Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 48

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 48
48 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNA daga hefur birst inn á öll íslensk heimili fréttaflutn- ingur af tónleikum fólks sem kallar sig náttúruunnendur og hefur í skjóli þess m.a. sett upp tónleika þar sem þeir sem ekki fylkja sér að baki þeim eru taldir vera á leið til náttúruleysis. Ég verð að viður- kenna að nú finnst mér hafa verið gengið of langt í þeirri umræðu sem hófst með umræðu um Eyjabakka og hefur síðan verið um álvers- framkvæmdir og virkj- anagerð. Ég er mikill náttúruunnandi, hef far- ið víða um hálend- issvæði Íslands og er sannfærður í þeirri skoðun minni að hvergi í heim- inum finnum við jafn fallega náttúru og hér, víðáttur og fjölbreytileiki í lit- um og landslagi er stórbrotið. Oft finnst mér eins og landið okkar hafi verið skapað fyrir göngufólk og há- lendisgarpa. Að auki hef ég gengið til veiða, en þó aðeins með það í huga sem útiveru með því ívafi að færa lítils hátt- ar björg í bú. Hef verið yfirlýstur and- stæðingur þess að greiða stórar upp- hæðir fyrir mínar veiðar, enda finnst mér það kalla á ofveiði og skort á virð- ingu fyrir náttúrunni. Ég bjó austur á Héraði, fluttist það- an fyrir 17 árum, árið 1989. Á þeim tíma var enn útgerð á öllum fjörðum, frá Bakkafirði í norðri til Hornafjarðar í suðri. Félagar mínir sumir voru svo heppnir að fá pláss á togurum sinna sjávarplássa og ég gat meira að segja farið í síld um helgar á haustin, til að kaupa gel í hárið og gallabuxur á fæt- urna. Ég kom reglulega austur. Smám saman fór ég að verða var við breyt- ingar. Frystihúsum var lokað, togarar fóru úr plássum og vinir mínir, unga fólkið, fór suður. Eins og ég hafði gert. Á löngu tímabili fannst mér sárt að fara austur á land. Sveitarfélög sam- einuðust, íþróttafélögin fylgdu í kjöl- farið. Jafnvel var öllum verslunum sveitarfélags lokað þannig að íbúar þurftu að keyra langar leiðir eftir mjólk og brauði. Allan þennan tíma reyndu menn að finna nýja atvinnu- vegi til að taka við af fiskinum, enda var sá atvinnuvegur smám saman að hverfa úr þorpunum. Þessi þrauta- ganga var átakanleg, iðandi sjávar- þorp urðu að svefnbæjum og sama virtist hvað var reynt, markaðir voru of litlir til að koma af stað atvinnu sem gæti komið í stað þess sem var horfið. Allt frá því ég man eftir mér ræddu menn um stóriðju. Hún gæti leyst málin. Þegar svo umræðan um það fór á fullt, með umhverf- isumræðunni sem að sjálfsögðu fylgdi. Ég var ekki viss um hvað var rétt. Enda náttúruunn- andi. Svo ég fór austur. Flaug yfir Kára- hnjúka. Keyrði firðina, frá Eskifirði í norðri og suður úr. Talaði við fólk. Lífið snýst alltaf um hagsmuni. Meiri og minni. Ég tel að hagsmunir fólksins á Austurlandi séu meiri en þeir sem fórnað er í náttúrunni á Kárahnjúkum. Uppbyggingin sem við verðum vör við þegar komið er til Eg- ilsstaða, í Reyðarfirði svo ekki sé talað um göngin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Uppbyggingin er með ólíkindum. Loksins er uppbygging ut- an höfuðborgarsvæðisins og Akureyr- ar, eitthvað jákvætt heyrist. Fólks- fjölgun á Héraði og byggingar íþróttamannvirkja. Þekktar verslanir uppgötva að markaður er til fyrir vörur sínar. Þarna tel ég kjarna málsins liggja. Alveg er ég sammála þeim nátt- úruverndarsinnum sem hafa fyllt alla fréttaþætti og fréttadálka um það að við verðum að fara gætilega í stóriðj- umálum. Ég tel að þeir eigi að gera slíkt hið sama. Þeir eiga að fara gætilega í það að dæma aðgerðir sem hafa gjörbylt lífsháttum margra samlanda sinna til hins betra sem algera vitleysu og land- inu til skammar. Sumir þessara einstaklinga eru með ríkari einstaklingum landsins. Aðrir eru vel stæðir. Þeir eiga ekki að þurfa að finna „eitthvað annað“ fyrir fólk úti á landi að gera en að búa til stóriðjur. Hvernig væri að þessir einstaklingar færu nú aftur austur, keyrðu ekki bara veginn upp á Kárahnjúka (sem reyndar var ekki til fyrir virkjun) heldur færu líka út á meðal fólks og aðstoðaði það við að koma á fót at- vinnuvegum og tækifærum sem ekki koma niður á náttúrunni? Leggja raunverulegt lið! Eða er það ekki einstaklinganna sjálfra að koma til aðstoðar? Er það þjóðin í heild, ríkið sem á að koma að málum? Að sjálfsögðu! Við eigum að sjá til þess að allir þegnar landsins fái að njóta þess góðæris sem við hér fyrir sunnan njótum, í þeirri ógnarþenslu sem hér er. Út frá umræðum og frétt- um undanfarinna daga held ég að þetta fólk, sem til dæmis stóð fyrir mögnuðum tónleikum í Laugardals- höll, telji hagsmuni fólks út á lands- byggðinni ekki mikilvæga. Þess vegna legg ég til að þessi ágæti hópur setjist nú niður og beri saman bækur sínar. Bubbi, gamalt átrún- aðargoð landsbyggðarinnar og einn úr þeirra hópi, getur sungið „Aldrei fór ég suður“, enda raunsönn lýsing þess sem hefur gerst úti á landi undanfarna áratugi. Verkefni hópsins finnst mér eigi að vera eitt. Breyta málflutningi sínum á þann hátt að sýna landsbyggðinni og íbúum hennar þá virðingu að skoða málið í heild sinni og aðgæta hvaða hags- munir eru meiri hagsmunir og hverjir eru minni. Fólkið úti á landi á þá virðingu skil- ið. Frá þeim. Frá okkur öllum! Nú er komið að því að sýna virðingu Magnús Þór Jónsson fjallar um náttúruvernd og hagsmuni landsbyggðarinnar ’Út frá umræðum ogfréttum undanfarinna daga held ég að þetta fólk, sem til dæmis stóð fyrir mögnuðum tón- leikum í Laugardalshöll, telji hagsmuni fólks úti á landsbyggðinni ekki mikilvæga. ‘ Magnús Þór Jónsson Höfundur er deildarstjóri grunnskóla í Reykjavík. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Glæsilegt tvílyft 215 fm parhús í Hjalla- hverfi í Kópavogi. Húsið skiptist í fimm herbergi, stóra stofu/borðstofu, eldhús og tvær snyrtingar. Gólfefni er parket og flís- ar. Eigninni fylgir fullbúinn og flísalagður bílskúr, hellulagt bílaplan með hitalögn, miklar skjólgirðingar og sólpallar ásamt hellulögn með hita. Heitur pottur er á bak- lóðinni með skjólveggjum í kring. Að framan er sólpallur og vandaður gosbrunnur. Mjög mikið hefur verið lagt í garðinn og útfærslu á honum. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR. Verð 44,9 millj. Húsið verður til sýnis sunnudaginn 15. janúar frá kl. 15-16 LÆKJARHJALLI 4 - PARHÚS OPIN HÚS HJÁ GIMLI Falleg 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu sex íbúða fjölbýli. Tvö herbergi og tvær samliggjandi stofur. Útgangur á suð- ursvalir úr stofu. Góðar innréttingar. Bað- herbergi nýlega endurnýjað. Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni. Húsið hefur fengið gott viðhald, m.a. endurnýjað raf- magn o.m.fl. Verð 17,6 millj. Eignin verður til sýnis sunnudaginn 15. janúar frá kl. 14-16 NÓATÚN 26 - 3JA-4RA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Góð 74 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Tvö rúmgóð herbergi og stór og björt stofa. Góðar innréttingar. Stórar vestursvalir. Parket og flísar á gólf- um. Sameign í góðu standi. Eignin er laus fljótlega. Verð 16,8 millj. Eignin verður til sýnis sunnudaginn 15. janúar frá kl. 14-16 FURUGRUND 24 - 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ. Falleg, sjarmerandi og mikið endurnýjuð 2ja herbergja 51 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur. Fallegar og nýlegar innréttingar. Baðher- bergi nýlega flísalagt. Björt stofa og rúm- gott herbergi. Góð sameign. Eignin getur losnað fljótlega. Verð 12,5 millj. Eignin verður til sýnis sunnudaginn 15. janúar frá kl. 14-16 HRINGBRAUT 103 - 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ Góð og mikið endurnýjuð efri hæð í fjór- býli (tvö hús samtengd). Tvö rúmgóð her- bergi og stór og björt stofa. Nýlegar inn- réttingar. Parket og flísar á gólfum. Falleg og stór lóð. Eign sem hefur mikla mögu- leika. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 16,5 millj. Eignin verður til sýnis sunnudaginn 15. janúar frá kl. 14-16 SAMTÚN - EFRI HÆÐ ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Bakkabraut 2 - Kópavogi Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Til leigu mjög gott ca 1.900 fm iðnaðarhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Húsnæðið skiptist annars vegar í skrifstofu- og starfsmannarými og hins vegar í þrjá stóra sali með mikilli lofthæð og innkeyrsludyrum. Gott malbikað plan er fyrir framan. Hér er um að ræða mjög rúmgott húsnæði sem hentað getur margvíslegri starfsemi. Hagstæð leigukjör. Upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður í síma 840 4049 Viðarhöfði - Nýtt á skrá Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Til sölu/leigu ca 529 fm á annari hæð við Viðarhöfða Reykjavík. Um er að ræða einn stóran sal, tilb. til innréttinga. Núverandi eigandi er tilbúin til þess að innrétta hæðina eftir þörfum kaupanda og/eða leigjanda. Góð staðsetning. Verð tilboð. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson í s. 822 8242 og 557 5030. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.