Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 44
Fréttir á SMS
44 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ GET ég ekki orða
bundist lengur. Nýaf-
staðnir samningar milli
Reykjavíkurborgar og
Eflingar/starfsmanna-
félags Reykjavíkur-
borgar gefa kærkomna
hækkun til ófaglærðra
og háskólamenntaðra
starfsmanna á leik-
skólum.
En hvað með leik-
skólakennara sem bera
ábyrgð á stjórnun og
faglegu starfi leikskól-
anna?
Staðan í dag er sú að
við leikskólakennarar erum orðnir
lægri í launum en margt af því ófag-
lærða fólki sem starfar okkur við
hlið. Það hefur verið umræða um að
það séu aðeins nokkrir ófaglærðir/
háskólamenntaðir sem ná því að
vera hærri í launum en leikskóla-
kennararnir. Það skiptir einfaldlega
ekki máli því það á ekki að viðgang-
ast að stétt sem er sérmenntuð í
ákveðnu fagi sé lægri í launum en
ófaglærðir/ háskólamenntaðir sem
vinna þeim við hlið. Á sama tíma og
leikskólakennarar á mínum vinnu-
stað samglöddust okkar vinnu-
félögum með nýja
samninga, fórum við
að spyrja okkur; til
hvers í ósköpunum
fórum við í 3 ára há-
skólanám? Þetta var
eins og að fá rýting í
bakið og eflaust hefur
það einnig verið hjá
þeim leikskólakenn-
aranemum sem eru í
námi við Kennarahá-
skóla Íslands. Hvaða
skilaboð eru þeir að
fá? Einnig höfðu sum-
ir Eflingarstarfsmenn
á orði að þeir ætluðu
ekki að huga að námi í leikskóla-
kennarafræðum ef staðan verður
svona.
Nú á að stofna vinnuhóp til að
skoða þessi mál fram að launa-
málaráðstefnu sveitarfélaga hinn 20.
janúar. Einnig hefur verið lagt til að
leikskólakennarar dragi uppsagnir
sínar til baka meðan farið er yfir
málin. Í mínum huga er aðeins verið
að draga málið á langinn og því
óþarfi að draga uppsagnir til baka.
Það þarf að koma til móts við leik-
skólakennara með raunhæfar launa-
hækkanir áður en það gerist.
Undirrituð starfar sem aðstoð-
arleikskólastjóri en er orðin 10.000
krónum lægri í launum á mánuði en
ófaglærður deildarstjóri á mínum
vinnustað. Ég útskrifaðist frá Fóst-
urskóla Íslands 1996 og tók viðbót-
arnám til B.ED. gráðu með fullri
vinnu 2001–2003.
Þessi staða er ekki ásættanleg og
ég skora á vinnuhópinn að koma
með raunhæfar tillögur um launa-
hækkanir leikskólakennara sem
fyrst.
Til hvers að mennta
sig sem leikskólakennari?
Sigríður Sigurjónsdóttir fjallar
um menntun og kjaramál leik-
skólakennara ’Þessi staða er ekkiásættanleg og ég skora
á vinnuhópinn að koma
með raunhæfar tillögur
um launahækkanir leik-
skólakennara sem
fyrst.‘
Sigríður
Sigurjónsdóttir
Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri
leikskólans Ásborgar.
www.thinghol t . is
OPIÐ HÚS
Hraunbraut 12 - jarðhæð
sunnudaginn 15. jan. frá kl. 14 til 15.
Glæsileg vel skipulögð og mikið endur-
nýjuð 86 fm 3ja herberga íbúð á jarðhæð +
13 fm geymsla á besta stað í Kópavogi.
Verið velkomin.
Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali
Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is
Sími 590 9500
Til leigu. Hlíðasamári, Kópavogi
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Um er að ræða nýbyggingu, 6
hæða verslunar-, þjónustu- og
skrifstofubygging. Mjög góð
staðsetning á einum besta
stað í Smáranum. Glæsilegt
útsýni, samtals ca. 1944 fm.
Jarðhæð - verslun og þjón-
usta ca 324 fm. 2.-6. hæð -
skrifstofur og þjónusta ca.
324 fm. hver hæð. Mögulegt
er að skipta hverri hæð upp í 2-4 einingar. Góð bílastæði eru við
húsið. Húsið er mjög áberandi og er aðgengi og staðsetning mjög
góð. Húsnæðið afhendist í september 2006.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson í
símum 822 8242 og 588 4477.
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf.
EYJAFJÖLL – LANDSPILDUR
Til sölu eru tvær landspildur undir Austur-Eyjafjöllum.
Önnur er 12,7 ha að stærð, en hin er 5,6 ha.
Landið er gróið og grasgefið og
hentar vel til beitar. Útsýni er afar fallegt.
Verð: Tilboð.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
Fannbergs fasteignasölu ehf. í síma 487 5028.
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur
Húsið er laust mjög fljótlega.
Sýni í dag mjög gott og vel skipulagt
tvílyft raðhús, samtals 236,8 fm, með
innbyggðum góðum bílskúr. Húsið
stendur á mjög góðum stað í Kópavog-
inum, frábært útsýni til norðurs og
austurs. 7 svefnherbergi. Mögulegt að
skipta húsinu í tvær íbúðir (jafnvel 3).
Hús í mjög góðu standi. Nýtt gler. Stutt
í leikskóla, grunnskóla og verslanir.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15
LITLIHJALLI 5 Í KÓPAVOGI
Verið velkomin. Ef einhver annar tími hentar betur þá endilega
hafið samband. Sölumaður: Þórhallur, sími 896 8232
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Vorum að fá í einkasölu vandað skrifstofuhúsnæði á 3. hæð með útsýni í góðu
lyftuhúsi í verslunarmiðstöðinni í Hamraborg. Húsnæðið skiptist m.a. í stóra mót-
töku og er gengt úr móttökunni út á suðursvalir, 16 góð skrifstofuherbergi, funda-
herb., eldhús og snyrtingar. Fullkonar tölvulagir í öllum herb., kerfisloft og linoleum-
dúkar á gólfum. Auðvelt að nýta húsnæðið sem tvær sjálfstæðar eigningar. Í
Hamraborg og nágrenni er öll þjónusta. Staðsetning er mjög miðsvæðis miðað við
helstu þjónustukjarna á stór-Reykjavíkursvæðinu. Selst í einu lagi. Verð 43,5 millj.
HAMRABORG –
VANDAÐ SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
MIKIL umfjöllun hefur verið um
leikskóla nú á sl. haustmisseri. Því
miður virðast það helst vera umræð-
ur undir neikvæðum formerkjum
sem rata í fjölmiðla, ég
vildi gjarnan að þeir
fjölluðu um þá miklu
þróun sem átt hefur
sér stað á starfsemi
leikskóla.
Algjör bylting hefur
átt sér stað í kennslu
og uppeldi ungra barna
hér á landi undanfarna
áratugi, þar á meðal
hafa leikskólar þróast í
fyrsta skólastigið.
Samhliða þessu hefur
menntun leikskóla-
kennara þróast í öflugt
háskólanám þar sem sífellt fleiri
stunda rannsóknatengt framhalds-
nám og reglubundna endurmenntun.
Á ári hverju vinna leikskólar að þró-
unarverkefnum, þróa nýtt kennslu-
efni og taka þátt í alþjóðlegu starfi. Í
ljósi þessara breytinga og þeirra
samfélagshátta er ríkja í okkar sam-
félagi, þar sem báðir foreldrar vinna
utan heimilis, er ljóst að leik-
skóladvölin er veigamikill þáttur í
samfélaginu. Flest börn eru í leik-
skólanum mestan hluta vökutíma
síns og er hann því stór hluti af dag-
legu lífi þeirra.
Á því aldursskeiði er
börn eru í leikskól-
anum er þroski þeirra
hvað örastur, þar er
lagður grunnur að mót-
un einstaklingsins og
unnið í samræmi við
þau námsvið er leik-
skólar kenna sam-
kvæmt aðalnámskrá.
Leikskólagangan hefur
áhrif á skólagöngu
barna síðar á lífsleið-
inni og því afar mik-
ilvægt að til hennar sé
vandað.
Mikil framsækni ríkir í íslensku
samfélagi og hávær umfjöllun um
blómlegan líftækniiðnað og útrás á
fjármálamarkaði og er það vel. En
gleymum ekki innviðunum, grunn-
urinn að vexti samfélagsins þarf að
vera lagður strax við upphaf skóla-
göngu, innan veggja skólanna dvelur
framtíðarmannauðurinn.
Ég vil beina því til mennta-
málaráðherra og annarra þeirra er
móta menntastefnu landsins að
íhuga vel hvernig þeir geta styrkt
námsumhverfi leikskólans þannig að
þar starfi vel menntaðir og hæfir
einstaklingar. Þar þurfa að vera að-
stæður til að þróa starfið og byggja
upp sterka fræðilega þekkingu sem
er sífellt í mótun og í takt við þróun
samfélagsins.
Foreldra hvet ég til að standa
vörð um þá kennslu sem börnum
þeirra ber að fá samkvæmt íslensk-
um lögum og gera kröfur um það
besta þeim til handa.
Gerum nauðsyn góðrar mennt-
unar og uppeldi íslenskrar bernsku
ekki að umræðu á tyllidögum, ger-
um hana að raunveruleika. Yngstu
þegnar landsins eru mikils virði.
Hvers virði eru yngstu
þegnar þessa lands?
Halldóra Pétursdóttir fjallar
um gildi menntunar og uppeld-
is barna á fyrstu skólastigunum ’... innan veggja skól-anna dvelur framtíð-
armannauðurinn.‘
Halldóra Pétursdóttir
Höfundur er leikskólastjóri.