Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 68

Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 68
LÍF UNGU hjónanna Alain og Benedicte Getty virðist fullkomið. Þau eru nýflutt í fallegt hverfi í Bel Air í Suður-Frakklandi, þar sem Alain hefur tekið við stöðu sem iðn- hönnuður hjá öflugum öryggis- kerfaframleiðanda. Hjónabandið er eins og best verður á kosið og Bene- dicte er ósköp fegin að geta hætt í leiðinlegri vinnu og farið að nostra við nýtískulega einbýlishúsið þeirra. Allt virðist sem sagt fullkomið – allt þar til að læmingi dúkkar upp úr leiðslunum undir eldhúsvaskinum. Læmingjar eru nagdýr sem aðeins er að finna í skóglendi Norður- Skandinavíu – hvernig í ósköpunum gat það hafa lent inni á heimili Getty-hjónanna í Bel Air? Læmingi, nýjasta kvikmynd franska leikstjórans Dominik Moll, sækir titil sinn til þess miðlæga tákns sem læminginn er í þessu dul- magnaða glæpadrama. Atriði í upp- hafi myndarinnar, þar sem Alain kynnir nýtt hátækni-öryggiskerfi sem hann er að hanna, leggur lín- urnar fyrir þær andstæður og þau tákn sem unnið er með í söguheimi myndarinnar. Öryggishönnun Alains felur í sér nokkurs konar draum um hið fullkomlega trygga og fágaða heimili, sem er dauðhreinsað af möguleikanum á hvers kyns óvæntum uppákomum. En um leið er þessi heimsmynd einangrandi og kaldranaleg, og það eru þessir and- stæðu þættir sem smám saman taka að setja líf Getty-hjónanna úr skorð- um. Óvissan tekur á sig áþreifanlega mynd við heimsókn Pollock- hjónanna, þ.e. yfirmanns Alains og eiginkonu hans. Þar er kaldrana- legum spegli hjónabands sem endað hefur í hatri brugðið upp að Getty hjónunum og fræjum efasemda er sáð í huga þeirra. Læmingi er meistaralega gerð og leikin og þá sérstaklega framan af, þegar línurnar eru lagðar fyrir þá táknrænu sögu sem síðar tekur að spilast út í dularfullu spennuplotti. Sjálf spennufléttan fer síðan út í óræða sálma í anda Hitchcock og David Lynch, en úrlausnin veldur örlitlum vonbirgðum. Engu að síður er Læmingi bráðáhugaverð og eft- irminnileg kvikmynd sem ánægju- legt er að fá hingað til lands á þeirri frönsku kvikmyndahátíð sem nú er að hefjast. Læminginn sem læðist KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjórn: Dominik Moll. Aðalhlutverk: Laurent Lucas, Charlotte Gainsbourgh, Charlotte Rampling og Andre Dussollier. Frakkland, 129 mín. Læmingi (Lemming)  „Læmingi er meist- aralega gerð og leikin og þá sér- staklega framan af,“ segir í dómi. Heiða Jóhannsdóttir 68 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ TrommuleikariFoo Fight- ers Taylor Hawk- ins missti það út úr sér í viðtali við MTV tónlistar- sjónvarpsstöðina á dögnum að að- alsprauta sveit- arinnar Dave Grohl ætti von á barni með eiginkonu sinni Jordyn Blum, 29 ára. „Við förum í tónleikaferðalag um Evrópu í janúar og febrúar en við verðum að vera komnir heim í mars því að Dave og kona hans eiga von á barni,“ sagði Taylor en bætti svo við skömmustulega . „Ég mátti örugg- lega ekki segja frá þessu.“ Grohl sem varð 37 ára í gær átti um tíma í sambandi við leikkonuna Winonu Ryder en hann giftist fyrri eiginkonu sinni Jennifer Youngblood árið 1993. Það hjónaband entist í tvö ár. Grohl og Blum hafa verið gift frá árinu 2003. Fólk folk@mbl.is ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** A.B. / Blaðið Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskars- verðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. SAMBÍÓ KEFLAVÍK Frönsk Kvikmyndahátíð FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SAMBÍÓ AKUREYRI kvikmyndir.is **** S.V / MBL *** m.m.j / KVIKMYNDIR.COM UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.Byggð á sönnum orðrómi. The chronicles of Narnia kl. 2 - 5 Domino kl. 8 - 10:30 B.i. 16 Little trip to Heaven kl. 8 - 10 B.i. 14 Draumalandið kl. 2 - 4 Just like heaven kl. 6 The Chronicles of Narnia kl. 3 - 6 og 9 KING KONG kl. 3 og 9:15 b.i. 12 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10 Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 3 - 6:30 og 8 b.i. 10 ára March of the Penguins kl. 3 Babúska - Le Poupées Russes kl. 3:10 og 10:30 Saint Ange kl. 10:45 Lemming - Læmingi kl. 5:30 og 8 Síðan Otar fór - Depois qu´Otar... kl. 6 3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag JARHEAD kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 ára. HARRY POTTER kl. 2 B.i. 10 ára. Jake Gyllenhaal fer á kostum ásamt Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra “AMERICAN BEAUTY”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.