Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar hafa eftir nokkurra ára starf, fundið erfðabreytileika sem tengist sykursýki fullorðinna, en það er sjúkdómur sem verður æ algeng- ari í heiminum og getur haft alvar- legar afleiðingar. Þekkt er að tíðni sjúkdómsins eykst í samhengi við aukna tíðni offitu í heiminum en ekki hefur áður fundist erfðabreytileiki sem hefur svo gagnger áhrif á það hversu hætt fólki er við að veikjast. „Niðurstöðurnar sýna að um 38% Íslendinga hafa fengið þennan breytanleika frá öðru foreldri og sá hópur á 40% meiri líkur á að fá sjúk- dóminn en þeir sem ekki hafa þenn- an breytinleika. 7% Íslendinga hafa svo fengið breyttileikann frá báðum foreldrum og þeir hafa um 150% meiri líkur á að fá sjúkdóminn. Það eru mjög mikil áhrif,“ segir dr. Kári Stefánsson, en hjá ÍE sýnist mönn- um að þessi breytileiki valdi um 20% tilfella af sykursýki af gerð 2. Erfðarannsóknin var upphaflega gerð á um 2000 einstaklingum á Ís- landi. Niðurstöðurnar voru í fram- haldinu staðfestar í samvinnu við vísindamenn í Danmörku og Banda- ríkjunum. Greiningarpróf í þróun Kári bendir á að á Íslandi fyrr á öldum, þegar litla næringu var að fá, hafi það mögulega komið sér vel að bera þennan breytileika og nýta orkuna úr fæðu vel. „En froskar breytast í prinsa og öfugt.“ Í dag séu aðstæður í umhverfinu allt aðrar. Þegar vitneskja um breyttileika sem veldur sykursýki komi til, verði það líklega spurningin, hver verði áhrif hins frjálsa vilja. „Við höfum mikið af upplýsingum sem benda til að fólki gangi ekki sér- staklega vel að nýta sér vitneskju um hættuna af reykingum eða áfengisdrykkju og svo framvegis. En það að hafa greiningarpróf sem sýnir þér hvort þú ert með þetta eða ekki gefur þér val,“ segir Kári sem telur ekki ólíklegt að innan tveggja til þriggja ára verði komin einföld greiningarpróf á markað, þar sem einungis þurfi litla blóðprófu til að skera úr um hvort fólk sé með breytileikann. Einnig eru kostir í lyfjaþróun við sykursýki 2 nú skoð- aðir hjá ÍE, en það tekur lengri tíma. Um kostnað við prófið segir Kári: „Próf sem hægt væri að markaðs- setja um allan heim er próf sem ég held að yrði ekki geysilega dýrt, en hversu dýrt get ég ekki sagt um. Það fer líka eftir því hvað samfélagið vill borga fyrir svona heilbrigðisþjón- ustu. Ef mjög lítið er borgað fyrir slík próf eru líkurnar á að fleiri próf verði þróuð, mun minni.“ Aðspurður telur hann líklegt að töluverður áhugi á uppgötvuninni gæti verið fyrir hendi, þó enn væri of snemmt að segja til um hann þegar viðtalið var tekið í gær. „Þú sérð að í New York Times á þriðjudag, mið- vikudag, fimmtudag og föstudag, voru forsíðugreinar alla þessa daga um sykursýki fullorðinna. Sjúkdóm- urinn hefur vakið mikla athygli enda er hann orðinn að faraldri í hinum vestræna heimi.“ Um 200 milljónir manna í heiminum eru með sjúk- dóminn og telur Alþjóða heilbrigð- isstofnunin (WHO) að þeir verði um 300 milljónir eftir tuttugu ár. Á Ís- landi hafa um 5.000 manns verið greindir en talið er að fyrir hvern sem greinist séu 2–3 með sjúkdóm- inn ógreindan. Stór hluti sjúklinga greinist fyrst við meðferð vegna al- varlegra fylgikvilla sem kosta heil- brigðiskerfið mikla fjármuni. Fullorðinssykursýki hefur reynst erfðafræðingum erfiður ljár í þúfu og því er það stór áfangi sem nú er náð. „Erfðafræðingum hefur gengið mjög illa að vinna með þennan sjúk- dóm. Þannig að mér kom á óvart að finna breytileikann, einn erfðavísi með þetta mikil áhrif. Ég hefði veðj- að gegn því að okkur tækist þetta því umhverfisþátturinn er svo mik- ill.“ Kom talsvert á óvart Verkefnið hófst fyrir nokkrum ár- um, einum þremur eða fjórum telur Kári. Unnið var í samstarfi við syk- ursýkilækninn Rafn Benediktsson en að öðru leyti voru það alfarið vís- indamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar sem unnu að rannsókninni. En hvað gerir þessi uppgötvun fyrir fyrirtækið Íslenska erfðagein- ingu? „Það er mjög erfitt að segja. Það eina sem við getum gert á þessu augnabliki er að berja okkur á brjóst. Svo er að sjá hvernig við þró- um vöru á markað. En þetta er mjög spennandi. Niðurstöðurnar komu á óvart en svona er þetta, það er ekki hægt að rífast við líffræðina. Og Guði sé lof að eitthvað kemur á óvart.“ ÍE finnur erfðabreytileika tengdan sykursýki fullorðinna „Hefði veðjað gegn því að okkur tækist þetta,“ segir Kári Stefánsson Associated Press Vitað er að sykursýki fullorðinna eykst með velmegunarvandamálinu of- fitu. Nú hefur hins vegar fundist erfðabreytileiki sem tengist sjúkdómnum og að sögn Kára Stefánssonar eru þeir einstaklingar yfirleitt grennri sem fá sjúkdóminn og hafa erfðabreytileikann í erfðamengi sínu en þeir sem ekki hafa breytileikann en veikjast samt. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@hi.is Stöðugt fylgst með ástandinu EINS og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær hefur Þróunarsam- vinnustofnun Íslands í undirbúningi verkefni á sviði sjávarútvegs í Sri Lanka. Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að í ljósi þess ófriðaraástands sem ríkt hefur að undanförnu, og endurspeglaðist í sprengingu bíls í eigu norrænu friðargæsluliðanna sl. föstudag, sé stöðugt fylgst með ástandinu. Ófriðurinn er hvað mestur á norður- og norðaust- urhluta landsins en verkefni stofn- unarinnar er í öðrum landshluta þar sem ekki hefur verið mikil ókyrrð til þessa. Sighvatur segir að ef ókyrrð færist í vöxt á því svæði muni stofnunin hugsa stöðuna upp á nýtt. „Við erum í stöðugu sambandi við okkar umdæmisstjóra í Srí Lanka sem er síðan í stöðugu sam- bandi við norrænu sendiráðin, þar sem áhættan er metin frá degi til dags. Ef það fer að verða einhver áhætta á svæðinu, þ.e. meiri en í dag, munum við að sjálfsögðu kalla okkar fólk heim,“ segir Sighvatur. Þróunarsamvinnustofnunin er með einn mann í Srí Lanka, Árna Helgason, um þessar mundir og áætlað er að sá næsti fari út í byrj- un febrúar. Einnig verða um sex til sjö skammtíma ráðgjafar sendir út á árinu vegna undirbúningsverk- efna. GARÐAR Lárusson, starfsmaður í norrænu friðargæslunni á Srí Lanka, býr í höfuðstöðvum friðargæslunnar í austurhluta borgarinnar Batticaloa þar sem bílsprengja sprakk rétt fyrir miðnætti sl. föstudag. Sprengingin varð á bílastæði í eigu friðargæsl- unnar sem er skammt frá skrifstof- unum. Engan sakaði í sprenging- unni, sem er fyrsta beina árásin sem gerð er á friðargæsluliða í landinu, en að sögn Helenar Maríu Ólafsdótt- ur, upplýsingafulltrúa, hristi hún virkilega upp í mannskapnum. Hún segir að fyrst hafi verið talið að hand- sprengju hefði verið kastað inn á bílastæðið en síðar hafi komið í ljós að sprengibúnaði hafði verið komið fyrir undir bíl. Sá eyðilagðist en jafn- framt skemmdust þrír bílar eitthvað minna. Helen segir að í kjölfarið hafi verið boðað til fundar og rætt hvort loka þyrfti skrifstofum í Batticaloa af ör- yggisástæðum. Ákvörðun hafi hins vegar verið tekin um að efla örygg- isgæslu frekar og halda starfseminni áfram. Lögreglumenn hafi séð um gæsluna en það hafi ekki dugað til og var herinn því fenginn til öryggis- gæslu. Helena María segir að hörð við- brögð hafi borist frá stjórnvöldum sem lýstu því yfir að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hjálpa við rannsókn málsins. Einnig hafi Tamil-tígrarnir komið með yfir- lýsingar og fordæmt árásina. Ekki er talið að þessir aðilar hafi staðið að árásinni og beinast spjótin fremur að öðrum öflum á Srí Lanka. „Líklegt er talið að þetta hafi verið tilraun til að hræða okkur því þegar litið er á árás- ina þá vita flestir að við erum ekki á eftirlitsferðum á kvöldin eða nótt- unni og bílastæðið er jafnframt svo- lítið frá húsnæðinu þannig að lítil hætta var fyrir starfsfólk okkar,“ segir Helen María. Sprengingin í kjölfar yfirlýsingar friðargæslunnar Í hádeginu á föstudag sendi nor- ræna friðargæslan frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að árás var gerð á her yfirvalda. Helen María segir að alvarlegar árásir hafi verið gerðar á herliðin nyrst í landinu að undan- förnu og séu tamil-tígrarnir spurðir neiti þeir aðild og segi fólkið í landinu bera ábyrgð á þeim. „Við sendum út yfirlýsingu þar sem við töldum þau svör ekki fullnægjandi og gætum því ekki útilokað aðild þeirra. Í sömu yf- irlýsingu sögðum við að herinn og stjórnvöld hefðu ekki staðið sig sem skyldi í að afvopna önnur öfl sem starfa í landinu,“ segir Helen María en vill þó ekki gefa í skyn að beint samband sé á milli yfirlýsingarinnar og sprengjunnar. „Við vitum að það eru einnig önnur öfl á ferðinni og erf- itt er að benda á einn hóp. Það er fullt af fólki sem myndi græða á því að hér brytist aftur út stríð.“ Fréttir af undanförnu hafa bent til vaxandi ókyrrðar í landinu og tekur Helen undir það en segir forseta landsins á hinn bóginn hafa gefið það út að hann ætli ekki að gefa undan og standi fast á því að hernum verði ekki ýtt út í stríð. Bíða eftir niðurstöðum rannsóknar Fimm Íslendingar eru um þessar mundir staddir í Srí Lanka við vopnahléseftirlit á vegum norrænu friðargæslunnar og býr Helen María í höfuðborginni Colombo. Hún telur ekki ráðlegt að kalla friðargæsluliða heim að svo komnu máli. „Ég held að menn verði að bíða og sjá hvað kem- ur út úr rannsókninni. Meðan við vit- um ekkert um þessa sprengju er ekki viturlegt að fara að kalla neinn heim,“ segir Helen og bætir við að fundað verði í dag um málið en óvíst er hvort einhverjar fréttir verði af sprengjunni. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, sagði í gærkvöldi að friðargæsluliðar væru undir stöðugu og góðu eftirliti utan- ríkisráðuneytisins. Málefni friðar- gæsluliðanna í Srí Lanka eru til skoðunar, eins og endranær, og staða þeirra metin reglulega. Ragnheiður segir að eðlilega verði farið yfir þetta atvik sérstaklega en engin ákvörðun hefur verið tekin um aðgerðir. Íslenskir friðargæsluliðar halda áfram starfi sínu í Srí Lanka þrátt fyrir árás á höfuðstöðvarnar Margir græða ef stríð brýst út Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ljósmynd/RÚV Bíll friðargæsluliðanna á Srí Lanka er gerónýtur eftir árásina. Óbreyttir álagningar- stuðlar í Borgarbyggð LJÓST er að álagningarstuðlar vegna fasteignagjalda í Borgarbyggð verða óbreyttir í ár frá því sem var á síðasta ári. Fasteignamat í Borgar- nesi hækkaði um 30% á sérbýli og um 20% á íbúðum í fjölbýli og á atvinnu- húsnæði, en hækkun matsins í dreif- býli var um 10% og munu því gjöld tengd matinu hækka hlutfallslega sem þessu nemur. Páll Brynjarsson, bæjarstjóri, sagði að sáralítil umræða hefði farið fram um þessi efni á bæjarstjórnar- fundi í gær og því stæði fyrri ákvörð- un um óbreytta álagningarprósentu fasteignagjalda í Borgarbyggð. Meg- inástæða þess að málið hefði ekki komið til umræðu væru tilmæli sam- einingarnefndar sveitarfélaganna á svæðinu sem sameinast að loknum bæjarstjórnkosningum í vor þess efn- is að þau sameini álagningu fasteigna- skatta í bæjarfélögunum. Borgar- byggð hefði verið með lægsta stuðulinn 0,41% og önnur sveitarfélög hefðu lækkað sig niður í það. Nýtt nafn í vor Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borg- arfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinast í nýju sveitarfélagi í júní og verður kos- ið í sameinuðu sveitarfélagi í bæjar- stjórnarkosningunum 26. maí næst- komandi og verður þá einnig kosið um nýtt nafn fyrir sveitarfélagið. ♦♦♦ LEIGUBÍLSTJÓRI lenti í vand- ræðum með farþega í Keflavík í gær- morgun. Farþeginn sló til hans og braut svo framrúðu bílsins. Lögregl- an fann manninn nokkru síðar eftir að leigubílstjórinn kærði hann. Var tekin af honum skýrsla og honum sleppt að því loknu. Braut framrúðu leigubílsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.