Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í KJÖLFAR sviplegs sjálfsvígs manns á Ísafirði hafa fréttamenn Kastljóssins farið hörðum orðum um fréttaflutning DV og gagnrýnt báða ritstjóra umrædds blaðs fyrir þá stefnu að birta nöfn og myndir af einstaklingum og fjalla um ábornar sakir þeirra án þess að sekt hafi verið sönnuð. Finnst mér eins og hér megi greina stefnu- breytingu hjá umsjónarmönnum Kastljóss og hlýtur það að vera mikill léttir fyrir fleiri en mig að heyra það. Það bætir þó í engu þann skaða sem nafn- og myndbirt- ing Eiríks Pálssonar í Kast- ljósþætti 13. október olli mér og fjölskyldu minni. Sigmar Guð- mundsson, einn af umsjón- armönnum Kastljóssins, var þar með til umfjöllunar hið hörmulega mál Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þar hikaði hann ekki við að nafngreina og birta mynd af Eiríki Pálssyni, afa mín- um, sem var í fréttinni sakaður um að hafa hindrað rannsókn yfirvalda og verndað barnaníðinginn, föður Thelmu. Í Kastljósþættinum á miðviku- daginn var gagnrýndu umsjón- armenn þáttarins réttilega frétta- mennsku af þessu tagi, þ.e. að nafn og mynd séu birt af einstaklingi sem borinn er þungum sökum án þess að sekt sé sönnuð. Jóhanna Vilhjálmsdóttir spurði m.a. Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV, eftirfar- andi spurningar: ,,Hvernig rétt- lætið þið svona blaðamennsku í ljósi þess að þið hafið í sjálfu sér ekki hugmynd um það hvort mað- urinn sé sekur eða saklaus?“ Afi minn lést árið 2002 og getur ekki borið fyrir sig neinar varnir. Fjölskyldan getur ekki með óvé- fengjanlegum hætti hreinsað mann- orð hans af þessum fullyrðingum, eins fjarstæðukenndar og þær eru öllum þeim sem til afa míns þekktu. Í augum ókunnugra situr hins vegar umfjöllun Kastljóssins eftir sem dómur yfir afa í þessu máli. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur þessa dagana um ónærgæt- inn og á tímum siðlausan frétta- flutning DV ætti umsjónarmönnum Kastljóssins að vera orðið ljóst að vinnubrögð af þessu tagi eru for- kastanleg sama hvaða fjölmiðill á í hlut. EIRÍKUR ÓLAFSSON, Eskihlíð 16a, 105 Reykjavík. Stefnu- breyting hjá Kastljósinu? Frá Eiríki Ólafssyni: EINS og mörgum mun kunnugt eru á þessu ári liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Af því tilefni munu tónlistarmenn heims- ins einbeita sér að flutningi allra verk Mozarts til heiðurs tónskáldinu. Tímamótin munu eflaust setja mark sitt á tónlistarútgáfur á verkum tón- skáldsins, einstök verk, verkaflokkar eða heildarútgáfur eiga eftir að rata í hillur plötuverslana auk þeirra sem þar eru fyrir. Útvarps- og sjónvarps- stöðvar um heim allan munu sýna vandaða dagskrá um tónskáldið, og þeirra á meðal Ríkissjónvarpið. Ríkisútvarpið Rás 1 tekur þátt í leiknum af krafti og verða einstakir dagskrárliðir er tengjast tónlist Moz- arts auglýstir sérstaklega í dagskrá útvarpsins. Þó er sérstök ástæða til að benda á einn lið sem verður á dag- skrá Rásar 1 á árinu. Á undanförnum árum hafa nokkrir hinna frábæru tæknimanna útvarps- ins hljóðritað, með íslenskum flytj- endum, öll verk Mozarts sem hann skrifaði fyrir einleiksfiðlu, alls 41 verk. Alls koma að þessum hljóðrit- unum átján fiðluleikarar, fjórtán pí- anóleikarar, þrír sellóleikarar og einn semballeikari. Er hér um að ræða stórvirki í íslenskri tónlistar- hljóðritun þar sem svo margir af okk- ar einstöku hljóðfæraleikurum koma að metnaðarfullu samstarfi við Rík- isútvarpið. Arndís Björk Ásgeirsdóttir dag- skrárgerðarmaður á Rás 1 mun fylgja verkefninu heim í stofu hlust- enda og verða hljóðritanirnar leiknar á sunnudögum fram á vorið kl. 13:45 og verður fyrsti þátturinn á dagskrá nk. sunnudag, 15. janúar. Er dag- skrárgerð þessi liður í dagskrár- stefnu Rásar 1 í að miðla hlustendum því besta sem finnst og því besta sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi. BJARKI SVEINBJÖRNSSON, tónlistarráðunautur Ríkisútvarpsins Fiðla Mozarts Frá Bjarka Sveinbjörnssyni: AP 250 ár verða liðin frá fæðingu Wolf- gangs Amadeusar Mozarts hinn 27. janúar. Af því tilefnið mun Rík- isútvarpið Rás 1 halda úti ýmsum dagskrárliðum til heiðurs honum. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Háhæð - Parhús - Garðabæ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu sérlega glæsilegt ca 200 fermetra parhús ásamt 80 fermetra rými í kjallara, vel staðsett á frábærum útsýnisstað í Hæða- hverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, hol, hjónaherbergi, eldhús, stofu, borð- stofu, baðherbergi, þvottahús. Á millilofti er sjónvarpshol, herbergi og geymslur. Gott 80 fermetra rými í kjallara sem býður upp á mikla möguleika. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og gólfefni eru rauðeik og skífa. Fallegur garður með sólpöllum og tilheyrandi. Frábær stað- setning . Verð kr. 55 millj. Myndir af eigninni á mbl.is. Eikarás - Einbýli - Garðabæ Tvílyft einbýli með innb. bílsk., samtals 320 fm. Möguleiki á auka- íbúð. Eign í sérflokki. Húsið er mjög glæsil. innréttað með sérsmíðuðum innréttingum úr eik frá Tak á Akur- eyri og gólfefni eru massíft eikar- parket og steinn. Frágangur lóðar er eftir. Glæsilegt hús á frábærum stað. Útsýni. Björtusalir - Kóp. - 5 herb. LAUS STRAX. Sérlega glæsileg 130,8 fm 5 herb. íbúð á annarri hæð í fimm íbúða húsi. Forstofa, sjónvh., stofa, borðst., eldhús, baðh., 3 barnah., hjónah., þvotta- hús og geymsla. Fallegar innr., parket og flísar. Góðar s-svalir. Frá- bær staðsetning. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 29,9 millj. GRÆNAMÝRI - GLÆSILEG Glæsilegt sérbýli/parhús sem er 2 hæðir og kjallari. Á 1. hæð er anddyri, gestasnyrting, hol, eldhús, borðstofa, stofa m. kamínu, sólstofa. Á 2. hæð eru 3 herbergi, stórt sjónvarpshol/vinnuherb., þvottaherbergi og bað- herbergi. Í kjallara eru tvö stór herbergi, geymslur, hvíldarherbergi, vinnu- herbergi en frá því útgengt í garð ófullgert gufubað og snyrting. Húsið er allt hið vandaðasta. Á öllum gólfum 1. og 2. hæðar er gegnheilt parket nema á forstofu, gestasn., baðh. og þvh. en þar eru flísar. Kjallari er allur flísalagður. Lóðin er mjög falleg, með lokaðri timburverönd sem gengið er í úr stofum, grasflöt með kryddgarði og fallegum trjám (gullregni o.fl.) 5558 SUÐURMÝRI - GLÆSILEG EIGN Glæsilegt parhús á mjög vinsælum stað á Seltjarnarnesi. Húsið er nýlegt, byggt árið 1999 og er á tveimur hæðum. Húsið skiptist í eldhús, stofu, gestasnyrtingu, þvottahús og bílskúr á neðri hæð. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og leikkrókur. Húsinu fylgir fallegur garður þar sem er heitur pottur og falleg tré. Hellulögð verönd auk timburverandar. V. 42,0 m. 5541 Gullfalleg 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð í 4ra hæða fjölbýlishúsi í þessu vinsæla hverfi. Tvö góð svefnherbergi, baðherbergi, rúmgóð stofa, glæsilegt eldhús með kirsuberjarinnréttingu, þvottahús innan íbúðar. Mjög snyrtileg sameign, gott ástand á húsinu að utan. Þetta er björt og vel skipulögð eign á góðum stað, stutt í alla þjónustu, þ.e.a.s. leikskóla, skóla og verslanir. Verð 22,4 millj. kr. Páll og Karítas taka vel á móti væntanlegum kaupendum frá kl. 16-17 í dag, sunnudag. GALTALIND 13 - KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-17 Falleg og mjög vel skipulögð 3ja herbergja 83,2 fm íbúð á 1. hæð auk frístandandi bíl- skúrs, 23,8 fm á sunnanverðu Seltjarnarnesi, samtals 107 fm. Komið er inn í anddyri. Eldhús með nýlegri, fallegri innréttingu. Innaf eldhúsi er þvottahús og geymsla. Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á svalir þaðan sem geng- ið er út á verönd og út í garð. Tvö herbergi með skápum. Flísalagt baðherb. með sturtu og snyrtilegri innréttingu. Bílskúr með rafmagni og hita. Gólfefni: Ljóst parket, dúkur og flísar á gólfum. UM ER AÐ RÆÐA ÍBÚÐ Á BESTA STAÐ Á SELTJARNARNESI. Verð 25,9 millj. Ólafur Finnbogason, sími 822 2307, sölumaður tekur vel á móti væntanlegum kaupendum ásamt Grétari og Ingu frá kl. 14-16 í dag, sunnudag. VALLARBRAUT 10 - SELTJARNARNESI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Dögg Pálsdóttir hrl. lögg. fast.sali ● Þýri Steingrímsdóttir lögg. fast.sali Andri Sigurðsson sölustjói ● Ólafur Finnbogas sölumaður Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Dofraberg 21 - Hf. - Parhús Opið hús í dag frá kl. 15:00-16:00 Sérlega fallegt parhús, 210 fm, og er á tveimur hæðum. 4 svefnh., stofa, sjónvarpshol, 2 baðherb., þvottahús, eldhús með borðkrók, forstofa, svalir og bílskúr. Þetta er gott hús sem vert er að skoða, nánar á mbl. is. SÖLU- MAÐUR FRÁ HRAUNHAMRI Á STAÐNUM. Laust fljótlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.