Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 59

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 59 FRÉTTIR Lexus IS 200 sport GULLMOLI - Einn með öllu. Árg. 2001, ek. 75, silfurgrár, topplúga, þjófavörn, leður, dökkar rúður, 17" sumar/ vetrardekk. Sjálfskiptur. Sími 899 8960 - Gunnar. Nánar: sgvelar.com/lexus Jeep Liberty til sölu. Árg. 2004, ek. 23 þ. Vél 3.7, ssk., útb. kr. 350 þ. Sími 694 3636. Subaru Legacy 2,0 GL árg. '99, ek. 132 þús. km. 4wd, skr. '06 1999. Rauður. 5 d. Sjálfsk. 2000cc. Ný nagladekk, lítið notuð sumar- dekk. Ný tímareim og bremsukl. framan. Smurbók. Uppl. 695 5115. Nissan Almera 4 SLX.1600 Bíllinn minn er til sölu árg. 1996, lítið keyrður aðeins 130.000 km. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sumar- og vetrardekk. Skoðaður án athugasemda, mjög vel hugsað um hann að öllu leyti. Upplýsingar í síma 694 2326. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 5691100 FYRIRMYNDARVIÐURKENNING CP félagsins (Félag spastískra) var veitt í annað sinn í vikunni. Hún er veitt einstaklingum sem eru fötluðum fyr- irmynd og sýna að fötlun þarf ekki að vera fyrirstaða. Í ár eru það þeir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem eru fyrirmyndamenn félagsins. Í fyrra- sumar unnu þeir það afrek að ganga hringinn um landið undir slagorðinu haltur leiðir blindan, en Bjarki er haldinn tvenndarlömun og Guð- brandur er sjónskertur. Gönguna skipulögðu þeir í samstarfi við Sjón- arhól, Íþróttasamband fatlaðra og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Á tæplega sjö vikum gengu þeir um 1200 kílómetra, eða um 24 kílómetra á dag og kynntu með því Sjónarhól rækilega. Morgunblaðið fyldist vel með þeim félögum. Í tilkynningu frá CP félaginu segir: „Þeir sýndu með þessu afreki sínu að fötluðum er nánast ekkert ómögulegt ef þeir ætla sér eitthvað og eru þar með sannar fyrirmyndir.“ Að auki er Bjarki gamall keppnismaður í sundi og keppti meðal annars á Ólympíu- móti fatlaðra í Sydney árið 2000 og hefur sett 7 heimsmet. Fyrstu einstaklingarnir sem fengu þessa viðurkenningu voru Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Hall- dórsson fyrir árangur sinn á Ólymp- íumóti fatlaðra í Aþenu. Haltur og blindur til fyrirmyndar Þeir Guðbrandur og Bjarki þóttu sýna mikinn styrk í hringferðinni í sumar. ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, hyggst leggja fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn þann 17. janúar nk. Tillagan lýtur að niðurfellingu strætóf- argjalda barna, unglinga, aldraðra og ör- yrkja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela Reykjavíkurborg að beita sér fyr- ir því innan stjórnar Strætó bs. að far- gjöld barna og unglinga að 18 ára aldri ásamt fargjöldum aldraðra og öryrkja verði felld niður. Kostnaði vegna niðurfellingar far- gjalda hjá þessum hópum verði mætt með auknu framlagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til fyrirtækisins. Samhliða niðurfellingu fargjaldanna verði lögð mikil áhersla á að sem flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins nýti almenn- ingssamgöngur með því að gera sérstakt átak í þeim efnum.“ Samkvæmt upplýsingum í greinargerð með tillögunni lagði Ólafur, í samræmi við stefnuskrá F-listans, fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur 2. október 2003 um að fargjöld barna og öryrkja yrðu felld niður, en að fargjöld unglinga yrðu lækkuð til samræmis við fargjöld aldraðra. Tillögunni hafi ekki verið illa tekið af meirihluta R-listans í borgar- stjórn, en hún síðan verið svæfð í þáver- andi samgöngunefnd borgarinnar og ekkert gert með hana. Margrét Sverrisdóttir varaborgar- fulltrúi flutti sambærilega tillögu haustið 2004. Vill fella niður strætófargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.