Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 61 DAGBÓK Dummy texti,Dummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy • Matvælavinnsla með góða markaðsstöðu. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 400 mkr. • Þekkt húsgagnaverslun. • Gott bakarí í heildsölu og smásölu. • Heildverslun með fæðubótar- og heilsuvörur. • Meðalstór trésmiðja. Leiðandi fyrirtæki á sínu sérsviði. • Stór heildverslun með þekktar vörur, m.a. fyrir byggingariðnaðinn. • Glæsileg lítil gjafavöruverslun í Kringlunni. • Traust tryggingamiðlunarfyrirtæki í Danmörku. Góður rekstur. • Þekkt undirfataverslun með langa og góða rekstrarsögu. Hentugt fyrir duglega konu sem vill eignast eigin rekstur. Auðveld kaup. • Traust fasteignasala óskar eftir framsæknum fasteignasala sem meðeiganda. 5 starfsmenn í dag en þörf á fleirum. • Fjárfestir óskast til að taka stöðu í MBO (Management Buy-Out) í góðu fyrirtæki. 70 mkr. í 4-5 ár. • Stórt tæknifyrirtæki. Heppilegt fyrir mikinn markaðsmann. • Meðeigandi óskast að lítilli auglýsingastofu í miklum vexti. • Lítið málmiðnaðarfyrirtæki með mikla sérstöðu. • Umboðs- og heildverslun á Vesturlandi. Ársvelta 150 mkr. • Mjög arðbært sandblástursfyrirtæki sem hægt er að flytja hvert á land sem er. • Stórt bílaþjónustufyrirtæki. • Meðalstór heildverslun-sérverslun með heimilisvörur. Mjög góð framlegð. • Þekkt heildsala með byggingavörur. • Fjárfestir óskast að þekktu fyrirtæki sem ætlar í útrás. • Lítið framleiðslufyrirtæki með langa og góða rekstrarsögu. • Lítil heildverslun með fjölbreyttar vörur og góðan sölumann óskar eftir sameiningu við stærra fyrirtæki. Góð framlegð. • Mjög arðbær verslun og veitingarekstur úti á landi. Hagstætt verð. • Sérverslun með íþróttavörur. • Arðbært vinnuvélaverkstæði með föst verkefni. • Stórt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. • Þekkt heildverslun með gólfefni. • Meðalstórt framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðardúns. Góð afkoma. Hentar til flutnings út á land. Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989 Bútasaumur Til 15. febrúar eru öll efnin hjá okkur, á 750-900 kr. pr/m. líka flúnnel. Full búð af nýjum efnum frá Benartex o.fl. Það er þess virði að koma á Selfoss. butabaer@simnet.is, Eyravegi 15, Selfossi, s:482 2930 Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga 11-14 Ath. hópar geta hringt og pantað annan tíma. eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali 600-700 fm skrifstofuhúsnæði á höfuðborgasvæði oskast. Húsnæðið þarf helst að vera á enni hæð. Staðgreiðsla í boði Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Þorrablótið verð- ur föstudaginn 27. jan. kl. 17. Sal- urinn opnaður kl. 16.30. Kvennakór- inn Heklurnar syngja undir stjórn Bjarkar Jónsd. Óskar Pétursson syngur við undirleik Jónasar Þóris. Þorvaldur Halldórs sér um stuðið á ballinu. Happdrætti og fjöldasöngur. Skráning í síma 535-2760 fyrir miðvikud. 25. jan. Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Skráning á postulínsnámskeið stendur yfir. Þorrablótið verður 3. febrúar. Notendaráðsfundur kl. 10 17. jan. Síminn hjá okkur er 588-9533 Handavinnustofa Dalbrautar 21-27 er opin alla virka daga milli kl. 8 og 16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Þorrablót verður haldið á Hót- el Örk fimmtudaginn 26. janúar kl. 19. Skráning á skrifstofu FEB og í síma 588-2111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13-16 opin myndlistarsýning Sólveigar Eg- gerz. Á þriðjud. og föstud. kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Á fimmtud. kl. 12.30 myndlist, umsj. Nanna S. Baldursd. Á föstud. kl. 9-16 fjölbreytt föndurgerð, m.a. rósamálun, umsj. Helga Vilmundard. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Skráning í framsagn- arhóp, ljóða- og hagyrðingahóp stendur yfir. Þorrablótið er 27. jan- úar kl. 17. Kíktu við í kaffi og kynntu þér dagskrána. Dagblöðin liggja frammi og sjónvarpið er í Betri stof- unni. Allir velkomnir. Bókmennta- klúbbur kl. 20 18. jan. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Egilshöll klukkan 10 á morgun, mánu- dag. Vesturgata 7 | Þorrablót verður haldið föstudaginn 10. febrúar, nánar auglýst síðar. Upplýsingar og skrán- ing í síma 535 2740. Kirkjustarf Háteigskirkja | Alla mánudaga kl. 13 er spiluð félagsvist í Setrinu í Há- teigskirkju. Kaffi kl. 15. Hjallakirkja | Eldra æskulýðsfélag Hjallakirkju, Dittó, heldur fundi kl. 20-22. Hveragerðiskirkja | Kynning- arfundur um alfa-námskeið mánu- daginn 16. janúar kl. 20 í Hveragerð- iskirkju. Upplýsingar og innritun í síma 483 4255 eða 862 4253 eða á: jon.ragnarsson@kirkjan.is KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK, Holtavegi 28, þriðjudaginn 17. jan. kl. 20. Lofgjörðar og bænasamvera. Umsjón Þórdís Ágústsdóttir, Rúna Þráinsdóttir og fleiri konur. Kaffi. All- ar konur eru velkomnar. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 15. janúar,er fimmtugur Jóel Krist- jánsson, útibússtjóri KB banka á Sauðárkróki. Hann verður að heiman en stefnir á að bjóða til veislu á Dun- hóli aðra helgi í júlí. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Enginn mokstur á gangstéttum ÉG bý í Hamrahlíð 17 og gekk út í Kringluna sl. föstudagsmorgunn. Það var 20 cm nýfallinn snjór á öll- um gangstéttum og varla hægt að komast um. Ég er sjónskertur og átti mjög erfitt með það. Vil ég benda á að það þarf að ryðja líka fyr- ir gangandi vegfarendur. Snjóruðn- ingstæki fara og ryðja göturnar en Hamrahlíðin er einn svellbunki og ég þori ekki út á götuna því umferð- in er það mikil. Svo finnst snjó- moksturmennirnir ekki kunna að moka gangstéttar því þeir skilja eft- ir snjóhrygg við gatnamót og gang- brautir þar sem fólk þarf að komast yfir. Svo er verið að tala um öryggi borgaranna, hvar er það? Finnst lágmark að hægt sé að halda gangstéttum hreinum fyrir kosningar. Einn í vandræðum. Þvoið ykkur að neðan! UNDANFARNA mánuði hef ég far- ið reglulega í sund. Við erum heppin hér á Íslandi að hafa þessar heilsu- lindir og ættum að vera sem allra duglegust að nýta okkur þær. Eitt er það þó sem angrar mig í sturtunum, mér finnst margar kon- ur ekki þvo sér nægilega vel áður en þær fara ofan í sundlaugina. Sýnist mér sem um einhvers konar blygð- unarsemi sé að ræða því að ég er einkum að tala um að þær þvo sér ekki nógu vel að neðan. Kannski finnst þeim óbærilegt að láta kyn- systur sínar sjá að þær þvoi sér á þessum viðkvæma stað, allavega sleppa þær því margar. Ég kalla það ekki þvott að sápa á sér skapahárin og strjúka svo sem tvo hringi fram- an á með fætur vandlega saman. Mér virðist yngri konur og ungar stúlkur mun feimnari en þær eldri. Þessi háttsemi þykir mér und- arleg á okkar tímum þar sem ekki er hægt að fara í leikhús, opna sjón- varp, hlusta á útvarp eða lesa blöð án þess að verða var við að burtu virðist feimnin við að nefna alla lík- amshluta og stundum beinlínis gert út á það. Hættum nú þessum tepruskap og þvoum okkur óhikað alls staðar. Þuríður. Lausnin er einföld ÞAÐ er lítið að marka tuð og hneykslan yfir ákveðinni tegund blaðamennsku ef verkin tala ekki. Lausnin er sáraeinföld: Hætta að kaupa þessi blöð! Borgari. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í blárri umgjörð fund- ust við Rauðavatn sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 868 1617. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BÓKAÚTGÁFAN Salka byrjar nýtt ár með útgáfu bókarinnar Endalaus orka. Höfundur er Judith Millidge en Nanna Rögnvaldardóttir þýddi. Hér má sjá yfir 200 uppskriftir að ljúffengum og holl- um ávaxta- og grænmet- isdrykkjum. Sumir eru hressandi, aðrir fyrirbyggjandi, enn aðrir eru eiturefna- og vatnslosandi og hentugir fyrir föst- ur, sumir eru kjörnir fyrir smáfólkið og svo má ekki gleyma framandi veislu- drykkjum sem krydda stemninguna. Endalaus orka er bók um holla lifn- aðarhætti, fagurfræði og lífsgleði. Bókin er í kiljubroti, 256 blaðsíður og prýdd fjölda ljósmynda. Hún er prentuð í Kína og leiðbeinandi verð er 3.290 krónur. Salka hefur einnig gefið út bókina Ef ég get hætt getur þú það líka. Valgeir Skag- fjörð leikari og fyrr- um stórreyk- ingamaður deilir hér með les- endum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Þetta er persónuleg og áhrifarík bók fyrir alla þá sem vilja hætta að reykja og eru orðnir lang- þreyttir á skyndilausnum. Þjóðþekktir einstaklingar hafa reynt aðferðir Val- geirs með góðum árangri og þar má meðal annarra nefna Einar Má Guð- mundsson rithöfund, Eyþór Gunn- arsson tónlistarmann og Súsönnu Svavarsdóttur rithöfund. Bókin er í kiljubroti, hún er prentuð í Litrófi og er 137 blaðsíður. Jóhann Jó- hannsson hannaði kápu og leiðbein- andi verð er 2.990 krónur – sem er andvirði um það bil 5 sígarettupakka. Tvær nýjar bækur frá Sölku SÝNINGIN Huldukonur í íslenskri myndlist og samnefnd bók eru af- rakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Sýningin var opnuð sunnudaginn 4. desem- ber og er í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningarhönnuður er Elín Edda Árnadóttir. Vegna þess hversu ósýnilegar þessar konur hafa verið löndum sínum, en aðeins tvær þeirra sýndu myndverk sín opinberlega í lifanda lífi, hefur höfundur kosið að kalla þær huldukonur. Þær konur sem hér er fjallað um nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi eða átti sér sjálfstæðan og óslitinn listferil eftir að hún sneri heim. Framlag þeirra er engu að síður hluti íslenskrar menningar- og kvennasögu ekki síður en listasögu. Allar tilheyrðu þær efri stétt þjóðfélagsins, voru dætur embætt- ismanna, kaupmanna og efnaðri bænda og nutu í námi stuðnings fjölskyldna sinna. Hrafnhildur Schram listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýn- inguna í dag, sunnudaginn 15. jan- úar, kl. 15.00. Leiðsögn um myndlist huldukvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.