Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 68
LÍF UNGU hjónanna Alain og Benedicte Getty virðist fullkomið. Þau eru nýflutt í fallegt hverfi í Bel Air í Suður-Frakklandi, þar sem Alain hefur tekið við stöðu sem iðn- hönnuður hjá öflugum öryggis- kerfaframleiðanda. Hjónabandið er eins og best verður á kosið og Bene- dicte er ósköp fegin að geta hætt í leiðinlegri vinnu og farið að nostra við nýtískulega einbýlishúsið þeirra. Allt virðist sem sagt fullkomið – allt þar til að læmingi dúkkar upp úr leiðslunum undir eldhúsvaskinum. Læmingjar eru nagdýr sem aðeins er að finna í skóglendi Norður- Skandinavíu – hvernig í ósköpunum gat það hafa lent inni á heimili Getty-hjónanna í Bel Air? Læmingi, nýjasta kvikmynd franska leikstjórans Dominik Moll, sækir titil sinn til þess miðlæga tákns sem læminginn er í þessu dul- magnaða glæpadrama. Atriði í upp- hafi myndarinnar, þar sem Alain kynnir nýtt hátækni-öryggiskerfi sem hann er að hanna, leggur lín- urnar fyrir þær andstæður og þau tákn sem unnið er með í söguheimi myndarinnar. Öryggishönnun Alains felur í sér nokkurs konar draum um hið fullkomlega trygga og fágaða heimili, sem er dauðhreinsað af möguleikanum á hvers kyns óvæntum uppákomum. En um leið er þessi heimsmynd einangrandi og kaldranaleg, og það eru þessir and- stæðu þættir sem smám saman taka að setja líf Getty-hjónanna úr skorð- um. Óvissan tekur á sig áþreifanlega mynd við heimsókn Pollock- hjónanna, þ.e. yfirmanns Alains og eiginkonu hans. Þar er kaldrana- legum spegli hjónabands sem endað hefur í hatri brugðið upp að Getty hjónunum og fræjum efasemda er sáð í huga þeirra. Læmingi er meistaralega gerð og leikin og þá sérstaklega framan af, þegar línurnar eru lagðar fyrir þá táknrænu sögu sem síðar tekur að spilast út í dularfullu spennuplotti. Sjálf spennufléttan fer síðan út í óræða sálma í anda Hitchcock og David Lynch, en úrlausnin veldur örlitlum vonbirgðum. Engu að síður er Læmingi bráðáhugaverð og eft- irminnileg kvikmynd sem ánægju- legt er að fá hingað til lands á þeirri frönsku kvikmyndahátíð sem nú er að hefjast. Læminginn sem læðist KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjórn: Dominik Moll. Aðalhlutverk: Laurent Lucas, Charlotte Gainsbourgh, Charlotte Rampling og Andre Dussollier. Frakkland, 129 mín. Læmingi (Lemming)  „Læmingi er meist- aralega gerð og leikin og þá sér- staklega framan af,“ segir í dómi. Heiða Jóhannsdóttir 68 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ TrommuleikariFoo Fight- ers Taylor Hawk- ins missti það út úr sér í viðtali við MTV tónlistar- sjónvarpsstöðina á dögnum að að- alsprauta sveit- arinnar Dave Grohl ætti von á barni með eiginkonu sinni Jordyn Blum, 29 ára. „Við förum í tónleikaferðalag um Evrópu í janúar og febrúar en við verðum að vera komnir heim í mars því að Dave og kona hans eiga von á barni,“ sagði Taylor en bætti svo við skömmustulega . „Ég mátti örugg- lega ekki segja frá þessu.“ Grohl sem varð 37 ára í gær átti um tíma í sambandi við leikkonuna Winonu Ryder en hann giftist fyrri eiginkonu sinni Jennifer Youngblood árið 1993. Það hjónaband entist í tvö ár. Grohl og Blum hafa verið gift frá árinu 2003. Fólk folk@mbl.is ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** A.B. / Blaðið Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskars- verðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. SAMBÍÓ KEFLAVÍK Frönsk Kvikmyndahátíð FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SAMBÍÓ AKUREYRI kvikmyndir.is **** S.V / MBL *** m.m.j / KVIKMYNDIR.COM UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.Byggð á sönnum orðrómi. The chronicles of Narnia kl. 2 - 5 Domino kl. 8 - 10:30 B.i. 16 Little trip to Heaven kl. 8 - 10 B.i. 14 Draumalandið kl. 2 - 4 Just like heaven kl. 6 The Chronicles of Narnia kl. 3 - 6 og 9 KING KONG kl. 3 og 9:15 b.i. 12 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10 Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 3 - 6:30 og 8 b.i. 10 ára March of the Penguins kl. 3 Babúska - Le Poupées Russes kl. 3:10 og 10:30 Saint Ange kl. 10:45 Lemming - Læmingi kl. 5:30 og 8 Síðan Otar fór - Depois qu´Otar... kl. 6 3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag JARHEAD kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 ára. HARRY POTTER kl. 2 B.i. 10 ára. Jake Gyllenhaal fer á kostum ásamt Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra “AMERICAN BEAUTY”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.