Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 49
UMRÆÐAN
Hvort sem þú þarft að selja eða leigja
atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum
höndum hjá Inga B. Albertssyni.
Nú er góður sölutími framundan,
ekki missa af honum.
Vandaðu valið og veldu fasteignasölu
sem er landsþekkt fyrir traust og
ábyrg vinnubrögð.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFÐU
SAMBAND
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16
LAUGARÁSVEGUR 53 - Efri hæð og ris m/bílskúr
Vorum að fá í sölu
glæsilega 6 her-
bergja efri hæð og
ris, vel ríflega 120
fm í þessu glæsilega
húsi á besta stað í
Laugarásnum. Íbúð-
inni fylgir 26 fm bíl-
skúr eða samtals
146 fm. Eignin skipt-
ist í: Forstofu með
yfirbyggðum svölum
til norðurs, hol, bað-
herbergi með horn-
baðkari, eldhús með
nýrri innréttingu. 2
svefnherbergi með
skápum. 2 samliggj-
andi stofur, svalir til suðurs. Efri hæð: 2 rúmgóð svefnherbergi og góð geymsla. Mikið
endurnýjuð eign með frábæru útsýni yfir Laugardalinn. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð
34,5 millj.
Einar og Margrét taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16.
MIKIL umræða hefur verið um
málefni geðfatlaðra undanfarið og því
ber að fagna. Mál
þeirra hafa farið leynt
og barátta fyrir bætt-
um kjörum þessa hóps
er kannski sú sem síst
hefur verið háð þegar
kemur að málefnum
minnihlutahópa. Allir
sem vinna að málefnum
geðfatlaðra eru sam-
mála um að átaks sé
þörf í búsetumálum
þeirra og fjármagn af
söluandvirði Símans
hefur verið eyrna-
merkt til þess að bæta
úr því ófremdarástandi
sem ríkt hefur í áratugi. Við erum
langt á eftir Bandaríkjunum í þessari
þróun þar sem flutningur fólks af
stofnunum út í samfélagið hófst strax
á fimmta áratug síðustu aldar. Þetta
hafði í för með sér lokun á stórum
stofnununum sem hýst höfðu fatlaða
stærstan hluta ævi þeirra og bygg-
ingarnar fengu annað hlutverk. Ein-
hverjum þeirra var til dæmis síðar
breytt í fangelsi. Samfélagið var hins-
vegar illa undir það búið að taka við
þessu fólki og margir lentu á göt-
unum eða á stöðugu flakki inn og út
af sjúkrahúsi. Baráttuhreyfingar fatl-
aðra, þar sem fatlaðir sjálfir eru í far-
arbroddi, hafa síðan barist fyrir rétt-
indum og tækifærum fatlaðra í
samfélaginu til jafns við hina ófötluðu
og fjölmörg stuðningsúrræði urðu til
líkt og gerst hefur hér á landi á stutt-
um tíma. En betur má ef duga skal og
nú skal stilla strengi í sameiginlegu
átaki í búsetumálum geðfatlaðra.
Markmiðið er að veita geðfötluðum
stuðning til langs tíma á venjulegu
heimili til að ná stjórn á eigin lífi og
njóta sín með lágmarks
inngripi geðheilbrigð-
iskerfisins. Aðstand-
endur geðfatlaðra og
geðfatlaðir sjálfir hafa
kvatt sér hljóðs og vinna
ötulir að úrbótum. Öll-
um þeim sem starfa við
þjónustu geðfatlaðra er
það hinsvegar ljóst að
fleiri en eitt kerfi þarf að
standa að þjónustu við
þennan hóp og það
reynir verulega á góða
samvinnu og skýra
stefnumótun. Því miður
er það þannig að á með-
an heilbrigðisstarfsfólk bíður eftir að
félagslega kerfið geri átak í búsetu-
málum geðfatlaðra mun ekkert ger-
ast. Og á meðan starfsfólk í fé-
lagslega kerfinu bíður eftir að
heilbrigðisstarfsfólkið, sem hefur
menntun og þjálfun til að sinna þessu
verkefni, gangi út af Kleppsspítala
með skjólstæðingum sínum þá gerist
heldur ekkert. Það er hinsvegar
nauðsynlegt að gera þjónustukerf-
unum kleift að vinna samhliða að
þessum málum til frambúðar og af
sameiginlegri ábyrgð, með hagsmuni
geðfatlaðra í huga fremur en þjón-
ustukerfanna sjálfra. Nú er bara að
vona að ráðamenn láti enn og aftur til
sín taka og aðstoði við að rjúfa ósýni-
lega múra sem reistir hafa verið með
lögum og reglugerðum utan veggja
Kleppsspítala. Slíkir múrar valda
stundum meiri fötlun en sjúkdóm-
urinn sjálfur.
Ingibjörg Hrönn Ingimars-
dóttir fjallar um aðstæður
geðfatlaðra ’Nú er bara að vona aðráðamenn láti enn og
aftur til sín taka og að-
stoði við að rjúfa ósýni-
lega múra sem reistir
hafa verið með lögum og
reglugerðum utan
veggja Kleppsspítala.‘
Ingibjörg Hrönn
Ingimarsdóttir
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur
og MA-nemi í fötlunarfræði við HÍ.
Brjótum múrinn: Kastljósum-
ræða um búsetumál geðfatlaðra
Fréttasíminn 904 1100