Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 67

Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 67
dæma gæti maður séð fyrir sér David Lynch og kannski Hitch- cock … „Jú, jú, báðir hafa vissulega haft áhrif á mig. David Lynch hefur til dæmis gert það óljósara en áður hvenær eitthvað er raunverulegt og hvenær óraunverulegt. Ég er mjög hrifinn af myndunum hans. Líka myndum Stanley Kubricks. Það er erfitt að verða ekki fyrir áhrifum frá þeim. Ég er sömuleiðis hrifinn af Hitchcock og myndum eins og Vertigo. Kvikmyndir þar sem hegð- un fólks er dálítið skrýtin finnst mér yfirhöfuð góðar.“ – Myndin þín var valin sem opn- unarmynd í Cannes í fyrra og tók þátt í aðalkeppninni um Gull- pálmann. Hvað þýddi þetta fyrir þig? „Þetta var náttúrlega frábært. Þér að segja eru hins vegar tvær hliðar á þessu. Annars vegar heyr- irðu að myndin þín hafi verið valin á Cannes. Á opnunarkvöldinu og í sviðsljósinu ertu upp með þér og hugsar að þetta sé frábært fyrir þig og myndina. Á hinn bóginn verður myndin miklu útbreiddari og þetta býr til svakalega pressu! Fólk spyr sig náttúrlega af hverju í ósköpunum þessi mynd hafi verið valin til að vera á sjálfu opnunar- kvöldinu og verður gagnrýnna en ella. Á endanum er þetta hins veg- ar auðvitað rosalega gott fyrir fer- ilinn.“ – Já, stjarna þín virðist einmitt skína stöðugt skærar. „Ja, fyrri mynd mín, Harry, gekk að minnsta kosti vel, sérstaklega í Frakklandi. Það hjálpar! Eftir að hafa gert mynd sem gengur vel er auðveldara að fá fjármagn fyrir þá næstu. Ég hef mikla ánægju af því að gera myndir og vil halda því áfram og sjá hvað gerist.“ Snjóbylur og týndur farangur – Og núna ertu hér á Íslandi … „Jú, jú! Þetta er samt ekki í fyrsta skipti. Ég var líka hérna í apríl í fyrra. Það er magnað að geta ekið um án þess að sjá bók- staflega neinn. Hvar eru allir? Ég hef aldrei heyrt jafnhreina þögn og úti í náttúrunni hér á Íslandi.“ – Hvað ætlarðu að gera hérna í þetta skipti? Dominik verður sposkur. „Ja, ég fer í mat í sendiráðinu og þarf að sinna hinu og þessu, fara í fleiri viðtöl og svona. Tala við fólk …“ – Fara í móttöku með ráðherrum og forsetanum og svona … „Já, einmitt, þetta venjulega sem ég geri þegar ég ferðast um og kynni myndirnar mínar …“ Dominik fer að hlæja. Hann seg- ist satt best að segja himinlifandi með að vera kominn aftur hingað til lands. Farangurinn hans týndist reyndar á leiðinni og þegar hann lenti var snjóbylur. Samt brosir hann út að eyrum. Síðan hnyklar hann brýr. „Heyrðu, segðu mér svona að lokum hvað er sniðugt að gera hérna. Hvað gerir maður á Íslandi á þessum tíma árs?“ læmingi Alain, ein aðalpersónan í Lemming. „Alain er týpan sem vill hafa stjórn á aðstæðum og hefur meira að segja atvinnu af stjórntækjum. Skyndilega uppgötvar hann eitthvað sem hann veit ekki hvaðan er komið.“ sigridurv@mbl.is ’Ég sá fyrir mér mannsem var heima hjá sér að gera við stíflaðan vask og í pípulögnunum reyndist vera fastur læmingi. Ég vissi ekki hvert þetta myndi síðan leiða mig.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 67 AÐALSÖGUHETJURNAR í Lemming eru Bénédicte og Alain Getty sem eru ungt og ástfangið par, bú- sett í fallegri íbúð í út- hverfi Toulouse í Frakk- landi. Alain er verkfræð- ingur og nýbyrjaður að vinna hjá auðugu fyr- irtæki. Þegar Bénédicte undirbýr kvöldverðarboð fyrir yfirmanninn og eig- inkonu hans tekur hún eftir því að eldhúsvask- urinn hefur stíflast. Mat- arboðið endar á óvænta vegu og þegar stíflan í vaskinum reynist vera nagdýr sem ekki lifir í Frakklandi – nefnilega læm- ingi – fara hlutirnir úr bönd- unum. Aðalleikarar eru Laurent Lucas, Charlotte Gainsbourg og Charlotte Rampling. Myndin er sýnd í Háskólabíói fram á miðvikudag. Óvæntur fundur í eldhúsvaski Sími 553 2075 JUST FRIENDS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! eeee H.J. / MBL “…mikið og skemmtilegt sjónarspil...” eeee Dóri DNA / DV eeee HJ / MBL A.G. / BLAÐIÐ nan 16 ára Eins og það sé ekki nóg að ala upp 12 börn Prófaðu að fara með þau öll í fríið! eee V.J.V . / TOPP5.IS K&F / XFM 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka M YKKUR HENTAR **** BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5,20, 8 og 10.40 B.I. 12 ÁRA HOSTEL kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA BROTHERS GRIMM kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 3 Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra “AMERICAN BEAUTY” Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 B.i. 16 ára 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR.** Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum! 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUI I I T Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal Bara Lúxus Sími 553 2075

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.