. Efla þyrfti fræðslu og
símenntun fyrir starfsfólk, ekki síst
hvað varðar siðfræðileg álitamál í
umönnun sjúklinga sem þjást af
heilabilun. Nauðsynlegt er að gera
ráð fyrir og innrétta lítil herbergi
sem afdrep fyrir heimilisfólk og
heimsóknargesti á deildum þar sem
fjölbýli eru í meirihluta.
Það vekur athygli hvað dæturnar
voru almennt ánægðar með dagvist-
arstofnanir fyrir aldraða sem þjást
af heilabilun. Það segir Sigurveig
benda til þess að hér á landi sé til
kunnátta til að hugsa mjög vel um
sjúklinga sem þjást af heilabilun.
Öllum foreldrunum fór aftur
„Það kom fram í orðum dætr-
anna að það hafi verið skref niður á
við fyrir foreldrana að fara á hjúkr-
unarheimili miðað við þá virkni,
þjálfun og faglegu vinnubrögð sem
voru viðhöfð í dagvistuninni,“ segir
Sigurveig. „Öllum foreldrunum í
þessari rannsókn fór verulega aftur
bæði andlega og líkamlega, fyrstu
þrjá mánuðina á hjúkrunarheimil-
unum.
Ég vona að niðurstöður rann-
sóknarinnar geti orðið hvatning til
að gera betur og vekja okkur til
umhugsunar um stöðu elsta fólksins
okkar svo við gerum úrbætur bæði
fljótt og vel í þessum málaflokki.
Hagsmunir aldraðra snerta okkur
öll því ef við fáum að lifa nógu lengi
verðum við öll gömul. Við erum öll
á sama báti hvað þetta varðar.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 35
Tækniþróunarsjóður
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar
samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við
tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins
Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í
samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs
Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar,
rannsóknastofnanir og háskólar
Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka sam-
keppnishæfni íslensks atvinnulífs.
Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi
og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til.
Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna saman-
lagt á þrem árum.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um
Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is
... upplýsingum um laun,
verktakagreiðslur, hlutafé,
lán, bifreiðahlunnindi
o.fl. á árinu 2005 ...
Síðasti skiladagur:
RAFRÆN SKIL - 6. febrúar
PAPPÍRSSKIL - 26. janúar
Skilist til skattstjóra viðkomandi umdæmis
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
ALLT UM
rafræn skil
á rsk.is/vefskil
Hafið þið
SKILAÐ TIL SKATTSINS
LAUNAGREIÐENDUR,
HLUTAFÉLÖG,
FJÁRMÁLASTOFNANIR ...
MIKILVÆGT
ER AÐ
UPPLÝSINGAR
BERIST
TÍMANLEGA
VEGNA
FORSKRÁNINGAR
Á FRAMTÖL
Sjá nánar auglýsingu í Stjórnartíðindum um skil á upplýsingum á árinu 2006
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
Fréttasíminn
904 1100