Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BACHELET SIGRAÐI
Michelle Bachelet bar sigur úr
býtum í forsetakosningunum í Chile
í gær. Fékk hún rúm 53% atkvæða
en keppinautur hennar, Sebastián
Piñera, rúm 46%. Bachelet, sem er
sósíalisti, mun taka við embættinu
11. mars og þá af flokksbróður sín-
um, Ricardo Lagos. Verður hún
fyrst kvenna til að gegna forseta-
embætti í Chile.
Kosið aftur í Finnlandi
Til annarrar umferðar kemur í
forsetakosningunum í Finnland en
Tarja Halonen, forseti landsins, náði
ekki þeim 50%, sem til þufti, í kosn-
ingunum í gær. Fékk hún 46,3% at-
kvæða en Sauli Niinistö, sem verður
keppinautur hennar í síðari umferð-
inni, 24%.
Kostnaður myndi aukast
Stofnkostnaður Landsvirkjunar
vegna aukinnar orkuöflunar á Suð-
urlandi myndi aukast um nálægt sex
milljarða króna ef Norðlingaöldu-
veita yrði slegin af. Þetta segir Frið-
rik Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar. „Miðað við þá kosti sem eru í
boði fyrir fyrirtækið á Suðurlandi
myndi þetta auka útgjöld fyrirtæk-
isins upp á tæpa sex milljarða
króna,“ segir hann.
Finna breytileika sykursýki
Íslenskri erfðagreiningar hefur
tekist að finna erfðabreytileika sem
hefur veruleg áhrif á það í hversu
mikilli áhættu fólk er á að fá syk-
ursýki 2 sem aðallega herjar á full-
orðið fólk. Sykursýki fullorðinna er
sjúkdómur sem herjar í síauknum
mæli á vestræn velmegunarsam-
félög og hafa þættir á borð við offitu
mikil áhrif á tíðni sjúkdómsins.
Í niðurstöðum ÍE kemur meðal
annars fram að um 7% Íslendinga
hafi erft breytileikann frá báðum
foreldrum og er sá hópur í um 140%
meiri hættu á að fá fullorðinssyk-
ursýki. 38% hafa svo fengið breyti-
leikann frá öðru foreldri og eiga um
40% meiri líkur á að fá sjúkdóminn
en þeir sem ekki hafa breytileikann.
Alþingi beygi sig ekki
Sigursteinn Mássson sagði m.a. í
predikun sinni í Fríkirkjunni í
Reykjavík í gær að hann vildi ekki
trúa því að Alþingi Íslendinga myndi
beygja sig fyrir biskupi Íslands og
veita ekki trúfélögum heimild til lög-
formlegrar vígslu samkynhneigðra
para. Messan í Fríkirkjunni var
helguð réttindabaráttu samkyn-
hneigðra. Hjörtur Magni Jóhanns-
son fríkirkjuprestur áætlar að hátt í
þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í
messunni enda var bekkurinn þétt
setinn.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 25/27
Vesturland 11 Dagbók 30
Viðskipti 14 Víkverji 30
Erlent 15 Velvakandi 31
Daglegt líf 16/17 Staður og stund 31
Listir 18 Menning 33/37
Umræðan 19/24 Ljósvakamiðlar 38
Forystugrein 20 Veður 39
Bréf 24 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5040
Númer eitt í notuðum bílum
Opið mánudaga til föstudaga 10–18 • Laugardaga 12–16
VW Touareg V6 3,2 árg. 2004
Ek. 23.000 km sjálfsk.
Aukabún: Leðurinnrétting, Xenon-ljós, lykillaust aðgengi
Verð: 4.940.000 kr.
MAGNÚS Már Lárus-
son, fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands, er
látinn 88 ára að aldri.
Magnús Már var fædd-
ur í Kaupmannahöfn 2.
september 1917. For-
eldrar hans voru Jónas
Magnús Lárusson og
Ida Maria Lárusson.
Magnús Már lauk
stúdentsprófi frá MR
1937. Hann lagði stund
á guðfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla
1937–38 og útskrifaðist
sem cand. theol. frá
Háskóla Íslands 1942. Magnús Már
var prestur í Breiðabólstaðar-
prestakalli á Skógarströnd 1941,
stundakennari við Menntaskólann á
Akureyri 1941–42 og prestur á
Skútustöðum 1944-49. Magnús Már
hóf kennslu við guðfræðideild HÍ
1949 og var skipaður prófessor
1953. Magnús Már kenndi einnig við
sagnfræðideild HÍ og var skipaður
prófessor í sagnfræði 1968. Árið
1969 var hann kjörinn háskólarekt-
or og gegndi því embætti til 1973.
Magnús Már sat í ritstjórn Kult-
urhistorisk Leksikon for Nordisk
Middelalder frá upphafi til loka út-
gáfunnar, en hún er 22 bindi. Hann
var skipaður í Skálholtsnefnd og var
einn til umsjónar
með verkum þar
1957–63 í umboði
ráðherra. Magnús
Már sat í stjórn Hins
íslenska Biblíufélags
1948–64. Hann var
forseti guðfræði-
deildar í nokkur ár.
Hann sat á kirkju-
þingi í fjögur ár og
var um tíma í stjórn
Prestafélags Íslands.
Þá var hann varafor-
maður Hins íslenska
fornleifafélags 1961-
86. Magnús Már sat í
mörg ár í Örnefnanefnd og var í
nokkur ár formaður bókasafns-
nefndar Háskóla Íslands. Hann sat í
sameiginlegri nefnd Dana og Ís-
lendinga um málefni Stofnunar
Árna Magnússonar (Árnanefnd)
1970–75 og var í fjögur ár formaður
Stofnunar Árna Magnússonar á Ís-
landi.
Magnús Már var heiðursdoktor
við lagadeild Lundarháskóla og við
guðfræðideild Háskóla Íslands.
Eftir Magnús Má liggja fjölmörg
fræðirit á sviði guðfræði, sagnfræði
og fornleifafræði.
Eiginkona Magnúsar Más var
María Guðmundsdóttir. Þau eignuð-
ust fimm börn.
Andlát
MAGNÚS
MÁR LÁRUSSON
AÐ MATI Starfsmannafélags Hafnarfjarðar hef-
ur launamunur bæjarstarfsmanna aldrei verið
meiri. Formannafundur Samflots bæjarstarfs-
mannafélaga skorar á fulltrúa á launamálaráð-
stefnu sveitarfélaga 20. janúar nk. að tryggja að
sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á
sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starf-
inu gegnir. Kemur þetta fram í ályktun fundarins
að loknum ítarlegum umræðum um þá stöðu í
kjaramálum sem formennirnir lýsa sem alvar-
legri.
Að sögn Árna Guðmundssonar, formanns
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, ríður mjög á að
jafna kjör bæjarstarfsmanna sem orðin eru mjög
bjöguð. „Það er alveg ljóst að það hallar verulega á
aðra bæjarstarfsmenn eftir síðustu kjarasamn-
inga hjá Reykjavíkurborg. Nú skorum við á full-
trúa launaráðstefnunnar að láta skynsemina ráða
og taka á þessum málum með þeim hætti að það
komi bæjarstarfsmönnum til góða,“ segir Árni.
„Það verður að koma yfirlýsing frá launaráðstefn-
unni sem gerir það að verkum að bæjarstarfs-
menn í landinu standi jafnfætis hver öðrum, því í
rauninni eru störf þeirra oft eins.“
Í frétt vefjar Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
er sagt frá því að launamismunur bæjarstarfs-
manna hafi aldrei verið meiri en um þessar mund-
ir. Tenging starfsmats og samningar borgarinnar
séu með þeim hætti að almennur launamunur
nemi vel á annan tug prósenta og jafnvel meiru í
mörgum tilfellum.
„Til að taka dæmi má nefna að forstöðumaður í
sundlaug utan Reykjavíkur er með lægri laun en
skólaliðar í Reykjavík,“ segir Árni.
„Þegar eitt sveitarfélag, Reykjavík, er tilbúið til
að semja um mannsæmandi laun þá sést þetta
gríðarlega ósanngjarna samhengi og það er und-
arlegt að menn séu að reka grjótharða láglauna-
stefnu í góðæri.“
Skorað á fulltrúa launaráðstefnu að jafna kjör bæjarstarfsmanna
Forstöðumaður sundlaugar
með lægri laun en skólaliðar
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FJÖLDAHJÁLPARÆFING fór fram í Fellaskóla í Reykjavík á laug-
ardag með þátttöku sjálfboðaliða frá Rauða krossi Íslands. Æfingin hófst
á því að sjálfboðaliðar voru settir inn í hlutverk og leitast var við að ná
fram trúverðugum aðstæðum fólks sem lent hefði í húsbruna. Einnig var
farið yfir búnað skólans, merkingar, kort af húsnæðinu og fleiri atriði,
sem þurfa að vera í lagi ef á þarf að halda, í fjöldahjálparstöð Fellaskóla
en skólinn er einn af fáum skólum sem gegna þessu hlutverki á höf-
uðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Slasaðir“ á fjöldahjálp-
aræfingu í Fellaskóla
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-
LIF var send eftir slösuðu fólki
vegna slysa sem urðu í Land-
mannalaugum og Bláfjöllum í gær.
Í Landmannalaugum hafði karl-
maður slasast í vélsleðaslysi og var
hann með brjóstholsáverka og var
lagður inn til eftirlits en ekki lífs-
hættulega slasaður að sögn læknis.
Meiddist í Bláfjöllum
Í Bláfjöllum hafði stúlka slasast
á skíðum og var talið ráðlegt að
flytja hana með þyrlunni en við
skoðun á slysadeild kom í ljós að
hún hafði sloppið með minniháttar
áverka.
Talsverður erill var á slysadeild
Landspítalans í gær að öðru leyti
og var nokkuð um að skíða- og
snjóbrettafólk leitaði sér aðhlynn-
ingar þar eftir byltur.
Þyrlan
flutti tvo
af slysstað