Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 37 DOMINO kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9 KING KONG kl. 9 B.i. 12 ára. JUST LIKE HEAVEN kl. 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 ára JARHEAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára. JARHEAD VIP kl. 8 - 10:30 RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 - 10:20 DOMINO kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5 KING KONG kl. 6 - 9:30 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal kl. 4:20 UpplifðU stórfenglegasta ævintýri allra tíma. SAMBÍó AKUREYRISAMBÍó ÁLFABAKKA SAMBÍó KRINGLUNNI CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 JARHEAD kl. 8 - 10:15 B.i. 16 RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 SAMBÍó KEFLAVÍK Little trip to Heaven kl. 8 - 10 Domino kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Byggð á sönnum atburðum... svona nokkurn vegin. S.V. / MBL *** kvikmyndir.is *** m.m.j / KVIKMYNDIR.COM **** S.V / MBL ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** A.B./ Blaðið Byggð á sönnum orðrómi. r. Y” ÞAÐ VAR mikið um dýrðir þegar söngleikurinn Carmen var frumsýndur fyrir fullu húsi á laugardaginn í Borgarleikhús- inu. Söngleikurinn er byggður á óperu eftir Bizet en upp- færslan er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Ís- lenska dansflokksins, þar sem óperunni er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin. Þannig einkennir sýninguna mikill ástríðuhiti sem yljaði frumsýningargestum er þeir héldu aftur út í kalt vetr- armyrkrið. Aðalhlutverk eru í höndum Ásgerðar Júníusdóttur og Sveins Geirssonar en leikstjóri er Guðjón Pedersen. Tónlistar- stjóri er Agnar Már Magnússon og danshöfundur Stephen Shropshire. Söngleikurinn Carmen frumsýndur í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Árni Torfason Aðalleikurum sýningarinnar, Sveini Geirssyni og Ásgerði Júníusdóttur, var vel fagnað. Leikarar og aðstandendur söngleiksins voru ánægðir í lok sýningar og fögnuðu áfanganum með því að lyfta glösum með bros á vör. Leikstjórinn Guðjón Pedersen og Ásgerður Júníusdóttir, sem fer með hlutverk Carmen, féllust í faðma að frumsýningu lokinni. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Síðan Otar fór (Depuis qu’ Otar est parti...) Leikstjórn: Julie Bertucelli.Aðalhlutverk: Esther Gorintin, Nino Khomasuridze, Din- ara Drukarova, Temur Kalandadze. Frakkland/Belgía, 99 mínútur. SJÁLFSAGT má velta fyrir sér við hverju íslenskir áhorfendur búast af kvikmynd sem á sér að mestu stað í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, fyrrverandi undirlendu Sovétríkjanna. Að sumu leyti hef- ur kvikmyndagerð landa í austur- hluta Evrópu tekið að sér það hlutverk sem stríðshrjáðar þjóðir Vestur-Evrópu spiluðu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar hvað varð- ar hráslagalegt raunsæi og íburða- lausa kvikmyndagerð en hér er á ferðinni kvikmynd sem sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar. Síð- an Otar fór er vissulega er raunsæisleg kvikmynd en á sama tíma er nostrað við útlitið og kímnina. Umhverfisrými mynd- arinnar er skapað hægt og rólega þar til heill heimur hefur verið skapaður í kringum aðalpersón- urnar þrjár. Þar eru á ferðinni þrjár kynslóðir georgískra kvenna sem gera sitt besta til að þrauka út daginn í póst-stalínísku um- hverfi flóamarkaðskapítalisma og ótraustverðugrar samfélagsþjón- ustu (en skemmtilegar umræður eiga sér einmitt stað um arfleifð þjóðhöfðingjas, og hversu landinu hefur hnignað síðan hann sat við stjórnvölinn). Höfuð fjölskyld- unnar, amman Eka, heldur mikið upp á son sinn Otar sem starfar í París, þótt hann sé ólöglegur inn- flytjandi í Frakklandi. Sambandið við soninn heldur hálfpartinn líf- inu í gömlu konunni og þegar í ljós kemur að Otar hefur lent í slysi ákveða nánustu skyldmenni að halda fregnunum leyndum fyrir gömlu konunni. Í kjölfarið hefst grátbroslegur svikaleikur þar sem reynt er að viðhalda sálarheill og jafnaðargeði hinnar öldurðu Eku með miklu laumuspili. Það skondna en jafnframt raunsæis- lega yfirbragð sem hér ræður ríkj- um, ásamt framúrskarandi hæfi- leika leikstjórans Julie Bertucelli til að ramma atriði og skapa takt- fasta framsetningu, gerir það sem fyrir augu ber áhrifamikið og á köflum afar tilfinningaþrungið. Heiða Jóhannsdóttir Væntum- þykja úr fjarlægð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.