Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 36
36 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
11. janúar 1976: „Umsagnir
breskra blaða um atburðina á
fiskimiðunum við Ísland síð-
ustu daga benda til þess, að í
Lundúnum ríki í grundvall-
aratriðum misskilningur á af-
stöðu Íslendinga til þessara
atburða. Þannig lítur Lund-
únablaðið Times svo á, að sú
ákvörðun íslensku ríkisstjórn-
arinnar að leita til Atlants-
hafsbandalagsins sé til marks
um vonleysi meðal Íslendinga
vegna þess, að ekki hafi tekist
nema í fáum tilvikum að und-
anförnu að klippa á togvíra
breskra togara. Fréttamaður
Guardian telur það vera skoð-
un bresku stjórnarinnar að
Íslendingar séu í hættulega
mikilli geðshræringu.
Í stríði skiptir miklu, að
hvor aðilinn um sig hafi sem
ríkastan skilning og þekkingu
á sjónarmiðum og afstöðu
hins. Þá eru minni líkur til
þess, að menn geri vitleysur.
Athafnir Breta hér við land
og raunar öll afstaða þeirra
frá upphafi, í samninga-
viðræðum þeim, sem fram
fóru, flotaíhlutunin og aðgerð-
ir herskipanna hafa vakið
mikla furðu manna hér og
vakið upp spurningar um,
hvers vegna Bretar hagi sér
svo heimskulega, sem raun
ber vitni um. Margt bendir til,
að þeir geri það vegna þess,
að þeir misskilji stöðuna í
grundvallaratriðum. Það kann
að stafa af því, að breska
sendiráðið í Reykjavík sendi
frá sér til utanríkisráðuneyt-
isins í London algerlega rang-
ar upplýsingar um afstöðu Ís-
lendinga og andrúmsloft hér á
landi í þessari deilu.“
. . . . . . . . . .
12. janúar 1986: „Ragnar
Halldórsson, formaður Verzl-
unarráðs Íslands, setti fram
skoðanir um peningamál okk-
ar Íslendinga í grein í Morg-
unblaðinu um áramót, sem
ástæða er til að staldra við. Í
grein þessari viðrar formaður
Verzlunarráðsins þá hug-
mynd að við Íslendingar
hættum að burðast með eigin
gjaldmiðil og tökum upp sam-
starf við aðra þjóð um slíkt og
bendir í því sambandi á for-
dæmi Lúxemborgar og Liech-
tenstein. Í grein þessari segir
Ragnar Halldórsson m.a.: „Í
fljótu bragði virðist sjálfstæði
þjóðar fela í sér, að hún hafi
eigin gjaldmiðil, gefi út sjálf-
stæða mynt. Ef einhver legði
til að við tækjum upp danskar
krónur í stað þeirrar íslenzku,
hljómar það sem svik við
landið og það sem íslenzkt er.
En bíðum við. Peningar eru
einungis tæki sem notað er
sem gjaldmiðill í viðskiptum,
til að geyma verðmæti og til
að vera mælikvarði á verð-
mæti. Þessu þríþætta hlut-
verki þjónar íslenzka krónan
illa vegna þess að hún heldur
ekki verðgildi sínu. Við mun-
um skipta um vog, sem vigt-
aði rangt, reynist ekki unnt að
lagfæra hana. Af sömu
ástæðu gæti verið rétt að taka
upp annan og betri gjaldmiðil
í viðskiptum.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
Lesbók Morgunblaðsins í dag, laug-
ardag, birtist viðtal við Hafþór
Yngvason, forstöðumann Listasafns
Reykjavíkur, sem tók við því starfi sl.
haust eftir að hafa búið og starfað
lengi í Bandaríkjunum. Í viðtali
þessu segir Hafþór m.a.:
„Ég sé ekki annað en hér á Íslandi
sé til það mikill auður, að það ætti að vera hægt
að sækja fé út í atvinnulífið. Núna þegar sýning-
arnar, sem hér eru framundan fara að verða
skýrari þá mun ég leita út og virkilega reyna að
fá fólk til liðs við mig. Allt frá því að ég byrjaði að
vinna í listunum hef ég unnið við þann skilning,
að það þurfi að fjármagna listina með einkafram-
taki líka. Borgin leggur fram ákveðna upphæð og
vissulega er hægt að gera eitthvað fyrir hana. En
viðhorf mitt er að síðan bætum við við þá upphæð
og getum fyrir vikið gert miklu meira. Auðvitað
er hægt að hugsa sem svo, að maður geri bara
eitthvað fyrir þá peninga, sem manni eru réttir
en það er líka hægt að líta á þá peninga, sem
byrjunina á einhverju meira.“
Forstöðumaður Listasafns Íslands vekur hér
máls á efni, sem tímabært er að ræða meira um
og með skipulegri hætti en gert hefur verið, sem
er stuðningur einkaframtaksins við menningu og
listir.
Þótt einkafyrirtæki hafi lengi veitt menningar-
starfsemi og listamönnum ákveðinn stuðning má
þó segja, að það hafi fyrst gerzt að ráði á síðustu
10 árum. Í u.þ.b. sjö ár þar á undan gekk þjóðin í
gegnum eina dýpstu efnahagskreppu, sem hér
kom upp á 20. öldinni og það var ekki fyrr en á
árinu 1995 að fór að rofa til. Frá þeim tíma hafa
landsmenn búið við mikla og vaxandi velgengni
og velmegun, sem kannski hefur náð hámarki nú.
Samhliða hefur það gerzt að framlög einkafyr-
irtækja til menningarstarfsemi hafa aukizt veru-
lega. Það á ekki sízt við um banka og sparisjóði,
sem hafa haft yfir miklum fjármunum að ráða, en
einnig önnur fyrirtæki eins og tryggingafélög og
fleiri félög, sem hafa notið góðs af velgengninni
og hafa verið tilbúin til að láta hluta afraksturs-
ins ganga til bæði menningarstarfsemi, góðgerð-
arstarfsemi og félagasamtaka sem vinna með
einum eða öðrum hætti að stuðningi við þá, sem
höllum fæti standa. Í því sambandi er ástæða til
að minna á, að geðræktarverkefnið var í upphafi
fjármagnað að verulegu leyti með myndarlegum
framlögum nokkurra einkafyrirtækja.
Menningarstarfsemin á Íslandi stendur hins
vegar í miklum blóma og þarf á verulegu fjár-
magni að halda. Að meginefni til koma þeir pen-
ingar úr almannasjóðum. Þannig er starfsemi
Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
Íslenzku óperunnar og Listasafns Íslands að
mestu leyti fjármögnuð með fé úr ríkissjóði auk
þeirra tekna, sem þessar stofnanir afla með
starfsemi sinni.
Starfsemi Leikfélags Reykjavíkur/Borgarleik-
hússins og Listasafns Reykjavíkur er að veru-
legu leyti fjármögnuð af Reykjavíkurborg auk
þeirra tekna, sem þessir aðilar afla með starf-
semi sinni.
En til viðbótar hafa flestar eða allar þessar
menningarstofnanir fengið stuðning frá öflugum
einkafyrirtækjum og þá ekki sízt fjármálafyrir-
tækjum.
Hið opinbera fé dugar til þess að halda þessum
menningarstofnunum gangandi en tæpast meir.
Miklar sveiflur eru í eigin tekjum þessara stofn-
ana, ótrúlega miklar, og erfitt að festa hendur á
hvað veldur.
Það er t.d. ljóst að almennt hefur verið minni
aðsókn að leikhúsum og tónleikum frá sl. haust
en um skeið áður. Hvað veldur, þegar svo mikil
velmegun ríkir í samfélaginu, sem raun ber vitni
um? Er það verkefnavalið? Eru einhverjir
straumar á ferðinni í þjóðfélaginu, sem leikhúsin
og tónleikahaldarar ná ekki að fanga?
Hin opinberu fjárframlög eru af svo skornum
skammti að sveiflur í eigin tekjum geta gengið
mjög nærri þessum stofnunum.
Er raunsætt að ætla, að þær hafi möguleika á
að fá svo mikinn stuðning frá einkaaðilum, að það
dugi til að tryggja óhindraða og eðlilega starf-
semi?
Hafþór Yngvason er bersýnilega þeirrar skoð-
unar en getur verið að sú bjartsýni byggist á því,
að hann hefur dvalið lengi í öðru landi og er fyrst
nú að byrja að kynnast hinum íslenzka veruleika í
upphafi 21. aldarinnar?
Þreyttir
listamenn
Þeir eru ófáir íslenzku
listamennirnir, sem á
undanförnum árum
hafa sagt við viðmæl-
endur sína, að þeir séu þreyttir og uppgefnir á
því að ganga á milli fyrirtækja til að leita eftir
stuðningi við menningarstarfsemi, sem þeir vilja
standa fyrir. Öllum ber þeim saman um að þeim
sé vel tekið. En öllum ber líka saman um, að yf-
irleitt séu svörin þau, að umsóknir um fjárstuðn-
ing séu svo margar að engin leið sé fyrir viðkom-
andi fyrirtæki að veita öllum, sem sækja um
viðunandi úrlausn. Í mörgum tilvikum tekst að
safna 250 þúsund krónum hér og 250 þúsund
krónum þar en það kostar mikla vinnu og tekur
langan tíma. Í fjölmiðlum birtast oft fréttir um
velgengni íslenzkra listamanna í öðrum löndum,
hvort sem um er að ræða glæpasagnahöfunda,
tónlistarmenn, leikhópa eða myndlistarmenn en
fæstir gera sér grein fyrir hversu mikil vinna hef-
ur verið lögð í að fjármagna þessar ferðir og oft
eru þær farnar án þess, að listamennirnir sjálfir
fái yfirleitt nokkuð greitt fyrir sína vinnu. Það
viðhorf er enn landlægt að listamenn eigi að gefa
sína vinnu. Af hverju skyldu þeir gefa sína vinnu?
Er sanngjarnt að nota þá stöðu, að þeir hafa
áhuga á að koma verkum sínum á framfæri og
vilja ýmislegt til þess vinna? Nei. Það er ekki
sanngjarnt.
Á seinni árum hafa þau fyrirtæki sem á annað
borð vilja leggja fram fjármuni til menningar
markað sér ákveðna stefnu og leggja þá fram
meiri peninga til stuðnings við færri verkefni og
hugsunin á bak við slíka stefnumörkun áreiðan-
lega sú, að peningarnir nýtist betur.
En kjarni málsins er sá, að það á við um flesta
listamenn, að þeim hrýs hugur við því verkefni að
ganga á milli fyrirtækja í leit að fjárstuðningi við
tiltekin verkefni á sviði menningarlífsins. Svo eru
auðvitað til miklir sölumenn í röðum listamanna,
sem eru jafn miklir listamenn í að selja hug-
myndir sínar og sjálfa sig eins og þeir eru á því
sviði listsköpunar, sem þeir hafa helgað krafta
sína.
Ef horft er á þessi mál frá sjónarhóli fyrirtækj-
anna, sem hafa vilja og löngun til að styðja menn-
ingarstarfsemina í landinu lítur þetta nokkurn
veginn svona út: fyrirtækin hafa engan frið fyrir
fólki, sem leitar eftir fjárstuðningi við einhvers
konar menningarstarfsemi. Af þeim sökum hafa
þau nú orðið falið ákveðnum starfsmönnum það
verkefni að sjá um slíkar umsóknir og afgreiða
þær. En þau spyrja sjálf sig þeirrar spurningar,
hvað þau fái út úr slíkum stuðningi. Í undantekn-
ingartilvikum biðja þau ekki um neitt í staðinn og
þá kannski fyrst og fremst vegna þess að stuðn-
ingurinn er veittur vegna jákvæðrar afstöðu til
menningarinnar en starfsemi fyrirtækjanna með
þeim hætti að þau þurfa ekki á kynningu að halda
hér innan lands. En flest segja: hvað fáum við í
staðinn?
Þetta er eðlileg spurning en það er líka vand-
meðfarið hvert endurgjaldið á að vera. Fyrir
nokkrum árum var t.d. til fyrirtæki, sem hét Ís-
landssími og veitti ákveðinni menningarstarf-
semi myndarlegan fjárstuðning. En á móti voru
starfsstöðvar þeirrar menningarstofnunar svo
rækilega merktar fyrirtækinu með blaktandi
fánum þess og öðrum hætti að það hlaut að vekja
upp andúð þeirra, sem leituðu á vit menningar-
innar í viðkomandi stofnun. Þess vegna þarf end-
urgjaldið að vera hóflegt þannig að það ofbjóði
ekki unnendum menningarinnar.
Það sem hér er sagt um menningarstofnanir í
þessu samhengi getur líka átt við um íþrótta-
félög. Þau njóta sum hver öflugs stuðnings fyr-
irtækja, sem ætlast þá til þess að þeirra sé getið
með einhverjum hætti á móti. Fyrir allmörgum
árum var hægt að velta því fyrir sér hvort
íþróttafélögin eða samtök þeirra væru í raun að
selja pláss í fjölmiðlum. Sú spurning vaknaði
vegna þeirrar áherzlu, sem lögð var á að nafn
stuðningsaðila kæmi fram í fréttum fjölmiðla.
Þótt sumir fjölmiðlar a.m.k. spyrntu við fótum
var það til lítils vegna þess, að íþróttasamtökin
tóku einfaldlega upp á því að gefa íþróttamótum
ný nöfn, þannig að þau bera nú nafn þeirra fyr-
irtækja, sem stuðninginn veita. Svo má líka segja
sem svo, að fjölmiðlarnir séu ekki of góðir til þess
að veita mikilvægri starfsemi íþróttafélaganna
stuðning með því að nefna nöfn stuðningsaðil-
anna. Allt þarf þetta þó að vera í hófi.
Er hægt að
sækja fé út í
atvinnulífið?
Hafþór Yngvason,
forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur, er
þeirrar skoðunar, að
hægt sé að sækja fé út
í atvinnulífið. Það er
engin spurning um, að það er hægt, a.m.k. á með-
an vel gengur. En hér skal fullyrt að um leið og
ný efnahagskreppa skellur yfir – og að því mun
koma – verða þessi fjárframlög þau fyrstu, sem
skorin verða niður. En við núverandi aðstæður er
spurningin kannski sú, hvort það er hægt í þeim
mæli, að úrslitum geti ráðið og leitt til mun öfl-
ugri menningarstarfsemi en við nú búum við.
Það er hæpið. Fjárframlög íslenzku fyrirtækj-
STÉTTARFÉLAG GEGN
HAGSMUNUM LAUNAFÓLKS?
Kennarar við Norðlingaskólabirta í Morgunblaðinu í gær yf-irlýsingu, þar sem þeir útskýra
samkomulagið, sem þeir hafa gert við
Reykjavíkurborg og skólastjóra skól-
ans um laun og vinnutíma. Félag
grunnskólakennara hefur neitað að
samþykkja þetta samkomulag, m.a. á
þeim forsendum að í því sé ekki sú tak-
mörkun á kennsluskyldu, sem virðist
vera alfa og ómega kennarasamtak-
anna við gerð kjarasamninga.
Kennarar við Norðlingaskóla segja
m.a.: „Vinnan fer fram á tímabilinu 8–
17 á virkum dögum og fyrir þetta eru
greidd 30–35% hærri laun. Öll vinna
umfram 42,86 tíma á viku telst yfir-
vinna,“ segja kennarar og benda á
raunverulegt dæmi um 73.000 króna
launahækkun kennara, sem starfar
samkvæmt samkomulaginu.
Kennararnir benda á að vinnuskipu-
lagið sé sveigjanlegt og einstaklings-
bundið og geri það kleift að hafa við-
fangsefni kennara ólík. „Hvernig
vinnutími kennara er skipulagður er
ákveðið af skólastjóra og kennara í
sameiningu og því hafa kennarar sjálfir
um það að segja hvernig skipting
vinnutímans er,“ segir í yfirlýsingunni.
„Það sem af er þessu skólaári hefur
enginn kennari í Norðlingaskóla náð
því að kenna 27 kennslustundir á viku
(sem er kennsluskylda kennara sam-
kvæmt kjarasamningi KÍ og LN) þar
sem starfið hefur kallað á að meiri tími
fari til annarra starfa en kennslu s.s.
undirbúnings og skipulagningar þeirra
kennsluhátta sem viðhafðir eru í skól-
anum.“
Kennararnir lýsa loks furðu sinni á
afstöðu forsvarsmanns Félags grunn-
skólakennara – þar er væntanlega átt
við Ólaf Loftsson formann – „því hér er
um að ræða félagsmenn í Félagi grunn-
skólakennara sem sjálfir vilja taka þátt
í tilrauninni og eru mjög sáttir við hana
að öllu leyti. Með því að samþykkja
ekki tilraunina sem við stöndum öll
heilshugar að sjáum við ekki annað en
að stéttarfélagið okkar vinni gegn okk-
ar hagsmunum.“
Hvernig ætlar forysta Félags grunn-
skólakennara að svara þessum fé-
lagsmönnum sínum? Í hverra þágu
starfar hún?
KRAFTURINN Í BORGARFIRÐI
Allt stefnir nú í að nýr menntaskólitaki til starfa í Borgarnesi haustið
2007, aðeins tveimur árum eftir að hug-
myndin að stofnun hans var sett fram.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
gær kemur fram að í ágúst í fyrra óskaði
bæjarráð Borgarbyggðar eftir hug-
myndum háskólanna á Bifröst og
Hvanneyri um framhaldsskóla í hér-
aðinu. Viku síðar mættu rektorar há-
skólanna á fund bæjarráðs og lögðu fram
mótaðar hugmyndir, sem voru sam-
þykktar. Fljótlega tók Borgarfjarðar-
sveit einnig þátt í undirbúningnum. Viku
síðar lagði Sparisjóður Mýrasýslu fram
40 milljónir króna í hlutafé fyrir hluta-
félag, sem stofnað verður um rekstur
skólans. Nokkrum vikum síðar lá fyrir
tillaga um námsskipulag, frumteikning-
ar að skólahúsi og drög að fjárhagsáætl-
un. Eftir rúmlega mánuð á að auglýsa
eftir skólameistara og hefja fram-
kvæmdir við nýtt skólahús í hjarta Borg-
arness.
Ætlunin er að safna 100 milljónum
króna í hlutafé og verður leitað til fleiri
fyrirtækja á svæðinu, svo og almenn-
ings, sem vill stuðla að því að reistur
verði framhaldsskóli í hans heimabyggð.
Menntamálaráðuneytið hefur tekið hug-
myndum heimamanna vel og vinnur með
þeim að framgangi málsins.
Öll er þessi saga með talsverðum ólík-
indum, vegna þess hversu hratt er geng-
ið til verks. En hún sýnir vel fram á kosti
þess að beita nýrri hugsun og nota að-
ferðir einkaframtaksins í menntamálum.
Draga má í efa að Borgfirðingar fengju
nýjan skóla á tveimur árum ef fara ætti
hina hefðbundnu leið ríkisrekstrarins.
Og þessi saga sýnir líka vel þann mikla
kraft, sem býr í Borgfirðingum um þess-
ar mundir og þeir sækja ekki sízt til há-
skólanna tveggja í héraðinu.