Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 63 MENNING Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með „makker“. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa og lærðu brids í skemmtilegum félagsskap. Framhaldsnámskeið: Hefst 25. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans gefst þér gott tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vörninni. Örugg og skemmtileg leið til framfara. Ítarleg kennslugögn fylgja báðum námskeiðum. Kennari er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, Reykjavík. Innritun á vorönn Byrjendanámskeið: Hefst 23. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ BRIDSSKÓLINN Útsala • Útsala • Útsala Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA Laugavegi 71, sími 551 0424. Seyma Seyma Stórútsalan hafin allar vörur með 40% afslætti vegna breytinga Hef opnað sálfræðiþjónustu hjá Meðferðar- og fræðslusetri Forvarna ehf., Lágmúla 5, Reykjavík. Veiti ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og pör og held fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki og almenning. Legg áherslu á hugræna meðferð við allskyns erfiðleikum, svo sem kvíða, depurð, námsörðugleikum, hjónabandserfiðleikum og sviðsskrekk. Veiti einnig áfallahjálp samkvæmt kerfi ICISF (international critical incident stress foundation). Eyjólfur Örn Jónsson, Cand. Psych., sálfræðingur, Lágmúla 5, 4. hæð, 108 Reykjavík. Tímapantanir virka daga kl. 10–12 í síma 590 9290, annars í síma 894 7898 eða á netfangi: eyjolfur@forvarnir.net meiri næring betri ending er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 Félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafn-ara (Cranio-sacral balancing) er tíuára og verið er að halda upp á afmæliðum þessar mundir,“ segir Gunnar Gunnarsson, sálfræðingur og meðlimur í félag- inu. Hvað gerir svona meðferð fyrir fólk? „Við lærum að vinda ofan af áföllum sem hafa fest í líkamanum og valda alls kyns vandamálum, t.d. mígreni og háum blóðþrýstingi, í rauninni ótrúlega mörgu. Ef líkaminn er í klemmu út af einhverju endar það með því að hann gefur sig einhvers staðar. Læknar meðhöndla sjúkdóminn en við meðhöndlum líkamann og hjálpum honum að lækna sig sjálfan. Líkaminn gerir við sig og þá hverfur sjúkdómurinn. Þetta er heildræn nálgun.“ Hvaða tilfelli eru meðhöndluð? „Líkaminn dregur okkur að þeim áföllum sem eru föst í honum. T.d. er fæðingin heilmikið áfall fyrir okkur og við vinnum með slík áföll sem liggja í okkur sjálfum. Við vinnum mikið með ungbörn og sumir eru jafnvel að vinna úr fæð- ingu sinni þó að þeir séu orðnir sextugir.“ Hvernig er þetta unnið? „Eftir því sem meðferðaraðili er afslappaðri hleypir kerfið honum betur að sér, dýpra inn í sig. Það er farið alveg inn í miðtaugakerfið. Þar geta verið alls konar spenna, tog og skekkjur sem við hjálpum líkamanum við að losa um. Fólk getur komið til okkar með hvaða verki eða van- líðan sem er. Markmið okkar er að láta lík- amanum líða betur og vera í sátt við sjálfan sig.“ Hverjir geta farið í nám í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð? „Ný námskeið hefjast hjá félaginu í janúar og febrúar og skilyrði fyrir inntöku er fyrst og fremst brennandi áhugi. Sjálfsheilun er hluti af náminu. Að náminu loknu er tekið verklegt og skriflegt próf og gert lokaverkefni. Til að verða löggildur meðferðaraðili þarf tveggja ára nám, námskeiðið er 300 stundir og okkar skóli er í rauninni útibú College of Cranio Psychotherapy í London sem er virtasti skóli Evrópu í þessu fagi. Við ákváðum að taka upp námskrá þess skóla. Námið felst í sex náms- stigum, æfingum á milli og verkefnum. Tekin eru stöðupróf reglulega, nemendur vinna með kennara og hver annan.“ Nánari upplýsingar um félagið og námið er að finna á slóðinni cranio.cc. Menntun | Ný námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð byrja í janúar  Gunnar Gunnarsson er sálfræðingur, mennt- aður í Árósum. Hann hefur rekið sál- fræðiþjónustu í tuttugu ár og hefur allan tím- ann unnið með líkam- ann; sállíkamlega. Hann er fulltrúi Evrópuráðs sállíkamlegra meðferð- arforma á Íslandi. Hann er einstæður faðir, á einn son. Líkamanum hjálpað að lækna sig 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rf6 6. d4 Be7 7. Bd3 Bg4 8. h3 Bh5 9. Be3 c6 10. De2 0-0 11. 0-0-0 He8 12. g4 Bg6 13. Re1 d5 14. Bxg6 hxg6 15. Rd3 Da5 16. Kb1 Bb4 17. Rxb4 Dxb4 18. h4 Rbd7 19. Df3 Re4 20. Rxe4 dxe4 21. Dh3 Rb6 22. Bd2 Db5 23. h5 Rc4 24. Bc3 gxh5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Pamplona á Spáni. Stórmeistarinn Zviad Izoria (2.646) frá Georgíu hafði hvítt gegn gegn gamla brýninu Jan Timman (2.630). 25. d5! Með þessu rofna all- ar varnir svarts á kóngsvæng þar eð 25...g5 væri svarað með 26. gxh5 og 25...cxd5 væri svarað með 26. Dxh5. Timman reyndi að berjast áfram með 25. ...Ra3+ en sú barátta varaði stutt þar sem eftir 26. Kc1 gafst hann upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Reykjavíkurmótið. Norður ♠Á765432 ♥D103 S/Enginn ♦-- ♣DG7 Vestur Austur ♠K10 ♠G9 ♥Á94 ♥K62 ♦ÁKD976 ♦8543 ♣109 ♣K654 Suður ♠D8 ♥G875 ♦G102 ♣Á832 Í annarri umferð Reykjavíkurmóts- ins kom upp spil þar sem geim stóð í báðar áttir – fjórir spaðar í NS, en þrjú grönd í AV. Skoðum fyrst fjóra spaða í norður: Sagnhafi gefur einn slag á tromp og tvo á hjarta, en engan á lauf, því 109 falla undir litlu hjónin. Lukkuleg lega. Og þrjú grönd í vestur: Spaði er lík- legt útspil og gefur um leið níunda slaginn. En jafnvel þótt norður byrji á laufdrottningu, dugir það ekki nema í þrjá laufslagi, því liturinn er stíflaður. Sagnhafi getur þá sjálfur sótt sér úr- slitaslaginn á spaða. Á sex borðum af 20 spiluðu AV þrjú grönd og unnu, en aðeins tvö pör sögðu og unnu fjóra spaða. Þrjú pör spiluðu spaðabút í NS, en annars fóru AV víða of hátt í tígli. Spil af þessum toga er erfitt að melda af skynsemi. En hvort sem vest- ur opnar á tígli, grandi eða sterku laufi, ætti hann að vera fús til þess að segja þrjú grönd eftir spaðasögn norðurs. Þetta var einfalt fyrir þau pör sem vöktu á sterku laufi í vestur: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass 1 lauf * 3 spaðar Dobl * Pass 3 grönd Pass Pass Pass Dobl austurs sýnir 6+ punkta og vestur á enga aðra sögn þrjú grönd – sem betur fer. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.