Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 52
52 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Mannkynið hefur lík-ast til ekki upp-lifað hraðaribreytingar ánokkru tímaskeiði
sögunnar en þær, sem hófust með
Iðnbyltingunni fyrri í Evrópu upp
úr miðri 18. öld og hafa staðið allt til
þessa dags. Þá kom m.a. vefstóllinn
fram á sjónarsviðið (1764) og gufu-
vélin (1769), auk þess sem einokun
hverskonar var afnumin og frelsið
var haft að leiðarljósi í athöfnum.
Iðnbyltingin síðari (um 1860–1900)
markaði enn frekari skil. Þá komu
fimm nýjungar til sögunnar, hver
annarri afdrifaríkari. Þorvaldur
Gylfason hagfræðiprófessor útlist-
aði þær í tímaritinu Vísbendingu
16. febrúar 2001, en þetta voru nán-
ar tiltekið:
rafmagn (Thomas A. Edison fann upp ljósa-
peruna 1875, dagarnir lengdust, og orkuverð
lækkaði um meira en 90% á nokkrum áratug-
um),
sprengivélarafl (sprengihreyfillinn kom til
sögunnar í Þýzkalandi 1870–1885, samgöngur
bötnuðu, staðbundnir vinnumarkaðir stækk-
uðu, og verzlun stórefldist),
efnagerð (plast) og læknislyf (meðalævin
tók að lengjast, hafði verið örstutt, aðeins um
30 ár, í Evrópu allar götur fram að því),
loftskeyti (1844) – og síðan síminn (1876),
grammófónninn (1877), kyrrmyndavélin (1880
og árin þar á eftir), kvikmyndavélin (1881–
1888) og útvarpið (1899), og allt þetta gerbylti
upplýsingamiðlun, samskiptum og skemmt-
un, og síðast en ekki sízt
vatnslagnir og holræsagerð (aðgangur að
hreinu vatni jók þrifnað, dró úr sjúkdómum
og lengdi meðalævina enn til muna).
Og svo er það tæknibyltingin
nýja, sem hefur fleytt okkur inn á
ótrúlegustu brautir.
Þetta eru góðu fréttirnar.
Hitt gerðist nefnilega líka, eink-
um á seinni hluta 20. aldar, að sam-
skiptamynstur fólks tók að breyt-
ast. Í þeim átökum beið kurteisin
mikið afhroð, og hefur eiginlega
ekki rétt úr kútnum síðan. Upp úr
1970 er þérun t.d. að mestu horfin
úr íslenskum veruleika. Og staðan
núna er þannig, að aga- og virðing-
arleysi er regla fremur en und-
antekning með lýðum. Bæði hér,
sem og víðast hvar erlendis.
Þetta byrjar inni á heimilunum,
fer þaðan með börnunum í skólann,
og heldur áfram með þeim út í lífið
eftir að námi er lokið. Og þá er mál-
ið orðið dálítið snúið, því „erfitt er
að kenna gömlum hundi að sitja“.
Hnefarétturinn fær þar af leiðandi
að ríkja, eins og hægt er að komast,
olnbogaskot og meiðingar og annar
dólgsháttur.
Fjölmiðlar eru engin undantekn-
ing í þessu sambandi, heldur ágætt
dæmi um það sem ég hef verið að
nefna. Þar eru leikreglur beygðar
og sveigðar eftir þörfum, jafnvel
mölvaðar. Sumir halda þó enn í
forn gildi, byggð á orðum og gjörð-
um Jesú Krists, en aðrir hunsa slík-
an „pempíuhátt“ og eru fyrir löngu
komnir út fyrir það sem leyfilegt
ætti að vera og boðlegt. Ein for-
síðufrétta DV úr liðinni viku er
bara kornið sem fyllti mælinn. Þar
á undan voru óteljandi svipuð tilvik,
ýmist úr umræddu dagblaði eða
öðrum vafasömum pésum, sem
ættu ekki að eiga sér tilverurétt, ef
allt væri með felldu. Og eins er með
suma ljósvakamiðlana. Á öllum
þessum stöðum er tilgangurinn
einn látinn helga meðulin; það á að
selja ósómann, og beita til þess öll-
um ráðum.
Erfiðlega hefur gengið að draga
ritstjóra og aðra slíka til ábyrgðar,
því iðulega hafa þeir sloppið alveg
eða með hlálega bótagreiðslu, í stað
fangelsisvistar eða opinberrar hýð-
ingar, sem – ef ekki verður breyt-
ing á starfsháttum í náinni framtíð
– þyrfti að koma á laggirnar á Ís-
landi, að margra áliti. Lagabókstaf-
urinn er of veikur. Frumvarpi, sem
væntanlegt er á Alþingi innan tíðar,
er reyndar ætlað að koma siðferð-
inu til bjargar, gera það áhættu-
samara og dýrara fyrir aðstand-
endur og starfsmenn fjölmiðla að
ganga nærri persónu einstaklinga
með umfjöllun sem meiðandi getur
talist. Og vonandi að það takist.
Í framtíðinni skyldum við öll
muna rússneska spakmælið: „Orð
er eins og fugl. Fljúgi það af vörum
manns er ekki auðvelt að ná því aft-
ur.“ Að ég tali nú ekki um það, sem
Einar Benediktsson orti fyrir
margt löngu: „Aðgát skal höfð í
nærveru sálar.“
Að endingu langar mig svo að
birta eftirfarandi texta, sem ég
rakst á við handahófskennda leit á
netinu, á heimasíðu þá 15 ára
Reykjavíkurdömu, Hrundar Er-
lingsdóttur, sem núna er víst ný-
orðin 17 ára (www.folk.is/hrunsla).
Þar fer greinilega heilbrigð sál og
jákvæð og góður fulltrúi kynslóðar
sinnar. Hún ritar m.a. þetta:
Kurteisi er dyggð. Hún er nauðsynlegur hluti
af mannlegum samskiptum. Ef það væri ekki
til kurteisi væri heimurinn ja allavega í svolít-
ið verra ástandi en nú.
Kurteisi – mannleg samskipti.
Ef ég er kurteis þá verður fólkið í kringum
mig (sem ég á samskipti við) sjálfkrafa kurt-
eist á móti, því svo virðist sem maður upp-
skeri nákvæmlega eins og maður sáir. Alla-
vega fyndist mér frekar skrýtið ef einhver
setti niður kartöflur og yrði svo rosa hissa að
það komi ekki upp rófur eða gulrætur.
Það virkar bara ekki þannig.
Betur verður þetta ekki sagt.
Kurteisi
„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul-
uð þér og þeim gjöra“, sagði meistarinn forðum.
Sigurður Ægisson hefur í dag til umfjöllunar þau orð
hans, sem því miður virðast ekki ná að snerta öll
hjörtu sem í landinu okkar slá.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
FRÉTTIR
LANDSBÓKASAFNI var nýlega
afhent til eignar og varðveislu skák-
bókasafn Guðmundar Arnlaugs-
sonar menntaskólakennara og
fyrsta rektors við MH. Guðmundur,
sem lést fyrir 9 árum, hafði óskað
eftir því að skákbækur hans, svo og
blöð og -tímarit, yrðu viðbót við
Fiske-safnið svonefnda. Við þeirri
ósk er nú orðið.
Í safninu eru tæplega 400 bækur
og margir árgangar skákblaða,
mótsskráa o.þ.h., rituð á 12 mismun-
andi tungumálum og nokkur á fleiri
en einu. Rit á ensku, þýsku og ís-
lensku eru mest áberandi en þar er
einnig að finna bækur og blöð á
dönsku, sænsku, hollensku, rúss-
nesku og spænsku auk annarra.
Elsta bókin, The Adventure of
Chess, kom út í New York árið 1859.
Annars eru ritin aðallega frá því eft-
ir fyrra stríð og fram undir síðustu
aldamót. Það eru því litlar líkur á að
um mikla skörun við gjöf Fiskes sé
að ræða þótt það hafi ekki verið at-
hugað sérstaklega.
Guðmundur Arnlaugsson var
þjóðþekktur fyrir störf sín fyrir
skákgyðjuna. Á yngri árum tefldi
hann talsvert, einkum í skákfélagi
stúdenta hér og einnig í Kaup-
mannahöfn. Hann var í landsliðs-
flokki í Danmörku og varð að velja á
milli þess að tefla fyrir Íslands hönd,
sem hann gerði, eða Danmerkur á
Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires
1939. Guðmundur tefldi á 5 ólympíu-
mótum og var fararstjóri íslenskra
skákmanna á slík mót, m.a. til
Moskvu 1956.
Hann varð fyrstur Íslendinga til
að skrifa um skák í dagblöð og gerði
slíkt í áratugi. Reglulegir útvarps-
þættir hans um skák nutu vinsælda
hlustenda um allt land. Í þessum
þáttum nýtti hann sér bæði ferskar
skákfregnir utan úr heimi, sem hann
fékk úr tímaritunum, og einnig
sögulegar skákir úr bókunum.
Guðmundur varð, fyrstur Íslend-
inga, viðurkenndur alþjóðlegur
skákdómari árið 1972. Hann var að-
stoðardómari í heimsmeistara-
keppni aldarinnar það ár, þegar
Fischer vann titilinn af Spassky í
Reykjavík. Ferðaðist hann síðar víða
um lönd sem skákdómari og er
nokkur hluti safnsins mótsblöð frá
þessum atburðum.
Skákbókasafn Guðmundar Arnlaugssonar til Landsbókasafns
Elsta ritið frá árinu 1859
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Guðmundur Arnlaugsson fylgist hér með Guðlaugu Þorsteinsdóttur (11
ára) tefla árið 1972. Guðlaug varð síðar Íslandsmeistari í skák.