Morgunblaðið - 16.01.2006, Side 20

Morgunblaðið - 16.01.2006, Side 20
20 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SIGURSTEINN Másson sagði í ræðu sem hann flutti í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær að hann vildi ekki trúa því að Alþingi Íslendinga myndi beygja sig fyrir biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, og veita ekki trúfélögum heimild til lögformlegrar vígslu samkynhneigðra para. „Því vil ég ekki trúa vegna þess að ef þingmenn fara eftir samvisku sinni, eins og þeim ber að gera, þá munu þeir standa með jafnréttinu og gegn misréttinu,“ sagði hann. Hátt á þriðja hundrað manns tók þátt í messu Fríkirkjunnar í gær sem helguð var réttindabaráttu samkynhneigðra. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprest- ur segir að sérstakur andi hafi ríkt í mess- unni og að greinilegt sé að málefnið sé mörgum hjartfólgið. Sjálfur hefur hann lýst því yfir að hann vilji að löggjafinn heimili prestum og forstöðumönnum trú- félaga að gefa saman samkynhneigð pör. Frumvarp um aukinn rétt samkyn- sumar, vegna þes reiðubúinn að veit jafnrétti í þjóðkirk lenska þjóðkirkja það herrans ár 20 verulega staðið un biskup eiginlega h mitt samband og f þjóðkirkjuna og e ríkiskirkjunnar yf samræmi við kjar Krists eða er kirk hvolfi?“ spurði ha „Það virðist ætl samkynhneigðra innsta eðli hinnar og er að gerast víð inni. Það er í sjálfu merkilegast er ef þingi Íslendinga b þessu máli. Því vil að ef þingmenn fa eins og þeim ber a standa með jafnré inu, í Jesú nafni.“ hneigðra er nú til meðferðar á Alþingi og segist Hjörtur Magni hafa óskað eftir því, í umsögn sinni til allsherjarnefndar þings- ins, að hann fái fyrrgreinda heimild. Þann- ig fái kirkjuleg vígsla samkynhneigðra sama lagalega vægi og hjónavígsla karls og konu. Sigursteinn Másson og Ragnhildur Sverrisdóttir predikuðu í gær og hlutu mikið lófaklapp kirkjugesta eftir ræður sínar. Sigursteinn gerði kirkjulega hjóna- vígslu samkynhneigðra m.a. að umtalsefni og sagði að andlegur leiðtogi þjóðkirkj- unnar, biskup Íslands, hefði lýst því yfir að kirkjan vildi ekki jafnrétti samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra. Að minnsta kosti ekki að svo komnu máli. „Það á að fresta jafnréttinu,“ sagði Sigursteinn. „Ég og unnusti minn áformum að gifta okkur hér í þessari kirkju í sumar. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson hefur óskað eftir því að fá heimild til lögformlegrar vígslu samkynhneigðra para í kirkju sinni. Á biskup þjóðkirkjunnar að hafa rétt til að hindra það að Hjörtur Magni gifti mig í Fríkirkjan heldur sérstaka messu helgaða Kirkjugestir voru farnir að tínast inn þegar ljósmyndari smellti af þessari mynd skömmu áður en mess Trúir því ekki að beygi sig fyrir bis Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞARF AÐ VERA DÝRT AÐ VERA ÍSLENDINGUR? Tafla, sem birtist með fréttaskýr-ingu Egils Ólafssonar um land-búnaðarmál í Morgunblaðinu í gær, varpar áhugaverðu ljósi á umræð- ur um matarverð hér á landi. Taflan staðfestir það, sem löngum var vitað og hefur verið mjög til um- ræðu að undanförnu; að landbúnaðar- vörur á borð við mjólk, osta og egg, eru dýrastar á Íslandi í allri Evrópu. Kjöt er aðeins dýrara í Noregi og í Sviss. Þetta kemur ekki á óvart og orsakirnar eru vel þekktar. Ísland er ekki mjög hentugt land til landbúnaðarfram- leiðslu. Innlenda framleiðslan verður til með miklum tilkostnaði og útlend vara ber háa tolla. En margir hljóta að reka upp stór augu yfir því að fiskur sé einna dýr- astur á Íslandi í allri Evrópu. Hann er dýrari eingöngu í Noregi og Sviss og jafndýr á Ítalíu. Hvernig stendur á því, hér í þessu landi sem þykist veiða fisk með hvað hagkvæmustum hætti allra landa? Og hvernig getur staðið á því að brauð og kornvörur eru langdýrastar hér á landi í allri Evrópu? Hráefnið til þeirrar framleiðslu ber litla tolla. Hvar liggur munurinn? Í álagningu innflytj- enda? Hjá bakaríunum? Í smásölunni? Grænmeti ber heldur ekki tolla leng- ur. Af hverju er það svona dýrt, 77% dýrara en að meðaltali í Evrópu? Ætti ekki innflutningur ódýrs grænmetis í samkeppni við það íslenzka að halda verðinu niðri? Og hver er orsökin fyrir háu verði á drykkjarvörum – sem að verulegu leyti eru framleiddar hér á landi, á gos- drykkjum, söfum og vatni? Eru það vörugjöld hins opinbera sem ráða eða er það álagning framleiðenda og smá- sala? Talsmenn landbúnaðarins hafa á undanförnum vikum bent á að Ísland sé dýrt land. Hér sé allur matur dýr ekki bara landbúnaðarvörur, sem fram- leiddar eru á Íslandi. Taflan, sem byggð er á tölum frá Hagstofunni, sýnir að það er rétt. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að menn eigi að hætta að tala um af hverju landbúnaðarvörur eru svona dýrar hér á landi. Og mörgum neytend- um finnst sjálfsagt skrýtið hvað inn- lendar búvörur eru dýrar, miðað við hvað þeir eru búnir að borga mikið í gegnum skattana sína til að niðurgreiða þær. Þessar tölur þýða ekki heldur að við eigum bara að sætta okkur við að Ís- land sé dýrt land. Við þurfum að leita skýringa á því að matur er svona miklu dýrari hér en annars staðar. Matar- verðið er lífskjaramál og við eigum ekki að líta á það sem neitt náttúrulögmál að hér sé dýrt að kaupa í matinn. Verðlagið, ekki bara á landbúnaðar- vörum heldur á allri matvöru, hlýtur að koma til rækilegrar skoðunar í þeirri nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað til að skoða matarverðið. Sam- keppniseftirlitið hefur sömuleiðis boð- að að matvörumarkaðurinn verði tek- inn til rækilegrar skoðunar. Þar á ekki að undanskilja neitt. Það þarf að skoða landbúnaðarstefnuna, samkeppni á markaðnum, leiða fram upplýsingar um álagningu á öllum stigum og upplýsa hvernig gjaldtöku ríkisins af matvöru er háttað, í samanburði við önnur ríki. Við eigum ekki að sætta okkur við að matarkarfan sé dýrust á Íslandi. Það er leiðinleg bábilja að það sé dýrt að vera Íslendingur. KAPPHLAUP VIÐ TÍMANN Wallace B. Broecker, prófessor íjarðefnafræði við Columbia-há- skóla í New York, er einn nafntogaðasti vísindamaður heims í rannsóknum á umhverfisbreytingum. Í fyrirlestri, sem hann flutti í Öskju á föstudag, ræddi hann nýjar leiðir til að vinna gegn slíkum breytingum og sagði lyk- ilatriði að hefta aukningu koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Ljóst væri að jafnvel þótt þær þjóðir, sem skrifuðu undir Kyoto-bókunina stæðu við skuldbind- ingar sínar mundi losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið aukast með hverju ári vegna aukinnar notkunar á olíu, gasi og kolum í þróunarlöndunum. Því yrði að leggja áherslu á að nema brott koltvíox- íð, sem kemur frá stórum orkuverum sem og það, sem er í andrúmsloftinu al- mennt, og binda það í jörðu. Sagði Bro- ecker að í þróun tækninnar til að gera það gæti Ísland gegnt hlutverki frum- kvöðuls. Íslenskur berggrunnur væri ákjósanlegur til að binda koltvíoxíð og hann væri hingað kominn ásamt föru- neyti sínu til að skoða möguleika þess að frumgerð búnaðar til að gera það yrði reynd hér á landi. Nú er verið að smíða þessa frumgerð búnaðarins í Tucson í Arizona, en verk- efnið yrði unnið í samvinnu Columbia- háskóla, Háskóla Íslands og rannsókn- arstofnana. Allt þetta mál er á frumstigi eins og kom fram í máli Broeckers og rannsaka þarf forsendur þess að ráðast í slíkt verkefni hér á landi, meðal annars með hliðsjón af umhverfisáhrifum. En það má ekki gleyma því að fá mál eru brýnni um þessar mundir en að draga úr gróð- urhúsaáhrifum. Broecker sagði í fyrir- lestri sínum að í fyrra hefðu 25 millj- arðar tonna koltvíoxíðs verið fram- leiddir í heiminum með brennslu eldsneytis. Brennsla eldsneytis hefði orsakað um 30% af aukningu koltvíox- íðs í andrúmsloftinu frá upphafi iðn- byltingarinnar. Haldi olía, gas og kol áfram að vera 85% af orkugjöfum mannkyns, fólksfjölgun aukist áfram og iðnþróun fátækari þjóða haldi áfram má búast við því að losun koltvíoxíðs aukist enn meir en nú er. Slíkar breytingar á loftslagi myndu hafa mikil áhrif á lífs- hætti hverrar einustu manneskju og dýra. Svo vitnað sé í Broecker er mann- kynið í kapphlaupi við tímann og hefur ekki efni á að bíða. Íslendingar eru það fáir að form orkunotkunar hér á landi hefur lítil áhrif til eða frá á stöðuna í heiminum. Ísland er þegar þátttakandi í tilraunum á notkun vetnis sem eldsneyti og sett hefur verið markmið um vetnisvæðingu Íslands. Vetnisvæðing kann að henta vel á Íslandi vegna þess að hér væri hægt að framleiða vetni með notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Miðað við núverandi forsendur er hins vegar ólík- legt að það fordæmi geti orðið nema ör- fáum þjóðum til eftirbreytni. Með þátt- töku í því að þróa tækni til þess að binda koltvíoxíð í jörðu gætu Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar í rimmunni við áhrif loftslagsbreytinga. Hér er tæki- færi, sem ekki er hægt að sleppa. KRAFAN um að stjórnvöld tryggi öruggar samgöngur m.a. með gerð jarðganga á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum var gegnumgangandi í umræðunni á bar- áttufundi sem vel á annað hundrað manns sóttu í Víkurbæ í Bolungarvík sl. laugardag. Fundarboðendur voru Bolungar- víkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur ásamt áhugahópi um bættar samgöngur milli þétt- býlisstaða á norðanverðum Vest- fjörðum. Meðal boðaðra frummælenda var samgönguráðherra, Sturla Böðvars- son, en vegna veðurs gat flugvél hans ekki lent á Ísafirði. Í ályktun sem samþykkt var í lok fundarins er skorað á samgönguyf- irvöld, þingmenn og ráðherra að beita sér fyrir því með öllum ráðum að tryggja varanlega lausn í sam- göngumálum á norðanverðum Vest- fjörðum frá Súðavík til Bolungarvík- ur svo líta megi á svæðið sem heildstætt atvinnu- og þjónustu- svæði. Vísað er til samþykkta sveitar- stjórna á norðanverðum Vestfjörðum frá 30. mars 2005, þar sem segir m.a.: „Tryggja þarf öruggar samgöngur göngur hafa á vöxt byggðarlaga. Hann min og öruggar samgöngu fyrir atvinnulífið og val staklinga. Gísli Eiríksson frá fór yfir þær athugani hafa verið og þau áfo liggja eftir að ákveðið stjórninni að hefja und ganga á um 1.200 m ka Harpa Grímsdóttir setri Veðurstofunnar g ir skýrslu þar sem hú saman upplýsingar um grjóthrun á aksturs Súðavíkur og Bolunga akstursleið liggur um S Kirkjubólshlíð, Seljala arhlíð og Óshlíð. Þá er í skýrslunni re mat á áhættu vegna annarsvegar á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og hinsvegar á milli Ísafjarðar og Súðavíkur með jarð- göngum.“ Þau sem fluttu erindi á fundinum voru Einar Pétursson bæjarstjóri Bolungarvíkur sem flutti erindi fyrir hönd byggðarkjarnanna þriggja Bol- ungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur. Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegargerðarinnar á Ísafirði, Harpa Grímsdóttir frá Snjóflóðasetri Veð- urstofunnar á Ísafirði og Steinþór Bragason, verkfræðingur og áhuga- maður um bættar samgöngur á Vest- fjörðum. 1.500 manns skrifuðu undir kröfu um göng Þar sem samgönguráðherra komst ekki til fundarins varð ekkert úr því að þessu sinni að honum yrði afhent- ir undirskriftalistar þar sem tæplega 1.500 manns höfðu ritað nöfn sín undir kröfu um ein göng frá Syðridal í Bolungarvík og í vestfjarðargöng. Einar Pétursson, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, fór yfir þær ályktanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár af sveitarstjórnum á svæðinu og af Fjórðungssambandi Vestfirðinga um auknar samgöngubætur á þessu svæði Hann minnti á hversu mikið vægi góðar og ekki síst öruggar sam- Krafa um örugg- ar samgöngur milli þéttbýlis- staðanna við Djúp Steinþór Bragason rek skóflublaðið var á í mið Eftir Gunnar Hallsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.